Olís-deild kvenna

Olís-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Valur lagði Stjörnuna

    Valur vann Stjörnuna 23-20 í DHL-deild kvenna í handbolta í kvöld, þar sem Valsstúlkur voru yfir lengst af og unnu verðskuldaðan sigur. Berglind Hansdóttir átti stórleik í marki Vals og varði 20 skot, en Alla Gokorian skoraði 9 mörk. Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði 10 mörk fyrir Stjörnuna.

    Sport
    Fréttamynd

    Aftur stórtap hjá Haukastúlkum

    Kvennalið Hauka tapaði stórt í annað sinn á tveimur dögum fyrir króatíska liðinu Podravka Vegeta í EHF keppninni í handbolta, lokatölur í dag 39-23 fyrir Podravka. Ragnhildur Guðmundsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Hauka og Ramune Pekarskyte skoraði fimm mörk.

    Sport
    Fréttamynd

    Stjarnan lagði Víking

    Þrír leikir fóru fram í DHL-deild kvenna í handbolta nú síðdegis. Stjarnan sigraði Víking 24-18 á heimavelli sínum í Ásgarði. Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með 6 mörk, en Natasha Damiljanovic skoraði 5 fyrir Víking.

    Sport
    Fréttamynd

    ÍBV lagði Gróttu

    DHL-deild kvenna hófst aftur í dag eftir langt vetrarfrí. ÍBV sigraði Gróttu í Eyjum 31-25. Ivana Velkjovic skoraði níu mörk fyrir Eyjastúlkur, en Renata Horvath skoraði mest fyrir Gróttu, átta mörk.

    Sport
    Fréttamynd

    Tveir leikmenn hættir vegna barneigna

    Heldur hefur fækkað í leikmannahópi kvennaliðs ÍBV í vikunni, þar sem tvær konur í hópnum eru barnshafandi og spila því ekki meira með liðinu í vetur. Þetta eru þær Eva Björk Hlöðversdóttir og Nokolett Varga.

    Sport
    Fréttamynd

    Hanna Stefánsdóttir skorað mest

    Haukastúlkan Hanna G. Stefánsdóttir hefur skoraði langflest mörk allra leikmanna fyrir áramótin í DHL-deild kvenna í vetur, eða 65 mörk í 7 leikjum. Það gera 9,3 mörk að meðaltali í leik, sem er frábær árangur.

    Sport
    Fréttamynd

    Afturelding sigraði í Eyjum

    Enn leikur var á dagskrá í DHL-deild karla í handbolta í dag. Afturelding gerði góða ferð til Eyja og sigraði ÍBV 27-20 eftir að hafa verið með fimm marka forystu í hálfleik. Guðmundur Hrafnkelsson var maður leiksins og varði vel í marki Mosfellinga.

    Sport
    Fréttamynd

    Fram lagði Selfoss

    Nokkrir leikir fóru fram í DHL-deild karla og kvenna í kvöld. Í kvennaflokki unnu Valsstúlkur sigur á Fram með 30 mörkum gegn 26. Í karlaflokki fóru fram þrír leikir, Þór og FH skyldu jöfn 25-25, HK lagði Víking/Fjölni 32-28 og Fram sigraði Selfoss á útivelli 28-27.

    Sport
    Fréttamynd

    Tveir leikir í kvöld

    Þór bar sigurorð af Víkingi/Fjölni á Akureyri í DHL deild karla í kvöld 31-26. Þá sigruðu Haukastúlkur Gróttu á Ásvöllum í hörkuleik 23-22 og lyftu sér í annað sæti deildarinnar.

    Sport