
Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið?
Á undanförnum árum hefur íslenska skólakerfið lagt mikla áherslu á fjölbreytileika, einstaklingsmiðað nám og valdeflingu nemenda.
Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.
Á undanförnum árum hefur íslenska skólakerfið lagt mikla áherslu á fjölbreytileika, einstaklingsmiðað nám og valdeflingu nemenda.
Klínískur atferlisfræðingur segist finna fyrir talsverðum breytingum innan skólasamfélagsins. Hann segir kennara og nemendur finna fyrir óöryggi vegna þessara breytinga.
Aukin ofbeldishegðun barna er stórt samfélagslegt vandamál sem við finnast engar töfralausnir. Þetta segir skólastjóri með áralanga reynslu af starfi með börnum með hegðunarvanda. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir ekki koma á óvart að aukin harka hafi færst í samskipti heimilis og skóla þegar foreldrar hafi ítrekað lent á vegg vegna skorts á úrræðum fyrir börn sín.
Brunavörnum Suðurnesja barst útkall um hádegisleytið í dag vegna efnaslys sem orðið hafði í grunnskóla í Reykjanesbæ. Brúsi með ertandi efni hafði lekið á kaffistofu kennara og var álma byggingarinnar rýmd á meðan efnakafarar glímdu við eitrið.
Líneik Anna Sævarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hefur verið ráðin stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu hjá Fjarðabyggð. Líneik, sem mun hefja störf með vorinu, hefur setið á þingi frá 2013, með hléi.
Færst hefur í aukana að skólastarfsfólki sé hótað kæru þegar tekið er á agavandamálum innan veggja skólanna. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ofbeldi gagnvart starfsfólki hafa aukist og að samskipti foreldra við skólana einkennist af meiri hörku en áður. Hann kallar eftir samræmdum reglum um utanaðkomandi aðgengi að kennurum og skólastarfi og að nauðsynlegum úrræðum verði fjölgað.
Það var löngu kominn tími til að einhver tæki af skarið og opnaði á umræðuna varðandi stöðuna innan veggja menntastofnana í landinu. Takk Sigrún Ólöf skólastjóri Hörðuvallaskóla fyrir að vera sá fagaðili sem það gerði.
Splunkuný viðburðasíða er komin í loftið hér á Vísi í samvinnu við Mobilitus. Á síðunni er að finna þúsundir viðburða á aðgengilegan hátt.
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir kjarasamningsviðræður kennara sem nú standa yfir þær dýrmætustu fyrr og síðar. Staðan í skólunum sé orðin óboðleg og álagið gífurlegt. Börn beiti miklu ofbeldi og það sé mikið agaleysi.
Árið 2020 hóf ég störf í nýjum skóla, skólanum sem ég starfa við í dag. Þegar ég kom til starfa var ljótt orðbragð og ofbeldi mikið. Ég var í fæðingarorlofi þegar covid byrjaði og missti svolítið af því sem gerðist í skólastarfinu frá árinu 2019 þar til ég mætti til starfa aftur haustið 2020.
Kæru foreldrar og forráðamenn. Mig langar að senda ykkur nokkrar línur um stöðu mála í kjaradeilu kennara. Við erum því miður ekki komin með neinn kjarasamning og það virðist vera litið að gerast í samningamálum KÍ og SÍS.
Á Íslandi teljum við það sjálfsagðan hlut að það renni hreint vatn úr krönum og að þar sé rafmagn fyrir tæki og tól. Það er árangur fjárfestingar sem þjóðin gerði í byrjun síðustu aldar. Kennarasamband Íslands hefur á undanförunum mánuðum beðið þjóðina að fjárfesta í kennurum enda teljum við slíka fjárfestingu jafn nauðsynlega og hreina vatnið og rafmagnið.
Stjórn foreldrafélags Múlaborgar vill taka undir orð foreldra barna á Brákaborg sem birtust í greininni „Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta”.
Nú þegar líður á janúarmánuð og verkföll kennara á öllum skólastigum virðast blasa við er gott að huga að því um hvað málið snýst.
Prófessorar í ríkisháskólum hafa verið án kjarasamnings í tíu mánuði. Mikill vilji fyrir verkfallsaðgerðum er meðal félagsmanna. Formaður útilokar ekki aðgerðir en mikið starfsálag og lítil nýliðun veldur miklum áhyggjum.
Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum framhaldskólakennara við ríkið að sögn formanns Félags framhaldsskólakennara. Félagið hefur hafið undirbúning að verkfallsaðgerðum sem formaðurinn vonar þó að ekki þurfi að grípa til. Að svo stöddu fæst ekki gefið upp í hvaða framhaldsskólum verkföll koma til greina. Þeir verða þó fleiri en í síðustu aðgerðum og ná til nokkur hundruð kennara.
Leikskólakerfið á Íslandi stendur frammi fyrir vanda sem kallar á dýpri umræðu og skýrari stefnu. Þrátt fyrir mikilvægi leikskólans sem samfélagslegrar grunnstoðar hefur áherslan oftar en ekki beinst að hraðri útþenslu og skyndilausnum í stað þess að rýna í það sem raunverulega skiptir máli: gæði, fagmennska og farsæld barna.
Nú eru tíu mánuðir liðnir síðan samningur ríkisins við Félags prófessora við ríkisháskóla (FPR) losnaði og samningaviðræður hafa engan árangur borið. Að óbreyttu fara prófessorar í verkfall á næstu vikum. Það er ekki óeðlilegt að fólk velti fyrir sér hvort það skipti einhverju máli? Eru prófessorar ómissandi starfstétt eins og hjúkrunarfræðingar og leikskólakennarar, svo dæmi séu tekin?
Trúnaðarmenn Félags framhaldsskólakennara hafa lýst yfir þungum áhyggjum af pattstöðu í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Trúnaðarmennirnir eru sammála um að hefja skuli undirbúning verkfalla sem hefjast í næsta mánuði að óbreyttu.
KVAN sérhæfir sig í námsferðum sem eru fræðandi, uppbyggjandi og hvetjandi fyrir þátttakendur. KVAN skipuleggur námsferðir bæði innan- og utanlands fyrir skóla, stofnanir og fyrirtæki og aðlagar eftir óskum þátttakanda.
Erla Ósk Wissler Pétursdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Executive MBA (EMBA) náms við Háskólann í Reykjavík.
Margrét Gauja Magnúsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Lýðskólans á Flateyri. Hún tekur við af Sigríði Júlíu Brynleifsdóttur, fráfarandi skólastjóra, sem tók við starfi bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar um áramótin.
Umræða um skólamál hefur verið gríðarlega mikil á undanförnum misserum. Sitt sýnist hverjum í þessum málum en allir sammála um að kennarastarfið sé gríðarlega mikilvægt.
Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetja til framboðs einstaklinga sem eru mótfallnir rekstri spilakassa í embætti rektors Háskóla Íslands. Gengið verði á frambjóðendur um afstöðu þeirra til reksturs háskólans á slíkum kössum.
Foreldrar barna í leikskólanum Brákarborg gagnrýna það harðlega í aðsendri grein að verja eigi fjármunum í að byggja nýjan leikskóla í Elliðaárdal og við leikskóla í Ármúla þegar ekki hefur tekist að manna almennilega þá leikskóla sem þegar eru til.
Leikskólinn Brákarborg hefur verið mikið í fréttunum undanfarið, því miður ekki af góðu. Fyrirferðamestar hafa verið fréttir af nýju húsnæði skólans sem flutt var í um miðjan ágúst 2022. Síðastliðið sumar, rétt fyrir opnun eftir sumarlokun, komu í ljós verulegir hönnunar- og burðarþolsgallar á nýja fallega húsnæðinu sem urðu þess valdandi að flytja þurfti alla starfsemina á nýja staði.
Leikskólakerfið á Íslandi er ein af mikilvægum stoðum samfélagsins, þar sem markmiðið er að börn fái öruggt umhverfi til að þroskast og læra með leikinn sem námsleið. Á sama tíma stendur menntakerfið frammi fyrir áskorunum sem krefjast dýpri umræðu.
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur nú flutt öll handrit, sem hún hefur til varðveislu, í nýtt öryggisrými í Eddu við Arngrímsgötu 5.
Samninganefndir kennara og sveitarfélaga komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan ellefu eftir stutt viðræðuhlé. Samninganefnd ríkisins er ekki á fundinum.
Samninganefndir kennara og sveitarfélaga funda í Karphúsinu á morgun eftir stutt hlé á samningaviðræðunum. Formaður Kennarasambandsins segir miður að vera aftur að lenda á þeim stað að þurfa að lyfta hnefanum til þess að láta hlusta á kennara.