Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2025 17:07 Frá baráttu- og samstöðufundi kennarasambands Íslands í nóvember. Vísir/Anton Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Í ályktun frá samninganefndanna segir að viðhorf launagreiðenda í viðræðunum birtist sem virðingarleysi í garð kennara. Samninganefndirnar skora á nýkjörna ríkisstjórn að „standa við orð sín“ fyrir þingkosningarnar og binda enda á deilu KÍ við ríki og sveitarfélög. Ályktun samninganefndanna var samþykkt á fundi nefndanna í dag en þar fór Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, yfir stöðuna í kjaradeilunni. Í henni segir að skýrar vísbendingar liggi fyrir um kerfislægan og ómálefnalegan mun á launum sérfræðinga í fræðslustarfsemi á opinberum markaði og sérfræðinga á almennum markaði. Þá segir að í samkomulagi frá 2016 liggi fyrir loforð opinberra launagreiðenda um að jafna þennan mun á sex til tíu árum. „Samninganefndir allra aðildarfélaga hafa lýst því yfir að í yfirstandandi kjaraviðræðum sé algert forgangsatriði að við þetta verði staðið. Þannig verði kjarasamningar allra félaga að innibera skuldbindingu launagreiðenda og áætlun um hvernig jöfnun launa skuli náð á næstu árum. Þessi krafa stendur enn óhögguð.“ Ályktunina í heild má lesa hér að neðan. Fundur samninganefnda allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands, haldinn í Borgartúni 30 föstudaginn 24. janúar 2025, samþykkir eftirfarandi ályktun: Samninganefndir allra aðildarfélaga KÍ lýsa miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Skýrar vísbendingar liggja fyrir um kerfislægan og ómálefnalegan mun á launum sérfræðinga í fræðslustarfsemi á opinberum markaði og sérfræðinga á almennum markaði. Í samkomulagi frá 2016 liggja fyrir loforð opinberra launagreiðenda um að jafna þennan mun á 6 til 10 árum. Samninganefndir allra aðildarfélaga hafa lýst því yfir að í yfirstandandi kjaraviðræðum sé algert forgangsatriði að við þetta verði staðið. Þannig verði kjarasamningar allra félaga að innibera skuldbindingu launagreiðenda og áætlun um hvernig jöfnun launa skuli náð á næstu árum. Þessi krafa stendur enn óhögguð. Viðhorf launagreiðenda í kjaraviðræðunum birtist ekki aðeins sem virðingarleysi við kennarastéttina í heild heldur einnig sem virðingarleysi við hlutverk kennarastéttarinnar sem er að tryggja börnum okkar bestu menntun sem völ er á. Börn eiga rétt á að njóta fagmennsku og stöðugleika á skólagöngu sinni. Fyrir hönd þeirra tólf þúsund félagsmanna sem saman mynda Kennarasamband Íslands skora samninganefndirnar á nýkjörna ríkisstjórn að standa við orð sín í aðdraganda kosninga og leiða þessa deilu til farsælla lykta. Nú er tíminn til að fjárfesta í kennurum. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir „Ég get horft í augun á ykkur“ Þriggja barna faðir segist vel geta horft í augun á kennurum barna sinna og sagst gera það sem hann telji réttast til að verja hagsmuni barna sinna. Formaður Félags leikskólakennara sagðist í gær efast um að foreldrar, sem hafa stefnt Kennarasambandi Íslands, gætu horft í augu kennara barna sinna. 24. janúar 2025 16:54 Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hafa verið boðaðar til stöðufundar í húskynnum Kennarasambandsins eftir hádegi. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambandsins vonar að skýrari mynd fáist af afstöðu félagsfólks að loknum fundi. 24. janúar 2025 11:53 „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Samninganefndirnar skora á nýkjörna ríkisstjórn að „standa við orð sín“ fyrir þingkosningarnar og binda enda á deilu KÍ við ríki og sveitarfélög. Ályktun samninganefndanna var samþykkt á fundi nefndanna í dag en þar fór Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, yfir stöðuna í kjaradeilunni. Í henni segir að skýrar vísbendingar liggi fyrir um kerfislægan og ómálefnalegan mun á launum sérfræðinga í fræðslustarfsemi á opinberum markaði og sérfræðinga á almennum markaði. Þá segir að í samkomulagi frá 2016 liggi fyrir loforð opinberra launagreiðenda um að jafna þennan mun á sex til tíu árum. „Samninganefndir allra aðildarfélaga hafa lýst því yfir að í yfirstandandi kjaraviðræðum sé algert forgangsatriði að við þetta verði staðið. Þannig verði kjarasamningar allra félaga að innibera skuldbindingu launagreiðenda og áætlun um hvernig jöfnun launa skuli náð á næstu árum. Þessi krafa stendur enn óhögguð.“ Ályktunina í heild má lesa hér að neðan. Fundur samninganefnda allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands, haldinn í Borgartúni 30 föstudaginn 24. janúar 2025, samþykkir eftirfarandi ályktun: Samninganefndir allra aðildarfélaga KÍ lýsa miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Skýrar vísbendingar liggja fyrir um kerfislægan og ómálefnalegan mun á launum sérfræðinga í fræðslustarfsemi á opinberum markaði og sérfræðinga á almennum markaði. Í samkomulagi frá 2016 liggja fyrir loforð opinberra launagreiðenda um að jafna þennan mun á 6 til 10 árum. Samninganefndir allra aðildarfélaga hafa lýst því yfir að í yfirstandandi kjaraviðræðum sé algert forgangsatriði að við þetta verði staðið. Þannig verði kjarasamningar allra félaga að innibera skuldbindingu launagreiðenda og áætlun um hvernig jöfnun launa skuli náð á næstu árum. Þessi krafa stendur enn óhögguð. Viðhorf launagreiðenda í kjaraviðræðunum birtist ekki aðeins sem virðingarleysi við kennarastéttina í heild heldur einnig sem virðingarleysi við hlutverk kennarastéttarinnar sem er að tryggja börnum okkar bestu menntun sem völ er á. Börn eiga rétt á að njóta fagmennsku og stöðugleika á skólagöngu sinni. Fyrir hönd þeirra tólf þúsund félagsmanna sem saman mynda Kennarasamband Íslands skora samninganefndirnar á nýkjörna ríkisstjórn að standa við orð sín í aðdraganda kosninga og leiða þessa deilu til farsælla lykta. Nú er tíminn til að fjárfesta í kennurum.
Fundur samninganefnda allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands, haldinn í Borgartúni 30 föstudaginn 24. janúar 2025, samþykkir eftirfarandi ályktun: Samninganefndir allra aðildarfélaga KÍ lýsa miklum vonbrigðum með stöðu kjaraviðræðna við ríki og sveitarfélög. Skýrar vísbendingar liggja fyrir um kerfislægan og ómálefnalegan mun á launum sérfræðinga í fræðslustarfsemi á opinberum markaði og sérfræðinga á almennum markaði. Í samkomulagi frá 2016 liggja fyrir loforð opinberra launagreiðenda um að jafna þennan mun á 6 til 10 árum. Samninganefndir allra aðildarfélaga hafa lýst því yfir að í yfirstandandi kjaraviðræðum sé algert forgangsatriði að við þetta verði staðið. Þannig verði kjarasamningar allra félaga að innibera skuldbindingu launagreiðenda og áætlun um hvernig jöfnun launa skuli náð á næstu árum. Þessi krafa stendur enn óhögguð. Viðhorf launagreiðenda í kjaraviðræðunum birtist ekki aðeins sem virðingarleysi við kennarastéttina í heild heldur einnig sem virðingarleysi við hlutverk kennarastéttarinnar sem er að tryggja börnum okkar bestu menntun sem völ er á. Börn eiga rétt á að njóta fagmennsku og stöðugleika á skólagöngu sinni. Fyrir hönd þeirra tólf þúsund félagsmanna sem saman mynda Kennarasamband Íslands skora samninganefndirnar á nýkjörna ríkisstjórn að standa við orð sín í aðdraganda kosninga og leiða þessa deilu til farsælla lykta. Nú er tíminn til að fjárfesta í kennurum.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Grunnskólar Leikskólar Tengdar fréttir „Ég get horft í augun á ykkur“ Þriggja barna faðir segist vel geta horft í augun á kennurum barna sinna og sagst gera það sem hann telji réttast til að verja hagsmuni barna sinna. Formaður Félags leikskólakennara sagðist í gær efast um að foreldrar, sem hafa stefnt Kennarasambandi Íslands, gætu horft í augu kennara barna sinna. 24. janúar 2025 16:54 Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hafa verið boðaðar til stöðufundar í húskynnum Kennarasambandsins eftir hádegi. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambandsins vonar að skýrari mynd fáist af afstöðu félagsfólks að loknum fundi. 24. janúar 2025 11:53 „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
„Ég get horft í augun á ykkur“ Þriggja barna faðir segist vel geta horft í augun á kennurum barna sinna og sagst gera það sem hann telji réttast til að verja hagsmuni barna sinna. Formaður Félags leikskólakennara sagðist í gær efast um að foreldrar, sem hafa stefnt Kennarasambandi Íslands, gætu horft í augu kennara barna sinna. 24. janúar 2025 16:54
Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hafa verið boðaðar til stöðufundar í húskynnum Kennarasambandsins eftir hádegi. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambandsins vonar að skýrari mynd fáist af afstöðu félagsfólks að loknum fundi. 24. janúar 2025 11:53
„Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31