
Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu
Alma D. Möller fyrrverandi landlæknir tók við lyklunum að heilbrigðisráðuneytinu í dag frá Ástu Valdimarsdóttur ráðuneytisstjóra. Hún segir tilfinninguna að taka við ráðuneytinu ótrúlega og hlakkar til að læra og takast á við nýja hluti. Hún er fyrsti læknirinn sem verður heilbrigðisráðherra.