Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Dauða­refsing Pírata

Flokkur fólksins lagði fram frumvarp í síðustu viku sem felur í sér að heimilt verði að vísa hættulegum glæpamönnum úr landi þó svo þeir hafi fengið hér stöðu flóttamanns.

Skoðun
Fréttamynd

Segir ná­kvæm­lega ekkert að óttast við at­kvæða­greiðsluna

Formaður Viðreisnar segir þjóðina skulda unga fólkinu í landinu að fá tækifæri til að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði haldið áfram. Hún horfi til þess þegar Bretland yfirgaf Evrópusambandið í andstöðu við vilja ungs fólks í því samhengi.

Innlent
Fréttamynd

Kveðja frá Heims­sýn til lands­fundar VG 2024

Fáir voru eins öflugir stuðningsmenn fullveldis og lýðveldis á Íslandi og félgshyggjumenn. Allir gerðu þeir sér glögga grein fyrir mikilvægi þess að landinu væri stjórnað í umboði þeirra sem það byggðu og að valdamenn stæðu fyrst og fremst til ábyrgðar gagnvart þjóðinni, en ekki gagnvart embættismönnum í fjarlægum borgum, sem væri sama um hvort Ísland flyti eða sykki.

Skoðun
Fréttamynd

Þóra Jóhanna nýr yfir­dýra­læknir

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Þóru Jóhönnu Jónasdóttur í embætti yfirdýralæknis. Hún tekur við af Sigurborgu Daðadóttur, sem var skipuð yfirdýralæknir árið 2013, fyrst kvenna.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðar­óperan á Al­þingi í nær 70 ár

Nú þegar frumvarp liggur fyrir um stofnun Þjóðaróperu er mikilvægt að rifja upp áratuga langa sögu umræðu á Alþingi um óperustarfsemi á Íslandi. Hún hefur gjarnan tengst Þjóðleikhúsinu og síðar Íslensku óperunni, en fjöldi þingmanna úr öllum flokkum hefur lagt sitt til málanna.

Skoðun
Fréttamynd

Kona tveggja flokka í Sam­talinu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar mætir í Samtalið með Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. Hún var vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins og varaformaður flokksins um tíma en tók þátt í stofnun Viðreisnar sem hún hefur verið í forystu fyrir í sjö ár.

Innlent
Fréttamynd

Búum til börn - án aukinna út­gjalda

Á síðasta löggjafarþingi lagði ég fram frumvarp til breytinga á lögum um tæknifrjóvgun sem sneri að aukinni greiðsluþátttöku hins opinbera vegna tæknifrjóvgana. Málið snerist í grófum dráttum um aukna greiðsluþátttöku hins opinbera vegna tæknifrjóvgana, en samhliða þeirri breytingu var lagt til að ófrjósemisaðgerðir yrðu ekki lengur gjaldfrjálsar.

Skoðun
Fréttamynd

Höfum ekki efni á svona stór­karla­legri Ölfus­ár­brú

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum.

Innlent
Fréttamynd

„Það vill enginn vera eins og Stein­grímur J.“

Eigandi netverslunar með áfengi segir ljóst af lestri draga að frumvarpi um innlenda netverslun með áfengi að með þeim sé gengið langt til þess að þóknast „hugarburði þeirra sem aðhyllast ríkisforsjárhyggju“ um vandamál sem séu ekki til staðar.

Innlent
Fréttamynd

Sig­mundur birtist fyrir­vara­laust

Nokkrir þingmenn Norðausturkjördæmis hafa staðið fyrir þverpólitískum gauragangi og gríni í ferð sinni um landshlutann í kjördæmaviku í myndböndum sem vakið hafa athygli á samfélagsmiðlum. Myndböndin birtast á reikningi Loga Einarssonar þingmanns Samfylkingarinnar þó Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins taki þau upp.

Lífið
Fréttamynd

....og þá var eins og blessuð skepan skildi.....

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti það sem seðlabankastjóri kallaði í vor „aumingjalega stýrivaxtalækkun“ í morgun. Um leið var tekið fram að hænufet morgunsins væri ekki endilega ávísun á meiri lækkun á næstunni.

Skoðun
Fréttamynd

Minnkandi losun en um­­­fram út­hlutanir Ís­lands

Losun gróðurhúsalofttegunda var líklega umfram úthlutanir Íslands í fyrra þrátt fyrir að hún drægist saman um þrjú prósent á milli ára. Stjórnvöld hafa þó nægjanlegan sveigjanleika til þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar sínar.

Innlent
Fréttamynd

Sig­mundur góður sessu­nautur af því að hann mæti sjaldan

„Sigmundur Davíð er sessunautur minn á þessu þingi. Hann hefur verið það einu sinni áður. Hann er mjög góður sessunautur af því að hann situr eiginlega aldrei í sætinu sínu,“ segir þingmaður Pírata um formann Miðflokksins. Hann veltir því fyrir sér hvort leiðin að 19 prósenta fylgi sé að mæta ekki í vinnuna.

Innlent
Fréttamynd

Kári og Sveinn til liðs við Arnar Þór

Fyrrverandi varaborgarfulltrúi Miðflokksins og organisti eru stofnendur Lýðræðisflokksins ásamt Arnari Þór Jónssyni fyrrverandi varaþingmanni, dómara og forsetaframbjóðenda. Þeir segja flokkinn nauðsynlegt andsvar við doða sem þeir segja hafa lagst yfir íslensk stjórnmál.

Innlent
Fréttamynd

Nýir vendir sópa best

Stofnun Lýðræðisflokksins er nauðsynlegt andsvar við þeim doða sem lagst hefur yfir íslensk stjórnmál.

Skoðun
Fréttamynd

Fylgi Sjálf­stæðis­flokksins aldrei mælst minna

Samfylkingin mælist með 26 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallúps og þá heldur fylgi Sjálfstæðisflokks áfram að minnka og hefur flokkurinn þar aldrei mælst minni. Fylgi Miðflokksins heldur áfram að aukast.

Innlent
Fréttamynd

Segir gagn­rýnina ó­svífna og ó­sann­gjarna

„Mér finnst þetta bara vera mjög ósvífin og ósanngjörn gagnrýni. Ég skil ekki hvernig það er hægt að saka einhvern um tvískinnung í svona máli sem hefur allan tímann óskað eftir meiri úrbótum fyrir óvarða vegfarendur og vildi ganga lengra en gengið var.  Við höfum ekkert skipt um skoðun í þessu máli og gerðum það aldrei.“

Innlent
Fréttamynd

Blöskrar „tví­skinnungur“ hjá borgar­full­trúa eftir bana­slys

Borgarfulltrúa Pírata blöskrar að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ eftir að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg. Kona á fertugsaldri lést á gatnamótunum seint á laugardagskvöld þegar hún varð fyrir bíl.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert á­fengi á sunnu­dögum og seint á kvöldin

Dómsmálaráðherra hefur birt drög að frumvarpi til laga um breytingu á áfengislögum í samráðsgátt. Samkvæmt drögunum verður innlend netverslun með áfengi heimiluð, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Til að mynda yrði ekki heimilt að afhenda áfengi á helgidögum, þar á meðal sunnudögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Við­reisn er til­búin

„Viðreisn er ekki eins og eitthvað þriggja sekúndna TikTok myndband. Meira svona eins og… Spegillinn á RÚV“ sagði manneskja sem ég met mikils við mig um daginn. Svo brosti hún undurblítt. Þessi góða vinkona mín hefur að mörgu leyti rétt fyrir sér og þetta er eitthvað sem við tökum til okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Hreinsaður af á­sökunum eigin­konu sveitar­stjórans

Ekki er annað að sjá en greiðslur til Jóns Jónssonar, fyrirtækja og stofnana í hans eigu eða hann tengdist með stjórnarsetu á þeim tíma sem Jón sat í sveitarstjórn Strandabyggðar hafi verið í samræmi við samninga og samþykktir sveitarstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Flug­völlur í Hvassahrauni alls ekki úr myndinni

Niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun.

Innlent