
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Tindastóll 81-88 | Þrír sigrar í röð hjá Stólunum
Tindastólsmenn sóttu tvö stig í Grindavík þegar liðið vann sjö stiga sigur á heimamönnum, 88-81, í lokaumferð 4. umferðar Domino´s deildar karla. Stólarnir hafa þar með unnið þrjá leiki í röð en þetta var annað tap Grindavíkurliðsins í röð. Tindastólsliðið tryggði sér sigur með því að vinna lokaleikhlutann 26-17 en þar fór Antonio Hester á kostum.