Butler og Pavel best Í dag var tilkynnt hverjir skipuðu lið fyrstu ellefu umferðanna í Iceland Express-deildum karla og kvenna. Körfubolti 4. janúar 2011 12:12
Grindavík nælir í fyrrum NBA-leikmann Karlalið Grindavíkur í Iceland Express-deildinni mun mæta til leiks á nýju ári með nýjan Kana en Jeremy Kelly hefur verið sendur heim. Kelly meiddist í leiknum gegn Keflavík fyrir jól og er ekki búinn að jafna sig. Körfubolti 3. janúar 2011 20:15
Pálmi Freyr: „Það er bara kostur að vera örvhentur“ „Það er bara kostur að vera örvhentur,“ sagði Pálmi Freyr Sigurgeirsson eftir 94-80 sigur Snæfells gegn KR í Iceland Express deild karla. Pálmi var „sjóðheitur“ fyrir utan þriggja stiga línuna en hann setti 7 skot ofaní og var með 70% nýtingu. Pálmi segir að hann hafi mikla trú á Snæfellsliðinu sem gekk í gegnum miklar breytingar í sumar eftir frábært tímabil í fyrra þar sem liðið fagnaði Íslands – og bikarmeistaratitlinum. Körfubolti 17. desember 2010 00:32
Hrafn: „Við þurfum allir að líta í eigin barm“ „Við vorum klárlega ekki sannfærandi á móti svæðisvörninni og það leit út fyrir að það væru þreyttir leikmenn inni á vellinum. Við þurfum allir að líta í eigin barm,“ sagði Hrafn Kristjánsson þjálfari KR eftir 94-80 tap liðsins á útivelli gegn Snæfelli í kvöld í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Körfubolti 16. desember 2010 23:53
Ingi Þór: „Þegar maður er búinn að gera í buxurnar þá þarf maður að skipta um buxur“ „Þegar maður er búinn að gera í buxurnar þá þarf maður að skipta um buxur,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Íslandsmeistaraliðs Snæfells í kvöld eftir 94-80 sigur liðsins gegn KR í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Körfubolti 16. desember 2010 23:41
Ármann: Fátt skemmtilegra en að raða niður þristum „Það kemur nú ekki oft fyrir að ég sé stigahæstur,“ sagði Ármann Vilbergsson, skytta úr Grindavík, sem var stigahæstur í liði Grindavíkur í sigri liðsins gegn Keflavík, 79-75, í Röstinni í kvöld. Ármann kom sjóðheitur af bekknum og setti niður fimm þrista í leiknum og hitti úr öllum skotunum. Körfubolti 16. desember 2010 22:46
Gunnar Einars.: Drullufúlt að fara í frí með þetta tap á bakinu „Við komumst með baráttu aftur inn í leikinn en við vorum ekki að hitta neitt af viti. Það gekk lítið upp stóran hluta leiksins og það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta að við sýndum smá karakter og hlutirnir fóru að falla með okkur,“ sagði Gunnar Einarsson, leikmaður Keflavíkur, eftir tap liðsins gegn Grindvík, 79-75 í Röstinni í kvöld. Körfubolti 16. desember 2010 22:34
Umfjöllun: Grindavík lagði Keflavík í hörkuleik Grindvíkingar fögnuðu mikilvægum sigri í nágrannaslag gegn Keflvík, 79-75, í 11. umferð Iceland Express deild karla sem fram fór í Röstinni í kvöld. Körfubolti 16. desember 2010 22:30
Öll úrslit kvöldsins í Iceland Express-deild karla Það fór fram heil umferð í Iceland Express-deild karla í kvöld. Þar bar helst til tíðinda magnaður sigur Snæfells á KR en Vesturbæingar brotnuðu algjörlega í Fjárhúsinu. Körfubolti 16. desember 2010 22:27
Snæfell vann magnaðan sigur á KR Íslandsmeistarar Snæfells unnu magnaðan sigur á KR, 94-80, þegar liðin áttust við í Hólminum í kvöld. KR kastaði frá sér unnum leik. Körfubolti 16. desember 2010 20:50
Bikardrátturinn: Njarðvík heimsækir Hauka Í dag var dregið í 8-liða úrslit karla og kvenna í Poweradebikarnum. 8-liða úrslitin fara fram í kringum helgina 8.-9. janúar. Dregið var í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal. Körfubolti 13. desember 2010 14:14
Auðunn og Gillz vilja reka Jógvan, Hjöbba og Gumma Ben úr liðinu Það var mikið fjör á Stjörnuleikshátíð KKÍ í gær og annað árið í röð sló í gegn leikur Celeb-liðsins við gamla landsliðsmenn. Gömlu landsliðsmennirnir höfðu betur annað árið í röð en þeir frægu voru með skýringar á tapinu á tæru þegar Vísir heyrði í þeim eftir leikinn. Körfubolti 12. desember 2010 16:00
Celeb-liðið stóð sig betur en gömlu landsliðsmennirnir unnu aftur Það var mikil eftirvænting í loftinu fyrir leik eldri landsliðsmanna og celeb-liðsins svokallaða á Stjörnuhátíð KKÍ í Seljaskólanum í gær. Í fyrra mættust þessi lið þar sem landsliðsmennirnir fóru með auðveldan sigur af hólmi en í ár var annað upp á teningnum og þurftu landsliðsmennirnir að hafa mikið fyrir hlutunum. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ. Körfubolti 12. desember 2010 07:00
Stjörnuhátíð KKÍ: Ægir Steinarsson vann þriggja stiga keppnina Ægir Þór Steinarsson, úr Fjölni, vann þriggja stiga keppnina á Stjörnuhátíð KKÍ í Seljaskóla í dag eftir að hann vann Pálma Frey Sigurgeirsson í úrslitum. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ. Körfubolti 11. desember 2010 19:02
Stjörnuhátíð KKÍ: Ólafur Ólafsson troðslumeistari Troðslukóngurinn Ólafur Ólafsson, úr Grindavík, kom sá og sigraði í troðslukeppninni á Stjörnuhátíð KKÍ í dag. Ólafur lagði Guðmund Darra Sigurðsson úr Haukum í úrslitum. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ. Körfubolti 11. desember 2010 18:56
Stjörnuhátíð KKÍ: KR-ingar unnu skotkeppni stjarnanna Það er líf og fjög og mikið fjölmenni í Seljaskóla á Stjörnuhátíð KKÍ. Margir skemmtilegir viðburðir hafa farið fram í dag og sá nýjasti er Skotkeppni stjarnanna þar sem fjögur lið tóku þátt. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ. Körfubolti 11. desember 2010 16:24
Jóhann Árni með 27 stig í sannfærandi sigri Njarðvíkur á KFÍ Njarðvíkingar unnu sannfærandi sigur á KFÍ 101-79 í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar leiddu með sex stigum eftir fyrri hálfleik. Körfubolti 10. desember 2010 21:06
Góð bæjarferð Hólmara - stórsigur og frumsýning á meistaramyndinni Snæfell er áfram í toppsæti Iceland Express deildar karla eftir tíu leiki eftir að liðið fór til Hveragerðis í gær og vann 24 stiga sigur á Hamar, 99-75. Þetta var sjöundi sigur leikur liðsins í röð í deildinni. Körfubolti 10. desember 2010 10:15
Umfjöllun: Grindavík slátraði Fjölni í fjórða leikhluta Grindvíkingar unnu sterkan sigur gegn Fjölni , 86-69, í tíundu umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Grafarvoginum. Körfubolti 9. desember 2010 22:45
Páll Axel: Góður varnarleikur skilaði sigrinum „Þetta var lélegt hjá okkur í byrjun en síðan spilum við virkilega vel í lokin,“ sagði Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindvíkinga, ánægður með sigurinn í kvöld. Grindvíkingar unnu góðan sigur á Fjölni ,86-69, í tíundu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. Körfubolti 9. desember 2010 22:30
Örvar: Héldum ekki haus í lokin „Við bara sprungum í fjórða leikhluta,“ sagði Örvar Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í kvöld. Fjölnir tapaði fyrir Grindvíkingum ,69-86, í 10. umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvogi. Körfubolti 9. desember 2010 22:15
Helgi Jónas: Sýndum karakter í lokin „Þetta var mun erfiðari leikur en tölurnar gefa til kynna og við komum hreinlega ekki tilbúnir til leiks,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, ánægður með sigurinn í kvöld. Körfubolti 9. desember 2010 22:00
Helgi Freyr: Verður svona þegar hormónarnir fara upp „Við vorum okkar versti óvinur í kvöld,“ sagði Helgi Freyr Margeirsson, leikmaður Tindastóls, eftir að liðið beið lægri hlut fyrir Keflavík á útivelli í kvöld. Þegar liðin mættust í bikarnum um síðustu helgi bar Tindastóll sigur úr býtum. Körfubolti 9. desember 2010 21:28
Guðjón Skúlason: Einmitt það sem ég bjóst við Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, tók glaður við stigunum tveimur sem liðið vann fyrir gegn Tindastóli í kvöld. Keflvíkingar náðu þar með að hefna fyrir ósigurinn um síðustu helgi þegar Stólarnir komust áfram í bikarnum. Körfubolti 9. desember 2010 21:24
Keflavík náði fram hefndum - úrslit kvöldsins Keflavík hefndi fyrir bikartapið gegn Tindastóli í kvöld er liðin mættust aftur í Sláturhúsinu í Keflavík. Stólarnir unnu stórsigur í bikarnum á dögunum en Keflavík svaraði fyrir sig í kvöld. Körfubolti 9. desember 2010 21:05
Ingi Þór og Hrafn búnir að velja Stjörnuliðin sín Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells og Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, munu stýra liðunum í Stjörnuleik KKÍ sem fram fer í Seljaskólanum á laugardaginn. Körfubolti 8. desember 2010 14:15
Hamar engin fyrirstaða fyrir KR - myndir KR tók á móti Hamri í gær í sextán liða úrslitum Poweradebikarsins. KR var yfir allan leikinn og vann sanngjarnan sigur. Körfubolti 6. desember 2010 07:30
Ágúst: Vantaði baráttu og betri vörn Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars, var ekki sáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld. Þeir eru úr leik í bikarnum eftir að hafa tapað fyrir KR á sannfærandi hátt. Körfubolti 5. desember 2010 21:29
Fannar Ólafsson: Ætlum alla leið „Við ætluðum okkur að kvitta fyrir tapið í Hveragerði og ég held að við höfum gert það nokkuð örugglega," sagði Fannar Ólafsson, leikmaður KR, eftir að hans lið sigldi örugglega áfram í bikarnum með 99-74 sigri gegn Hamri úr Hveragerði. Körfubolti 5. desember 2010 21:21
Bikarmeistarar Snæfells úr leik Njarðvík, Tíndastóll og KR tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum Poweradebikars karla í kvöld. Njarðvík lagði Snæfell í Fjárhúsinu í háspennuleik. Það er því ljóst að Snæfell ver ekki bikarmeistaratitilinn í ár. Körfubolti 5. desember 2010 21:07
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti