Keflvíkingar deildarmeistarar Keflvíkingar eru deildarmeistarar í körfubolta karla eftir frækinn sigur á grönnum sínum úr Njarðvík á heimavelli í lokaumferð Iceland Express deildarinnar í kvöld 89-71. AJ Moye skoraði 37 stig fyrir Keflavík og Magnús Gunnarsson 18. Friðrik Stefánsson skoraði 18 stig fyrir Njarðvíkinga, Jeb Ivey 15 og Brenton Birmingham skoraði 14 stig. Sport 9. mars 2006 21:00
Keflvíkingar leiða í hálfleik Keflvíkingar hafa yfir 41-29 gegn grönnum sínum í Njarðvík í úrslitaleiknum um deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla í körfubolta, en leikurinn fer fram í Keflavík. Njarðvíkingar byrjuðu betur í leiknum og komust í 8-0 og leiddu 19-15 eftir fyrsta leikhluta. Síðan hafa heimamenn tekið öll völd á vellinum og hafa snúið leiknum sér í vil með mikilli baráttu. Sport 9. mars 2006 19:59
Haukar völtuðu yfir Keflavík Haukastúlkur sendu hinum liðunum í Iceland Express deildinni skýr skilaboð í kvöld þegar þær tóku Keflvíkinga í kennslustund á útivelli 115-72., eftir að staðan hafði verið 55-42 fyrir gestina í hálfleik. Megan Mahoney fór á kostum í liði Hauka og skoraði 44 stig og Helena Sverrisdóttir skoraði 20 stig. Haukaliðið er langefst í deildinni og verður ekki auðsigrað í úrslitakeppninni ef svo fer sem horfir. Sport 8. mars 2006 21:28
Toppliðin þrjú unnu sína leiki í körfunni Tvö efstu liðin í Iceland Express deild karla í körfubolta, Njarðvík og Keflavík unnu leiki sína í kvöld en þá fór fram næst síðasta umferð deildarinnar. Þar með er ljóst að aðeins þau tvö lið eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum og mætast einmitt í hreinum úrslitaleik á fimmtudaginn um titilinn. Sport 5. mars 2006 21:31
Grindavík lagði Njarðvík í framlengingu Grindvíkingar lögðu granna sína úr Njarðvík í rafmögnuðum spennuleik í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en eftir framlengingu. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var jöfn 100-100, en Grindvíkingar höfðu betur á lokasprettinum og sigruðu 116-112. Sport 2. mars 2006 21:23
Stórleikur í Grindavík Heil umferð er á dagskrá í Iceland Express deild karla í kvöld og stórleikur kvöldsins er án efa viðureign grannliðanna Grindavíkur og Njarðvíkur í Grindavík. Keflavík og Fjölnir mætast í Keflavík, Snæfell tekur á móti KR, Höttur mætir Skallagrími, ÍR tekur á móti Haukum og Hamar/Selfoss mætir Þór frá Akureyri. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Sport 2. mars 2006 17:28
Scott í eins leiks bann Melvin Scott, leikmaður úrvalsdeildarliðs KR í körfubolta hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna brottvísunar sem hann fékk í leik KRing og Hamars/Selfoss síðastliðinn fimmtudag. Sport 1. mars 2006 16:18
Snæfell vann grannaslaginn Heil umferð var á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Snæfellingar lögðu granna sína í Skallagrími í Borgarnesi 79-64, Fjölnir lagði Grindavík í hörkuleik 99-98, Hamar/Selfoss lagði Hauka í Hafnarfirði 83-74, Keflavík vann þór 93-87, KR vann ÍR 88-87 og Njarðvík burstaði Hött 120-77 í Njarðvík. Sport 26. febrúar 2006 21:27
Auðveldur sigur Keflvíkinga á Grindavík Keflvíkingar unnu í kvöld öruggan sigur á grönnum sínum í Grindavík 109-84 í toppslag í Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindvíkingar voru án Páls Axels Vilbergssonar, Helga Jónasar Guðfinnssonar og Hjartar Harðarsonar í leiknum, en þeir eru allir meiddir. Sport 23. febrúar 2006 21:25
Keflvíkingar leita hefnda í kvöld Heil umferð er á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og einn leikur er á dagskrá í kvennaflokki. Stórleikur kvöldsins er viðureign Keflavíkur og Grindavíkur í Keflavík, en þar munu heimamenn eflaust vilja hefna ófaranna í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi. Sport 23. febrúar 2006 17:00
Tap Keflvíkinga stendur Áfrýjunardómstóll KKÍ hefur staðfest að tap Keflvíkinga í leik gegn Hamri/Selfoss frá því í janúar skuli standa, en þar voru Keflvíkingum dæmt tap fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni. Keflavík áfrýjaði dómnum á grundvelli þess að leikmaðurinn kom ekki við sögu í leiknum, en því hefur nú verið vísað frá. Sport 15. febrúar 2006 17:09
Auðvelt hjá toppliðunum Toppliðin í Iceland Express deild karla í körfubolta unnu öll sannfærandi sigra í leikjum kvöldsins. Njarðvíkingar sigruðu ÍR 88-71 á heimavelli, Keflavík vann öruggan sigur á Haukum í Hafnarfirði, KR lagði Þór 86-77 og Grindvíkingar rótburstuðu Hött á Egilsstöðum 127-70. Sport 12. febrúar 2006 21:19
Heil umferð í kvöld Sex leikir verða á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Haukar taka á móti Keflavík, KR fær Þór í heimsókn, Njarðvík mætir ÍR, Fjölnir og Snæfell eigast við í Grafarvogi, Skallagrímur og Hamar/Selfoss mætast í Borgarnesi og Grindvíkingar fara austur á hérað og mæta Hetti á Egilsstöðum. Sport 12. febrúar 2006 17:05
Heil umferð í kvöld Heil umferð verður á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og hefjast allir leikirnir klukkan 19:15. Snæfell mætir Grindavík, Hamar/Selfoss tekur á móti Njarðvík, Haukar mæta KR, Þór tekur á móti Skallagrími, Keflavík mætir Hetti og ÍR fær Fjölni í heimsókn í Seljaskóla. Sport 9. febrúar 2006 16:30
Haukar fá erlendan leikmann Körfuknattleikslið Hauka hefur fengið til liðs við sig nýjan erlendan leikmann að nafni Bojan Bojovic. Hann er 203 cm á hæð, vegur 105 kíló og kemur frá Serbíu. Bojovic hefur spilað í Bosníu undanfarið og vonir standa til að hann verði klár í slaginn í næsta leik Hauka sem er gegn KR. Sport 3. febrúar 2006 18:45
Snæfell burstaði Hött Snæfell burstaði Hött 101-77 á Egilsstöðum í kvöld, en leiknum var frestað í gærkvöldi vegna ófærðar. Höttur er því enn í neðsta sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig úr 15 leikjum, en Snæfellingar eru nú í því sjöunda með 16 stig. Sport 30. janúar 2006 21:08
Naumur sigur Keflvíkinga á KR Keflvíkingar lögðu KR 95-92 í æsispennandi leik í vesturbænum í kvöld, þar sem úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins. Njarðvíkingar lögðu Þór 82-74, Fjölnir lagði Hamar 113-103, Grindavík sigraði ÍR 113-98 og Skallagrímur lagði Hauka í Borgarnesi 112-94. Leik Hattar og Snæfells var frestað þangað til á morgun. Sport 29. janúar 2006 21:33
Stórleikur í vesturbænum Heil umferð er á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign KR-inga og Keflvíkinga í DHL-höllinni. Þá tekur Skallagrímur á móti Haukum,, Fjölnir fær Hamar/Selfoss í heimsókn, Grindavík tekur á móti ÍR og Njarðvík tekur á móti Þór. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Leik Hattar og Snæfells hefur verið frestað vegna ófærðar. Sport 29. janúar 2006 18:40
Keflavík marði Snæfell Heil umferð fór fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Keflvíkingar mörðu sigur á Snæfelli á heimavelli sínum 86-84, Njarðvík lagði Hauka á útivelli 97-72, Grindavík lagði Hamar 83-72, Þór tapaði heima fyrir Fjölni 87-80, KR lagði Skallagrím 85-75 og ÍR sigraði Hött 94-81 í Seljaskóla. Sport 26. janúar 2006 21:18
Heil umferð í kvöld Heil umferð er á dagskrá í körfuknattleik karla í kvöld og hefjast leikirnir allir nú klukkan 19:15. Haukar og Njarðvík mætast í Hafnarfirði, Hamar/Selfoss mætir Grindavík, Þór fær Fjölni í heimsókn, Keflavík mætir Snæfelli, KR fær Skallagrím í heimsókn og ÍR tekur á móti Hetti í Seljaskóla. Sport 26. janúar 2006 19:07
Höttur fær liðsstyrk Úrvalsdeildarlið Hattar á Egilsstöðum hefur fengið til sín serbneskan leikmann að nafni Zekovic Milojica sem er 202 cm hár framherji og á að baki landsleiki fyrir þjóð sína. Að sögn Gísla Sigurðssonar, leikmanns Hattar, er Milojica þessi hinn mesti hvalreki fyrir liðið og ku vera góð skytta og frábær liðsmaður. Sport 20. janúar 2006 19:30
Hamri dæmdur sigur á Keflavík Dómstóll KKÍ hefur dæmt liði Hamars/Selfoss sigur í leik liðsins gegn Keflavík þann 12. janúar síðastliðinn, eftir að sannað þótti að Guðjón Skúlason leikmaður Keflavíkur var ekki löglegur með liðinu vegna þess að um frestaðan leik var að ræða. Hamri hefur því verið dæmdur 20-0 sigur í leiknum. Sport 20. janúar 2006 18:36
Skallagrímur sigraði Keflavík Skallagrímur vann góðan sigur á Keflavík í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld 98-88 í Borgarnesi. George Byrd skoraði 27 stig og hirti 13 fráköst fyrir Skallagrím, en AJ Moye var atkvæðamestur hjá Keflvíkingum með 22 stig. Sport 19. janúar 2006 22:31
Stórleikur í Njarðvík Þrettánda umferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta klárast í kvöld með fimm leikjum. Stórleikur kvöldsins er viðureign toppliðs Njarðvíkur og KR í Njarðvík, en auk þess verður viðureign Skallagríms og Keflavíkur í Borgarnesi væntanlega hörkuspennandi. Grindavík tekur á móti Þór, Snæfell mætir ÍR og loks fá Fjölnismenn Hauka í heimsókn í Grafarvoginn. Sport 19. janúar 2006 18:15
Annar sigur Hattar Lið Hattar á Egilsstöðum vann í kvöld góðan sigur á Hamri/Selfoss í úrvaldsdeild karla í körfubolta 84-74 á Egilsstöðum. Þetta var aðeins annar sigur liðsins í deildinni í vetur og með honum lyfti liðið sér af botninum, en er þó enn í fallsæti. Sport 17. janúar 2006 22:33
Keflvíkingar upp að hlið granna sinna Karlalið Keflavíkur sigraði Hamar/Selfoss í leik kvöldsins í Iceland Express-deildinni í körfubolta í Keflavík í kvöld 88-77. Keflvíkingar eru með sigrinum komnir með 20 stig á toppi deildarinnar eins og grannar þeirra í Njarðvík, en Hamar/Selfoss er sem fyrr í 10. sætinu með 6 stig eftir 12 umferðir. Sport 12. janúar 2006 21:31
KR mætir Keflavík Í dag var dregið í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í karla- og kvennaflokki. Stórleikurinn í karlaflokki er án efa viðureign KR og Keflavíkur, en leikirnir fara fram dagana 21. og 22. janúar næstkomandi. Sport 10. janúar 2006 13:12
Mikill karakter hjá KR Leikmenn KR sýndu mikinn karakter með því að ná framlengingu og að lokum sigri gegn Fjölni á heimavelli sínum í Iceland-Express deildinni í gær eftir að hafa verið 14 stigum undir þegar 4. leikhluti var hálfnaður. Sport 6. janúar 2006 11:00
Njarðvík og Grindavík töpuðu Það urðu heldur betur óvænt úrslit í úrvalsdeild karla í kvöld þegar heil umferð var leikin. Efsta lið deildarinnar, Njarðvík, þurfti að sætta sig við tap í Borgarnesi gegn frísku liði Skallagríms 96-78. Þá lágu grannar þeirra í Grindavík mjög óvænt fyrir botnliði Hauka í Hafnarfirði, 98-82. Sport 5. janúar 2006 21:04
Heil umferð í kvöld Sex leikir eru á dagskrá í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld. Skallagrímur tekur á móti toppliði Njarðvíkur, Hamar/Selfoss mætir Snæfelli, botnlið Hauka fær Grindvíkinga í heimsókn, Þór mætir Hetti, Keflavík tekur á móti ÍR og KR fær Fjölni í heimsókn. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Sport 5. janúar 2006 16:30