Daníel Guðni: Ég tek þessi tvö stig allan daginn „Við gerðum þetta óþarflega erfitt. Þeir misstu Bandaríkjamanninn sinn snemma út og hann var ófær til vinnu í leiknum og við nutum góðs af því,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur á Þór Akureyri í kvöld. Körfubolti 8. október 2021 20:15
Baldur hefur tapað fimm sinnum í röð á móti Val Tindastóll tekur á móti Val í Subway-deild karla í körfubolta í stórleik kvöldsins en þetta er fyrsti deildarleikur liðanna á tímabilinu. Körfubolti 8. október 2021 16:31
Boltinn lýgur ekki: Kári verður bestur en veldur Hjálmar vonbrigðum? Liðsmenn útvarpsþáttarins Boltinn lýgur ekki eru mjög spenntir fyrir vetrinum hjá Val og þá sérstaklega Kára Jónssyni. Fyrsti þátturinn var sendur út í gær á X977. Körfubolti 8. október 2021 13:15
Teitur varð afi í beinni útsendingu Teitur Örlygsson átti í smá erfiðleikum með að einbeita sér í Tilþrifunum í gær, og það skiljanlega. Körfubolti 8. október 2021 09:01
Umfjöllun og viðtal: Stjarnan - ÍR 113-102 | Heimamenn unnu í framlengingu Stjörnumenn unnu torsóttan sigur á ÍR í fyrsta leik sínum í Subway-deild karla í Garðabæ í kvöld. Lokatölur venjulegs leiktíma 99-99 en Stjörnumenn stigu upp undir lokin og kláruðu svo leikinn í framlengingu 113-102. Körfubolti 7. október 2021 23:12
Umfjöllun: Vestri - Keflavík 99-101 | Nýliðarnir óheppnir að ná ekki sigri gegn deildarmeisturunum Vestri tók á móti deildarmeisturunum frá Keflavík í sínum fyrsta leik í efstu deild í háa herrans tíð. Það er óhætt að segja að nýliðarnir hafi staðið í deildarmeisturunum, en lokatölur urðu 99-101, Keflvíkingum í vil, eftir tvöfalda framlengingu. Körfubolti 7. október 2021 23:10
Arnar Guðjónsson: Mér fannst við bara ekki hitta neitt Stjörnumenn unnu torsóttan sigur á ÍR í fyrsta leik sínum í Subway-deild karla í Garðabæ í kvöld. Lokatölur venjulegs leiktíma 99-99 en Stjörnumenn stigu upp undir lokin og kláruðu svo leikinn í framlengingu 113-102. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur í leikslok. Körfubolti 7. október 2021 22:48
Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 128-117 | Lítill varnarleikur, ótrúlegt magn stiga og framlengt er KR vann Breiðablik Það fór ekki mikið fyrir varnarleiknum þegar KR vann Breiðablik í fyrstu umferð Subway deildar karla í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikar enduðu 128-117 eftir framlengdan leik. Körfubolti 7. október 2021 22:24
Helgi Magnússon: Við gerum atlögu að titlunum KR lagði Breiðablik í hreint út sagt ótrúlegum leik á Meistaravöllum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 128-117 fyrir heimamenn en leikið var í fyrstu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Varnarleikurinn var ekki til útflutnings en þjálfari KR, Helgi Már Magnússon, var ánægður með að ná í sigurinn þó að það væri mikið sem þyrfti að laga. Sérstaklega varnarlega. Körfubolti 7. október 2021 21:46
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Þ. 107-82 | Njarðvík skaut Íslandsmeistarana í kaf Íslandsmeistarar Þórs Þ. hófu titilvörn sína í Njarðvík þar sem að bikarmeistararnir tóku á móti þeim. Liðin mættust fyrir tæpri viku í Meistarakeppni KKÍ þar sem að Þórsarar höfðu betur, en Njarðvíkingar hefndu svo sannarlega fyrir það í kvöld með 25 stiga sigri, 107-82. Körfubolti 7. október 2021 20:55
Logi á sínu 25. tímabili: 25 er góð tala Njarðvík byrjar tímabilið í Subway-deildinni frábærlega. Liðið vann 25 stiga sigur á heimavelli gegn Íslandsmeisturunum frá Þorlákshöfn. Logi Gunnarsson tók það á sig þjálfaraviðtalið eftir leik þar sem Benedikt Guðmundsson tók út leikbann. Körfubolti 7. október 2021 20:33
Þungavigtin: Matthías sagði sína skoðun á stjórnlausa svartholinu Tyler Sabin Bandaríkjamaðurinn Tyler Sabin fór á kostum með KR-ingum í körfuboltanum á síðustu leiktíð en það voru ekki allir liðsfélagarnir nógu ánægðir með hann. Matthías Orri Sigurðsson sagði sína skoðun á Sabin þegar hann mætti í hlaðvarpsþáttinn Þungavigtina. Körfubolti 7. október 2021 11:31
Skrautlegar spár í dag: ÍR spáð titlinum og Keflavík spáð neðsta sætinu Fulltrúar liðanna í Subway deild karla í körfubolta voru sumir að setja liðin í furðuleg sæti í spá sinni fyrir komandi tímabil en hún var birt á á Grand Hótel í dag. KKÍ sýndi fram á þetta svart á hvítu með því að sýna það hvar liðunum var spáð. Körfubolti 5. október 2021 15:00
Darri segir að körfuboltinn sé að berjast fyrir tilverurétti sínum hjá Val Darri Freyr Atlason var í sínum fyrsta þætti af Körfuboltakvöldi í gær og þar fékk hann það verkefni ásamt hinum sérfræðingunum að meta það hversu mikil pressa væri á þjálfurum úrvalsdeildar karla fyrir fyrsta leik. Körfubolti 5. október 2021 14:00
Njarðvík og Haukum spáð sigri í Subway deildunum í körfubolta í vetur Benedikt Guðmundsson gerir Njarðvík að Íslandsmeisturum á fyrsta ári sínu í Ljónagryfjunni og Helena Sverrisdóttir kemur með Íslandsbikarinn heim á Ásvelli ef marka má spá félaganna sjálfra. Körfubolti 5. október 2021 12:31
„Erfiðasta umhverfið í Evrópu“ og dúnninn í Garðabænum Kjartan Atli Kjartansson spurði sérfræðinga sína út í það í fyrsta Körfuboltakvöldi vetrarins hversu mikil pressa væri á þjálfurum úrvalsdeildar karla fyrir fyrsta leik. Körfubolti 5. október 2021 12:00
Svona var kynningarfundurinn fyrir úrvalsdeildirnar í körfubolta Vísir er með beina útsendingu frá kynningarfundi fyrir úrvalsdeildir karla og kvenna í körfubolta. Körfubolti 5. október 2021 11:45
Körfuboltakvöld fer aftur af stað í kvöld en svona endaði þetta á síðasta tímabili Fyrsti þátturinn af Körfuboltakvöldi verður á Stöð 2 Sport í kvöld en þar verður spáð í spilin fyrir komandi tímabil í úrvalsdeild karla í körfubolta. Körfubolti 4. október 2021 17:00
Matthías Orri og Darri úr KR í Körfuboltakvöld Fyrsti þátturinn af Körfuboltakvöldi verður á Stöð 2 Sport í kvöld og eins og hjá öllum liðum deildarinnar þá hafa orðið mannabreytingar milli tímabila. Körfubolti 4. október 2021 15:30
Grindvíkingar fundu eftirmann Dags í Ísrael Grindvíkingar hafa styrkt liðið sitt fyrir komandi tímabil í úrvalsdeild karla í körfubolta og fundið um leið mann fyrir leikstjórnandann Dag Kár Jónsson sem fór á dögunum út í atvinnumennsku. Körfubolti 4. október 2021 15:09
Íslenski fáninn á besta stað í höllinni hjá Davidson háskólanum Íslenskur körfubolti á flottan fulltrúa hjá liði Davidson í bandaríska háskólakörfuboltanum því Íslandsmeistarinn Styrmir Snær Þrastarson hóf nám í skólanum í sumar. Körfubolti 1. október 2021 13:01
Risaleikur í fyrstu umferð bikarkeppninnar hjá konunum Dregið var í fyrstu umferðir VÍS bikars karla og kvenna í körfubolta í dag. Körfubolti 30. september 2021 15:08
Nýir erlendir leikmenn KR-inga þekkja vel til í íslensku deildinni KR-ingar staðfestu í gærkvöldi komu tveggja erlendra leikmanna til liðsins og báðir hafa þeir spilað áður í úrvalsdeildinni á Íslandi. Körfubolti 28. september 2021 16:30
Njarðvíkingar ætla að skipta Ljónagryfjunni út fyrir Stapaskóla Njarðvík er búin að finna leið til að búa til pláss fyrir fleiri áhorfendur á heimaleikjum liðsins í körfunni en það verður þó ekki gert með því að stækka Ljónagryfjuna. Körfubolti 22. september 2021 13:30
Hætti við Úkraínudvöl og lendir aftur í Keflavík Keflavík endurheimtir á næstu dögum Bandaríkjamanninn CJ Burks sem mun spila með liðinu í stað Brians Halums í vetur. Körfubolti 22. september 2021 10:30
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Tindastóll 86-81 | Stjarnan í úrslit eftir háspennuleik Það var viðbúið að leikur Stjörnunnar og Tindastóls, í undanúrslitum VÍS bikarsins, yrði hörkuleikur. Það varð raunin en á endanum vann Stjarnan fimm stiga sigur.86-81, í miklum spennuleik. Körfubolti 16. september 2021 22:40
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - ÍR 109-87| Njarðvík í bikarúrslit eftir flugeldasýningu Njarðvík er komið í bikarúrslit í VÍS bikarnum. Eftir 22 stiga sigur 109-87.Yfirburðir Njarðvíkur í kvöld voru rosalegir. Njarðvík komst um miðjan fyrri hálfleik 20 stigum yfir og gáfu ÍR aldrei möguleika á að komast inn í leikinn. Körfubolti 16. september 2021 20:37
Benedikt Guðmundsson: Markmiðið er að bæta við fána í Ljónagryfjuna Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar sáttur með að vera kominn í bikarúrslit. Sport 16. september 2021 20:10
Callum Lawson í Val Callum Lawson, sem lék lykilhlutverk í íslandsmeistaraliði Þórs frá Þorlákshöfn í vor er genginn til liðs við Val í sömu deild. Þetta kemur fram á facebook síðu körfuknattleiksdeildar Vals. Körfubolti 12. september 2021 08:01
Íslandsmeistararnir sækja argentínskan liðsstyrk Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn hafa samið við Luciano Massarelli, argentínskan leikstjórnanda, fyrir komandi átök í úrvalsdeild karla í körfubolta. Körfubolti 5. september 2021 11:00
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti