Umfjöllun: Keflavík – Tindastóll 92-75 | Heimamenn svöruðu og einvígið er jafnt Árni Jóhannsson skrifar 8. apríl 2022 22:50 Keflavík svaraði fyrir tapið á Króknum og Mustapha Heron lék mun betur Vísir/Bára Dröfn Keflavík og Tindastóll mættust í öðrum leik liðanna í einvígi sínu í 8-liða úrslitum í Subway deild karla fyrr í kvöld. Mikið var undir, sérstaklega fyrir Keflavík, þar sem lið vinna sjaldan upp tveggja leikja mun í einvigjum í úrslitakeppninni í körfubolta. Keflvíkingar svöruðu síðasta leik og unnu 92-75 sigur og jöfnuðu metin í einvíginu. Það var augljóst að mikið var undir í leiknum í kvöld enda komst hvorugt liðið í takt sóknarlega lengi framan af. Javon Bess til dæmis skoraði ekki utan af velli í fyrri hálfleik og Darius Tarvydas hitti úr einu skoti í sex tilraunum utan af velli þegar búið var að leika 20 mínútur. Tindastóll hafði örlítið frumkvæði og leiddi lekinn 19-21 eftir fyrsta leikhluta og voru komnir í 20-27 þegar um tvær mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta. Þá tóku heimamenn við sér, urðu betri varnarlega, betri sóknarlega ásamt því að Stólarnir misstu algjörlega einbeitinguna og jafnvel sjálfstraustið líka. Keflvíkingar ruku á 18-0 sprett og breyttu stöðunni úr 20-27 í 38-27. Þar með var lagður grunnur að sigri heimamanna í kvöld. Tindastóll rankaði við sér og náði að laga stöðuna áður en fyrri hálfleikur leið undir lok og var staðan 41-34 fyrir heimamenn þegar gengið var til búningsherbergja. Hittni liðanna var ekki góð og augljóst að menn voru stressaðir. Stólarnir komu svo trítilóðir út í seinni hálfleik og gerðu fyrstu fimm stigin og náðu að draga Keflvíkinga niður í eins stiga forskot og héldu margir að andinn sem hefur verið í Skagafirðinum væri að fara að lygta Tindastól upp fyrir heimamenn. Darius Tarvydas hélt nú ekki og á skömmum tíma var hann búinn að skora 10 stig fyrir heimamenn og Keflvíkingar náðu aftur áttum í varnarleik sínum. Staðan var því orðin 56-46 fyrir heimamenn þegar þriðji leikhluti var rúmlega hálfnaður og komust þeir upp í 16 stiga forskot áður en gestirnri náðu vopnum sínum aftur og minnka muninn niður í sex stig þegar einn leikhluti var eftir af leiknum. Eins og lesendur geta séð þá gekk sjálfstraust liðanna í bylgjum í leiknum eins og gengur og gerist í körfuknattleik. Liðið sem næði að teygja úr sínum góða kafla var líklegast til að vinna leikinn. Heimamenn komu fullir sjálfstrausts út í fjórða leikhlutann og skoruðu fyrstu sex stigin. Taiwo Badmuss var sá eini sem var með meðvitund í sóknarleik gestanna að því er virðist og hélt sínum mönnum inn í leiknum ásamt því að Sigurður Þorsteinsson setti fjögur af sex stigum sínum á skömmum tíma í fjórða leikhluta og var staðan 76-71 þegar tæpar fjórar mínútur lifðu af leiknum. Þá skelltu Keflvíkingar í lás aftur ásamt því að Stólarnir misstu hausinn eilítið. Keflvíkingar gengu á lagið þegar skotin byrjuðu aftur að klikka hjá gestunum og töpuðu boltunum fjölgaði og skoruðu 16 stig á móti fjórum á síðustu mínútunum. Keflvíkingar náðu að skora glæsikörfur í bland til að skrúfa upp stemmninguna í Sláturhúsinu og þannig þakka stuðningsmönnum sínum stuðninginn og trúna. Leiknum lauk 92-75 og veislan heldur áfram á Sauðárkrók á mánudaginn næstkomandi. Afhverju vann Keflavík? Keflvíkingar mættu tilbúnir í slaginn í kvöld og fundu kraftinn sem hefur vantað undanfarið í þeirra leik. Þeir gerðu vel varnarlega og börðust mikið meira og lengur en í leiknum á undan. Til marks um þetta þá héldu þeir Tindastól í 32% skotnýtingu og unnu frákasta baráttuna 60-35. Hvað gekk illa? Tindastól gekk illa að skora. Það er það sem gekk illa og gekk það mjög illa. Þeir hittu illa utan af velli eins og áður hefur komið fram og hittu líka illa af vítalínunni eða 65%. Það er ekki vænlegt til árangurs þegar á þetta stig keppninnar er komið. Tölfræði sem vakti athygli? Tindastóll stal fleiri boltum í kvöld, 5-10, Keflvíkingar töpuðu einnig fleiri boltum í kvöld, 19-14 en það voru Keflvíkingar sem skoruðu fleiri stig eftir tapaða bolta. Þeir skoruðu 13 stig á móti 10 eftir að andstæðingurinn tapaði boltanum og er það eenn til marks um það hversu illa gekk hjá gestunum úr Skagafirði að skora í kvöld. Þá settu leikmenn Keflavíkur 121 framlagspunkt á töfluna á móti 72 framlagspunktum frá gestunum. Það mætti nærrum því segja að Tindastóll hafi ekki verið með í kvöld. Bestir á vellinum? Darius Tarvydas var langbesti maðurinn á vellinum. Hann skoraði 25 stig, tók 17 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Það skilaði 32 framlagspunktum. Keflvíkingar fengu framlag úr mörgum áttum en ég ætla að nefna Arnór Sveinsson til leiks hér einnig. Kappinn spilaði nærrum því 16 mínútur og unnu Keflvíkingar þær mínútur með 17 stigum. Hann gerði ýmislegt þó það komi ekki fram í tölfræðiskýrslunni til að hjálpa sínum mönnum og hlýtur að fá hrós frá þjálfarateyminu. Hjá Tindastól var Taiwo Badmuss sá eini sem var með lífsmarki sóknar- og varnarlega. Hann skilaði 22 stigum, sjö fráköstum og þremur vörðum skotum. Aðrir leikmenn Stólanna hafa átt betri dag. Hvað næst? Liðin halda norður í Skagafjörð og leika þriðja leikinn í einvíginu. Nú hafa bæði lið fengið á kjaftinn og í raun snýst næsti leikur um það hvort liðið nær áttum fyrr. Munurinn á liðunum er líklega ekki mikill sé litið á hópana en það er hvernig menn mæta til leiks sem hefur skipt máli hingað til og það verður fróðlegt að sjá hvort bæði lið mæti á mánudaginn. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Subway-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll
Keflavík og Tindastóll mættust í öðrum leik liðanna í einvígi sínu í 8-liða úrslitum í Subway deild karla fyrr í kvöld. Mikið var undir, sérstaklega fyrir Keflavík, þar sem lið vinna sjaldan upp tveggja leikja mun í einvigjum í úrslitakeppninni í körfubolta. Keflvíkingar svöruðu síðasta leik og unnu 92-75 sigur og jöfnuðu metin í einvíginu. Það var augljóst að mikið var undir í leiknum í kvöld enda komst hvorugt liðið í takt sóknarlega lengi framan af. Javon Bess til dæmis skoraði ekki utan af velli í fyrri hálfleik og Darius Tarvydas hitti úr einu skoti í sex tilraunum utan af velli þegar búið var að leika 20 mínútur. Tindastóll hafði örlítið frumkvæði og leiddi lekinn 19-21 eftir fyrsta leikhluta og voru komnir í 20-27 þegar um tvær mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta. Þá tóku heimamenn við sér, urðu betri varnarlega, betri sóknarlega ásamt því að Stólarnir misstu algjörlega einbeitinguna og jafnvel sjálfstraustið líka. Keflvíkingar ruku á 18-0 sprett og breyttu stöðunni úr 20-27 í 38-27. Þar með var lagður grunnur að sigri heimamanna í kvöld. Tindastóll rankaði við sér og náði að laga stöðuna áður en fyrri hálfleikur leið undir lok og var staðan 41-34 fyrir heimamenn þegar gengið var til búningsherbergja. Hittni liðanna var ekki góð og augljóst að menn voru stressaðir. Stólarnir komu svo trítilóðir út í seinni hálfleik og gerðu fyrstu fimm stigin og náðu að draga Keflvíkinga niður í eins stiga forskot og héldu margir að andinn sem hefur verið í Skagafirðinum væri að fara að lygta Tindastól upp fyrir heimamenn. Darius Tarvydas hélt nú ekki og á skömmum tíma var hann búinn að skora 10 stig fyrir heimamenn og Keflvíkingar náðu aftur áttum í varnarleik sínum. Staðan var því orðin 56-46 fyrir heimamenn þegar þriðji leikhluti var rúmlega hálfnaður og komust þeir upp í 16 stiga forskot áður en gestirnri náðu vopnum sínum aftur og minnka muninn niður í sex stig þegar einn leikhluti var eftir af leiknum. Eins og lesendur geta séð þá gekk sjálfstraust liðanna í bylgjum í leiknum eins og gengur og gerist í körfuknattleik. Liðið sem næði að teygja úr sínum góða kafla var líklegast til að vinna leikinn. Heimamenn komu fullir sjálfstrausts út í fjórða leikhlutann og skoruðu fyrstu sex stigin. Taiwo Badmuss var sá eini sem var með meðvitund í sóknarleik gestanna að því er virðist og hélt sínum mönnum inn í leiknum ásamt því að Sigurður Þorsteinsson setti fjögur af sex stigum sínum á skömmum tíma í fjórða leikhluta og var staðan 76-71 þegar tæpar fjórar mínútur lifðu af leiknum. Þá skelltu Keflvíkingar í lás aftur ásamt því að Stólarnir misstu hausinn eilítið. Keflvíkingar gengu á lagið þegar skotin byrjuðu aftur að klikka hjá gestunum og töpuðu boltunum fjölgaði og skoruðu 16 stig á móti fjórum á síðustu mínútunum. Keflvíkingar náðu að skora glæsikörfur í bland til að skrúfa upp stemmninguna í Sláturhúsinu og þannig þakka stuðningsmönnum sínum stuðninginn og trúna. Leiknum lauk 92-75 og veislan heldur áfram á Sauðárkrók á mánudaginn næstkomandi. Afhverju vann Keflavík? Keflvíkingar mættu tilbúnir í slaginn í kvöld og fundu kraftinn sem hefur vantað undanfarið í þeirra leik. Þeir gerðu vel varnarlega og börðust mikið meira og lengur en í leiknum á undan. Til marks um þetta þá héldu þeir Tindastól í 32% skotnýtingu og unnu frákasta baráttuna 60-35. Hvað gekk illa? Tindastól gekk illa að skora. Það er það sem gekk illa og gekk það mjög illa. Þeir hittu illa utan af velli eins og áður hefur komið fram og hittu líka illa af vítalínunni eða 65%. Það er ekki vænlegt til árangurs þegar á þetta stig keppninnar er komið. Tölfræði sem vakti athygli? Tindastóll stal fleiri boltum í kvöld, 5-10, Keflvíkingar töpuðu einnig fleiri boltum í kvöld, 19-14 en það voru Keflvíkingar sem skoruðu fleiri stig eftir tapaða bolta. Þeir skoruðu 13 stig á móti 10 eftir að andstæðingurinn tapaði boltanum og er það eenn til marks um það hversu illa gekk hjá gestunum úr Skagafirði að skora í kvöld. Þá settu leikmenn Keflavíkur 121 framlagspunkt á töfluna á móti 72 framlagspunktum frá gestunum. Það mætti nærrum því segja að Tindastóll hafi ekki verið með í kvöld. Bestir á vellinum? Darius Tarvydas var langbesti maðurinn á vellinum. Hann skoraði 25 stig, tók 17 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Það skilaði 32 framlagspunktum. Keflvíkingar fengu framlag úr mörgum áttum en ég ætla að nefna Arnór Sveinsson til leiks hér einnig. Kappinn spilaði nærrum því 16 mínútur og unnu Keflvíkingar þær mínútur með 17 stigum. Hann gerði ýmislegt þó það komi ekki fram í tölfræðiskýrslunni til að hjálpa sínum mönnum og hlýtur að fá hrós frá þjálfarateyminu. Hjá Tindastól var Taiwo Badmuss sá eini sem var með lífsmarki sóknar- og varnarlega. Hann skilaði 22 stigum, sjö fráköstum og þremur vörðum skotum. Aðrir leikmenn Stólanna hafa átt betri dag. Hvað næst? Liðin halda norður í Skagafjörð og leika þriðja leikinn í einvíginu. Nú hafa bæði lið fengið á kjaftinn og í raun snýst næsti leikur um það hvort liðið nær áttum fyrr. Munurinn á liðunum er líklega ekki mikill sé litið á hópana en það er hvernig menn mæta til leiks sem hefur skipt máli hingað til og það verður fróðlegt að sjá hvort bæði lið mæti á mánudaginn.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum