Baldur: Hrikalega leiðinlegt að tapa svona og sárt Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var ósáttur að hafa ekki náð að vinna Stjörnuna í lokaumferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Stjörnumenn sigruðu, 96-102, eftir framlengingu. Körfubolti 10. maí 2021 22:04
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Þór Þ. 88-73 | Njarðvíkingar sleppa við fall Njarðvíkingar sluppu við fall en voru á sama tíma hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppnina þegar uppi var staðið. Körfubolti 10. maí 2021 22:01
Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 112-101 | KR-ingar með góðan sigur sem var samt ekki nóg til að halda 4. sætinu Góður seinni hálfleikur KR-inga gerði þeim kleyft að vinna ÍR nokkuð þægilega 112-99. Þeir misstu samt af heimavallarréttinum í 8-liða úrslitum þar sem þeir mæta Valsmönnum. Körfubolti 10. maí 2021 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Stjarnan 96-102 | Stólarnir sluppu inn í úrslitakeppnina Stjarnan gerði góða ferð á Sauðárkrók og vann Tindastól, 96-102, eftir framlengingu í lokaumferð Domino's deildar karla í kvöld. Körfubolti 10. maí 2021 21:52
Brynjar Þór: Maður var farinn að telja niður þessa síðustu leiki Brynjar Þór Björnsson átti góðan leik, þá sérstaklega þriðja leikhluta, þegar KR lagði ÍR í DHL-höllinni fyrr í kvöld 112-102. Kappinn er spenntur að mæta gömlum félögum í 8-liða úrslitum en hefði viljað heimavallarréttinn. Körfubolti 10. maí 2021 21:32
Spiluðum ekki eins og þetta hafi verið síðasti leikur fyrir úrslitakeppni Valur vann sannfærandi sigur á Grindavík í kvöld 91 - 76. Valur þurfti að vinna leikinn til að fá heimaleik í fyrstu umferð sem þeir gerðu en Jón Arnór Stefánsson var ósáttur með leik Vals. Sport 10. maí 2021 21:30
Svona lítur úrslitakeppnin í Domino’s deildinni út Síðasta umferðin í Domino’s deild karla lauk í kvöld en það er því orðið ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppni deildarinnar. Körfubolti 10. maí 2021 21:18
Leik lokið: Þór Ak. - Haukar 96-87 | Þórsarar í úrslitakeppni Þór Akureyri endar Domino's deildina á sigri og tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Körfubolti 10. maí 2021 20:56
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 62-74 | Seigla Keflavíkur felldi Hött Höttur er fallinn úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 62-74 tap gegn deildarmeisturum Keflavíkur á Egilsstöðum í kvöld. Keflavík nýtti skot sín í seinni hálfleik en tilraunir Hattar geiguðu. Körfubolti 10. maí 2021 20:55
Flestallt lokað á Króknum en leikur við Stjörnuna í kvöld: „Mér finnst það svolítið skrýtið“ Þrátt fyrir að skólum, fyrirtækjum, sundlaugum og skíðasvæði hafi verið lokað í Skagafirði vegna kórónuveirusmita þá verður spilað þar í kvöld í lokaumferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Körfubolti 10. maí 2021 13:32
Kjartan, Teitur og Benni skipta á milli leikjanna í beinni í kvöld Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Domino´s Körfuboltakvöldi ætla að bjóða upp á mjög sérstaka útgáfu af Domino´s Tilþrifunum í kvöld í tilefni af því að þá fer fram lokaumferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Körfubolti 10. maí 2021 13:01
Hatrið ekki slíkt að menn vilji láta Njarðvík falla Keflvíkingar gætu komist í þá stöðu í kvöld að geta sent erkifjendur sína í Njarðvík niður í 1. deild, með því að tapa gegn Hetti á Egilsstöðum. Þeir hafa hins vegar meiri áhuga á því Njarðvík haldi sér uppi og að liðin mætist í úrslitakeppninni. Körfubolti 10. maí 2021 11:31
Bestu og verstu úrslitin fyrir liðin í lokaumferð Dominos í kvöld Sex af átta liðum eru örugg inn í úrslitakeppnina en fjögur lið eiga möguleika á því að fylgja þeim í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 10. maí 2021 11:00
„Að sjálfsögðu eru allir mígandi stressaðir“ Sævar Sævarsson, einn af spekingum Domino's Körfuboltakvölds, segir að Njarðvík sé stórhættulegt lið í úrslitakeppninni, komist þeir þangað. Benedikt Guðmundsson, annar spekingur, bætti við að fallbaráttan væri erfiðust fyrir harða Njarðvíkinga sem þjálfa liðið. Körfubolti 9. maí 2021 12:00
Duglegir og vinnusamir Grindvíkingar að taka við sér á hárréttum tíma Framganga Grindavíkur í síðustu leikjum hefur verið frábær en liðið er að taka við sér skömmu fyrir úrslitakeppni. Frammistaða þeirra var rædd í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. Körfubolti 9. maí 2021 09:46
„Skil ekki hvað Drungilas er að hugsa“ Adomas Drungilas, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var stálheppinn að vera ekki hent út úr húsi er liðið spilaði við nafna sína frá Akureyri í gærkvöldi. Körfubolti 8. maí 2021 14:30
Líkti Zvonko við remúlaði í bragðaref Benedikt Guðmundsson, körfuboltaspekingur, er ekki hrifinn af Zvonko Buljan leikmanni ÍR. Þetta kom fram í Domino's Körfuboltakvöldi sem var á dagskrá í gærkvöldi. Körfubolti 8. maí 2021 12:01
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 101-82 | Deildarmeistararnir í góðum gír Keflavík vann sannfærandi sigur á Val er liðin mættust í Domino´s deild karla í kvöld. Lokatölur 101-82 deildarmeisturum Keflavíkur í vil. Körfubolti 7. maí 2021 22:50
Sóknarleikur Keflavíkur býður upp á marga möguleika sem erfitt er að eiga við Valur tapaði fyrir deildarmeisturum Keflavíkur í kvöld. Keflavík unnu alla leikhluta leiksins og voru betri á öllum sviðum leiksins í kvöld. Körfubolti 7. maí 2021 22:25
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Þór Ak. 103-108 | Mikilvægur sigur Akureyringa Þór Akureyri sótti gríðar mikilvæg tvö stig í Þorlákshöfn í kvöld. Með því lyftir liðið sér upp úr fallhættu og er sem stendur á leið í úrslitakeppnina þegar ein umferð er eftir af Domino´s deild kara. Lokatölur 103-108 gestunum í vil. Körfubolti 7. maí 2021 20:45
Bjarki: Það spáðu okkur allir tólfta sæti og að við ættum bara að éta skít og skömm og falla með sæmd Bjarki Ármann Oddson, þjálfari Þórs Akureyri gat andað léttar í leikslok eftir gríðarlega mikilvægan 108-103 sigur gegn Þór Þorlákshöfn. Þór Akureyri lyftir sér með sigrinum úr fallhættu og er sem stendur í úrslitakeppnissæti fyrir lokaumferðina. Körfubolti 7. maí 2021 20:32
Ná Keflvíkingar að vinna öll hin ellefu liðin í einni halarófu? Deildarmeistarar Keflavíkur taka í kvöld á móti Val í næstsíðustu umferð Domino´s deildar karla. Keflvíkingar hafa að litlu að keppa en sömu sögu er ekki hægt að segja um Valsmenn. Körfubolti 7. maí 2021 14:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Njarðvík 99-106 | Gestirnir flugu upp töfluna eftir ótrúlegan sigur Leikur ÍR og Njarðvíkur var hreint út sagt frábær skemmtun. Bæði lið voru fyrir leik í fallhættu en að sama skapi áttu bæði góða möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Lokatölur 106-99 Njarðvík í vil. Körfubolti 6. maí 2021 22:45
Einn stærsti leikur í sögu Njarðvíkur Njarðvík unnu lífsnauðsynlegan sigur á ÍR í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur sem gerðu lokamínútur leiksins æsispennandi en Njarðvík hafði betur að lokum og unnu 99-106 og var Loga Gunnarssyni leikmanni Njarðvíkur afar létt eftir leikinn. Körfubolti 6. maí 2021 22:40
Þurfum að fara að drullast til að spila almennilega Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var ekki í góðu skapi þegar náð var í hann til að taka viðtal við hann. Körfubolti 6. maí 2021 21:45
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 85-96 | Íslandsmeistararnir höfðu betur í Garðabæ KR hafði tapað fimm leikjum í röð fyrir leik kvöldsins en gengið vel á útivelli. Fór það svo að liðið vann 11 stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, lokatölur 96-85 gestunum úr Vesturbæ í vil. Körfubolti 6. maí 2021 21:20
Mér líður vel undir lokin því Mike getur tekið yfir Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar var að vonum sáttur eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Haukum. Sigurinn þýðir að Höttur á enn möguleika á að halda sæti sínu í Domino´s deild karla en Haukar eru fallnir. Körfubolti 6. maí 2021 20:51
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Tindastóll 93-83 | Gott gengi heimamanna heldur áfram Grindvíkingar unnu sanngjarnan tíu stiga sigur á Tindastóli í Domino´s deild karla í körfuknattleik. Grindvíkingar eiga enn von um að ná heimaleikjarétti í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Körfubolti 6. maí 2021 20:45
Umfjöllun: Haukar - Höttur 100-104 | Hafnfirðingar fallnir en Höttur heldur í vonina Haukar eru fallnir úr Domino´s deild karla eftir tap gegn Hetti á heimavelli í kvöld. Gestirnir halda enn í veika von um að halda sæti sínu í deildinni. Lokatölur 95-101 í Ólafssal í kvöld. Körfubolti 6. maí 2021 19:55
Sextán stig gætu á sama tíma dugað inn í úrslitakeppnina en ekki til að bjarga liði frá falli Lokaumferðir Domino´s deildar karla í körfubolta eiga örugglega eftir að bjóða upp á mikla dramatík enda eru lið á sama tíma á barmi þess að komast í úrslitakeppnina og að falla úr deildinni. Körfubolti 6. maí 2021 14:01