Sveitarstjórnarkosningar 2022

Sveitarstjórnarkosningar 2022

Fréttir og greinar tengdar sveitastjórnarkosningum sem fóru fram 14. maí 2022.


Fréttamynd

Helga Hauks­dóttir vill leiða lista Fram­sóknar í Kópa­vogi

Helga Hauksdóttir gefur kost á sér í oddvitasæti Framsóknar í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnakosningar. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur hún verið varabæjarfulltrúi, formaður skipulagsráðs, formaður svæðisskipulagsnefndar og stjórnarformaður Markaðsstofu Kópavogs.

Innlent
Fréttamynd

Múla­þing gerir vel í leik­skóla­málum

Mikil umræða hefur verið í fjölmiðlum hvernig sveitarfélög víðsvegar yfir landið standa að vistunarúrræðum fyrir börn að loknu fæðingarorlofi. Algengast er að að báðir foreldrar séu útivinnandi og skiptir þá miklu máli fyrir foreldra að fá vistunarúrræði fyrir börn sín þegar fæðingarorlofi líkur til að komast út á vinnumarkaðinn.

Skoðun
Fréttamynd

Álfta­mýri / Ból­staðar­hlíð

Á milli íbúagatnanna Bólstaðarhlíðar og Álftamýrar liggur Kringlumýrarbraut. Fimm akreina stofnbraut sem aðgreindar eru fyrir miðju með grindverki. Göturýmið er breitt og til hliðar við götuna er gróskumikill gróður sem afmarkar skýran jaðar aðliggjandi íbúðarhverfa.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað með Kjalarnesið?

„Strætó er annt um íbúa á Kjalarnesi og möguleika þeirra til að komast á milli staða,“ sagði í færslu Strætó bs. í janúar 2016 en því miður er sannleikurinn sá að íbúar á Kjalarnesi hafa ekki orðið varir við umrædda umhyggju Strætó á þeim sex árum síðan færslan var skrifuð.

Skoðun
Fréttamynd

Kosningastjóri síðast fer nú sjálf í framboð

Sandra Hlíf Ocares gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og sækist eftir 3. sæti. Sandra Hlíf er fædd árið 1980, lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hlaut lögmannsréttindi.

Innlent
Fréttamynd

Björgvin vonarstjarna Framsóknar í borginni

Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður í handbolta ætlar að gefa kost á sér í fyrsta til annað sæti hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni en fram hafði komið að hann lægi undir feldi og íhugaði að bjóða fram krafta sína.

Innlent
Fréttamynd

Í brýnni þörf er best að bíða!

Þann 8. júní árið 2021 var mikill gleðidagur í Garðabæ. Þá var vinningstillaga á hönnun nýs leikskóla í Urriðaholti kynnt. Þarna skyldi rísa 6 deilda leikskóli ætlaður 120 börnum 12 mánaða og eldri. Allt klappað og klárt og næsta skref að undirbúa útboðsgögn og koma byggingunni í framkvæmd því ekki veitti af. Og enn veitir ekki af.

Skoðun
Fréttamynd

Á besta aldri í Reykja­vík

Gott samfélag er samfélag þar sem gott er að eldast; þar sem eldri borgarar eru sjálfs sín ráðandi og taka sjálfir ákvarðanir um eigin mál. Öll eigum við að njóta virðingar, öryggis og tækifæra óháð aldri, kyni, uppruna, fötlun, holdarfari, kynhneygð og svo framvegis.

Skoðun
Fréttamynd

Hverjir eru þingmenn Sósíalista?

Í síðustu kosningum vöktu Sósíalistar verðskuldaða athygli. En árangurinn varð ekki sá sem útlit var fyrir og Sósíalistar fengu engan þingmann. Framboð þeirra hafði engu að síður þó nokkur áhrif á niðurstöður kosninga.

Skoðun
Fréttamynd

Stóri draumurinn um meginlandið

Hver hefur ekki vaknað í borg á meginlandinu, skroppið út á götu og sótt sér nýbakað bakkelsi og gott kaffi á einu horni og bók í bókabúð á öðru horni? Hoppað síðan í næsta vagn sem kemur með stuttu millibili, hvort sem það er til að heimsækja listasafn eða bara niður í bæ?

Skoðun
Fréttamynd

Frítt í stætó tífaldar notkun 61% vilja ekki borgarlínu

Það dró heldur betur til tíðinda í líðandi viku. Í kjölfar greinar minnar Segi það aftur: Frítt í strætó - Vísir (visir.is) sem birt var mánudaginn 31.janúar var efni greinarinnar tekið til umfjöllunar miðvikudaginn 02.febrúar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Skoðun
Fréttamynd

Hafnar­fjörður til fram­tíðar

Markvisst hefur verið unnið að því á kjörtímabilinu að halda álögum á íbúum í lágmarki og sérstaklega hefur verið horft til barnafjölskyldna með það að markmiði að létta þeim róðurinn. Það hefur tekist og er óumdeilt.

Skoðun
Fréttamynd

Handboltakempa ætlar sér fyrsta sætið

Heimir Örn Árnason, fyrrverandi handboltakempa og stjórnandi í Naustaskóla á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Stefán Pálsson ætlar fram fyrir VG í borginni

Stefán Pálsson sagnfræðingur, bjórsérfræðingur og pistlahöfundur stefnir á annað sætið í forvali Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þetta herma öruggar heimildir Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Stórt verk­efni – skammur tími

Hringrásarhagkerfið er nær okkur en margir gera sér grein fyrir. Það var í raun leitt í lög á alþingi og nú er það hlutverk Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga og fylgja lögunum eftir. Þetta kallar á samhent viðbrögð og vinnusemi.

Skoðun