Hvað með Kjalarnesið? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 7. febrúar 2022 17:01 „Strætó er annt um íbúa á Kjalarnesi og möguleika þeirra til að komast á milli staða,“ sagði í færslu Strætó bs. í janúar 2016 en því miður er sannleikurinn sá að íbúar á Kjalarnesi hafa ekki orðið varir við umrædda umhyggju Strætó á þeim sex árum síðan færslan var skrifuð. Íbúar Kjalarness, sem eru að sjálfsögðu Reykvíkingar, eru orðnir langþreyttir á því að vera settir í flokk með sveitarfélögum á landsbyggðinni og krefjast þess að fá sömu almenningssamgöngur og boðið er upp á í öðrum hverfum Reykjavíkur, með sömu samtengingum á milli hverfa. Auðvelt er að taka undir sjónarmið íbúa á Kjalarnesi sem í nafni íbúaráðs sendu Vegagerðinni bréf í upphafi árs og nánast grátbáðu um að tekið yrði tillit til óska ráðsins um fjölgun stoppistöðva Strætó en fyrir liggur að stoppistöðvum mun fækka úr þremur í eina vegna breytinga á Vesturlandsvegi við tvöföldun hans. „Í því samfélagi sem við búum í dag er aukin krafa um að fólk nýti sér almenningssamgöngur og til þess að það geti raungerst þá þarf þjónustan að vera til staðar,“ segir í bréfi íbúaráðs. Það er sjálfsögð krafa að fjölgað verði stoppistöðvum Strætó á Kjalarnesi en það er jafnframt það minnsta sem hægt er að gera fyrir íbúa hverfisins ef það stendur raunverulega vilji til þess að almenningssamgöngur blómstri. Á samfélagsmiðlinum Facebook hafa íbúar Kjalarness látið í sér heyra og eru allar athugasemdir á þessa leið: „Er strætó sem gengur hérna? Ég gafst upp fyrir mörgum árum.“ „Um helgar fer vagn héðan klukkan 10.41 og svo ekki fyrr en rúmlega 14 … og svo kemur hann ekki.“ „Ég get ekki nýtt hann í vinnu og hætti ekki á að komast ekki heim.“ „Af hverju er Kjalarnes ekki inni í leiðarkerfi höfuðborgarsvæðisins?“ Fái ég til þess tækifæri mun ég berjast fyrir því að leiðakerfi Strætó verði leiðrétt þegar kemur að Kjalnesingum. Því þeir eiga það skilið, eins og aðrir Reykvíkingar, að geta nýtt sér almenningssamgöngur. Höfundur er í framboði fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Tengdar fréttir Æði-strákarnir veittu Guðmundi Inga innblástur sem stefnir á þriðja sætið Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga, hefur ákveðið að bjóða sig fram í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hann segir að strákarnir í Æði hafi veitt honum innblástur til að bjóða sig fram. 12. janúar 2022 11:35 Sextán vilja í framboð fyrir Samfylkinguna Sextán manns buðu sig fram til forvals Samfylkingarinnar í Reykjavík. Öll framboðin voru metin gild fyrir forvalið sem fer fram helgina 12. til 13. febrúar. 22. janúar 2022 16:33 Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
„Strætó er annt um íbúa á Kjalarnesi og möguleika þeirra til að komast á milli staða,“ sagði í færslu Strætó bs. í janúar 2016 en því miður er sannleikurinn sá að íbúar á Kjalarnesi hafa ekki orðið varir við umrædda umhyggju Strætó á þeim sex árum síðan færslan var skrifuð. Íbúar Kjalarness, sem eru að sjálfsögðu Reykvíkingar, eru orðnir langþreyttir á því að vera settir í flokk með sveitarfélögum á landsbyggðinni og krefjast þess að fá sömu almenningssamgöngur og boðið er upp á í öðrum hverfum Reykjavíkur, með sömu samtengingum á milli hverfa. Auðvelt er að taka undir sjónarmið íbúa á Kjalarnesi sem í nafni íbúaráðs sendu Vegagerðinni bréf í upphafi árs og nánast grátbáðu um að tekið yrði tillit til óska ráðsins um fjölgun stoppistöðva Strætó en fyrir liggur að stoppistöðvum mun fækka úr þremur í eina vegna breytinga á Vesturlandsvegi við tvöföldun hans. „Í því samfélagi sem við búum í dag er aukin krafa um að fólk nýti sér almenningssamgöngur og til þess að það geti raungerst þá þarf þjónustan að vera til staðar,“ segir í bréfi íbúaráðs. Það er sjálfsögð krafa að fjölgað verði stoppistöðvum Strætó á Kjalarnesi en það er jafnframt það minnsta sem hægt er að gera fyrir íbúa hverfisins ef það stendur raunverulega vilji til þess að almenningssamgöngur blómstri. Á samfélagsmiðlinum Facebook hafa íbúar Kjalarness látið í sér heyra og eru allar athugasemdir á þessa leið: „Er strætó sem gengur hérna? Ég gafst upp fyrir mörgum árum.“ „Um helgar fer vagn héðan klukkan 10.41 og svo ekki fyrr en rúmlega 14 … og svo kemur hann ekki.“ „Ég get ekki nýtt hann í vinnu og hætti ekki á að komast ekki heim.“ „Af hverju er Kjalarnes ekki inni í leiðarkerfi höfuðborgarsvæðisins?“ Fái ég til þess tækifæri mun ég berjast fyrir því að leiðakerfi Strætó verði leiðrétt þegar kemur að Kjalnesingum. Því þeir eiga það skilið, eins og aðrir Reykvíkingar, að geta nýtt sér almenningssamgöngur. Höfundur er í framboði fyrir Samfylkinguna í Reykjavík.
Æði-strákarnir veittu Guðmundi Inga innblástur sem stefnir á þriðja sætið Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga, hefur ákveðið að bjóða sig fram í þriðja sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hann segir að strákarnir í Æði hafi veitt honum innblástur til að bjóða sig fram. 12. janúar 2022 11:35
Sextán vilja í framboð fyrir Samfylkinguna Sextán manns buðu sig fram til forvals Samfylkingarinnar í Reykjavík. Öll framboðin voru metin gild fyrir forvalið sem fer fram helgina 12. til 13. febrúar. 22. janúar 2022 16:33
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar