Sveitarstjórnarkosningar 2022

Sveitarstjórnarkosningar 2022

Fréttir og greinar tengdar sveitastjórnarkosningum sem fóru fram 14. maí 2022.


Fréttamynd

Einn listi bauð fram í Tjörneshreppi

Einn listi bauð fram til sveitarstjórnar í Tjörneshreppi og var hann því sjálfkjörinn svo ekki þurfti að boða til sveitarstjórnarkosningar í hreppnum á laugardag. 

Innlent
Fréttamynd

R-listinn er málið

Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista í Reykjavík, sagðist í viðtölum í gær óska sér að Samfylking, Framsókn, Sósíalistar og VG mynduðu meirihluta í borginni. Þetta er mynstur sem vísar til Reykjavíkurlistans sem náði völdum af Sjálfstæðisflokknum 1994 og stýrði borginni í þrjú kjörtímabil, til 2006.

Skoðun
Fréttamynd

Einar fundar einslega með öllum oddvitunum

Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík ætlar að funda einslega með oddvitum allra flokka í borgarstjórn í dag. Það var sameiginleg niðurstaða á fundi oddvita Vinstri grænna í borginni með félögum sínum og þingmönnum flokksins í Reykjavík að sækjast ekki eftir því að taka þátt í myndun nýs meirihluta í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Dagur hefur ekki svarað sím­tölum Hildar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ekki svarað símtölum Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins. Hún segist hafa rætt við alla oddvitana í borginni eftir kosningar, utan tveggja. 

Innlent
Fréttamynd

100 þúsund kjós­endur sátu heima um helgina

Nokkur umræða hefur verið um kjörsókn í sveitastjórnarkosningunum um helgina. Nú tóku 174.590 eða 63% atkvæðisbærra karla og kvenna þátt, en fyrir fjórum árum voru það 168.657 og hlutfallið 68%. Á sama tíma hefur þjóðinni fjölgað. Samkvæmt Hagstofunni voru 348.450 skráðir hér á landi 1. janúar 2018 en 376.248 þann 1. janúar 2022. Þetta er um 8% fjölgun.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðherra birtist óvænt í miðju viðtali og reyndist sammála viðmælandanum

Svo heppilega vildi til þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur var til viðtals í Íslandi í dag, að Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra gekk framhjá. Hannes bauð honum að setjast með sér og spyrli. Í ljós kom, ef til vill fáum til undrunar, að hann tók heils hugar undir með Hannesi, að það yrði erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að réttlæta myndun nýs meirihluta í Reykjavík með nýföllnum meirihluta.

Innlent
Fréttamynd

Meirihlutarnir fimm sem eru í boði

Eftir yfirlýsingar Vinstri grænna um að taka ekki þátt í myndun nýs meirihluta í borgarstjórn og útilokanir Pírata og Sósíalista á samstarfi við suma flokka koma aðeins fimm meirihlutamyndanir til greina í Reykjavík. 

Innlent
Fréttamynd

Allt opið í Hafnarfirði

Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en telur kjósendur kalla eftir að Samfylking og Framsókn vinni saman. Fráfarandi meirihlutaflokkarnir ræða fyrst saman.

Innlent
Fréttamynd

Margrét og Friðjón oftast útstrikuð í Reykjanesbæ

Af þeim sjö flokkum sem voru í framboði í sveitarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ á laugardaginn var oftast strikað yfir nöfn frambjóðenda Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. 39 sinnum var strikað yfir nöfn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins og 36 sinnum hjá Samfylkingunni.

Innlent
Fréttamynd

Úti­lokar ekki sam­starf með Sjálf­stæðis­flokki

Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, segir flokkinn ekki útiloka meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Hún hefur ekki náð að ræða við alla flokka og því geti hún hvorki útilokað einn né neinn.

Innlent