Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Megan Fox senu­þjófur á rauða dreglinum

MTV verðlaunahátíðin var haldin með miklum glæsibrag í Barclays Center í New York í nótt. Allar helstu stjörnur tónlistarheimsins voru þar samankomnar, bæði nýliðar sem og aðrir eldri og reynslumeiri. Það var mikið um glamúr og dressin voru hvert öðru glæsilegra.

Lífið
Fréttamynd

Hönnunar­fyrir­tækjum fjölgar mest

Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands er mjög áhugavert að sjá að á tíu ára tímabili 2009-2019 hefur fyrirtækjum á sviði hönnunar og arkitektúrs fjölgað mest innan skapandi greina. Þetta eru fyrirtæki á fjölbreytilegu sviði hönnunar, allt frá arkitektastofum yfir í fyrirtæki sem leggja áherslu á fjölbreytta vöruhönnun, stafræna hönnun, grafíska hönnun, fatahönnun og fleira.

Skoðun
Fréttamynd

Ótrúlega smart raðhús í Kópavogi

Á fasteignavef Vísis er til sölu litrík og falleg eign í Kópavogi. Græni liturinn er sjáanlegur í gegnum allt húsið, hvort sem það er á ljósum, veggjum, málverkum eða öðru.

Lífið
Fréttamynd

Settu grill ofan í matarborðið á pallinum

Matgæðingarnir Reynir Þór Róbertsson og Vilborg Ása Fossdal létu sérsmíða einstakt grill sem sett var ofan í miðjuna á matarborðinu á pallinum þeirra. Hjónin höfðu lengi látið sig dreyma um að vera með svona grillborð en létu á dögunum drauminn rætast.

Lífið
Fréttamynd

Matti tók íbúðina í gegn á aðeins fimm vikum

Matthías Óskarsson hefur búið í íbúð sinni í Árbæ í þrjú ár en ákvað á dögunum að gjörbreyta henni. Gulli Helga fékk að fylgjast með og taka þátt í ferlinu og var sýnt frá ævintýrinu í fyrsta þætti vetrarins af Gulla byggi á Stöð 2 í gær. 

Lífið
Fréttamynd

Náttúrulitun í nútímasamhengi á Hönnunarsafni Íslands

Sigmundur Páll Freysteinsson er fatahönnuður sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2019. Hann hefur dvalið í rannsóknarrými Hönnunarsafns Íslands í sumar með það að markmiði að þróa ný kerfi í sjálfbærri hönnun og umhverfisvænni framleiðslu, sem nýtir auðlindir Íslands. 

Menning
Fréttamynd

Íslenskir skór vekja heimsathygli en verða aldrei framleiddir

Alþjóðlegir þungavigtarmiðlar á borð við HYPEBEAST hafa að undanförnu gert nýstárlegum skófatnaði hönnuðarins Sruli Recht skil. Hönnuninni er ætlað að vera svar við loftslagsbreytingum; þrjár tegundir af skóm fyrir framtíð með áfallastreitu, eins og þar segir.

Lífið
Fréttamynd

Skipta englunum út fyrir „það sem konur vilja“

Undirfataframleiðandinn Victoria‘s Secret hefur skipt út hinum víðfrægu englum fyrir konur sem eru frægar fyrir afrek sín, ekki líkama. Ný auglýsingaherferð framleiðandans hefur vakið athygli enda konur af öllum stærðum og gerðum í henni en áður hefur leyndarmál Viktoríu haldið sig við þvengmjóar ofurfyrirsætur.

Tíska og hönnun