

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.
Fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir er búin að finna jóladressið þetta árið. Hún leitaði ekki lagt yfir skammt því hún klæðist sinni eigin hönnun yfir hátíðirnar.
Hönnuðir og listamenn veita lesendum kærkominn innblástur í innpökkun jólagjafa. Hugmyndir þeirra eru ólíkar, frá því að vera einfaldar og stílhreinar í litríkar og fjörugar.
Úr smiðju íslenskra hönnuða kemur fjöldi skemmtilegra muna sem minna á jólin.
Skartgripahönnuðirnir Orri Finnbogason og Helga G. Friðriksdóttir, sem hanna undir merkinu Orrifinn Skartgripir, senda frá sér sína fimmtu skartgripalínu í dag. Línan kallast Milagros og er innblásin af ferðalagi þeirra um Mexíkó og Perú. "Já, í fyrra fórum við í þessa langþráðu reisu og lögðum mikla áherslu á að skoða fornleifar og gömul hof sem Astekar, Majar og Inkar hafa skilið eftir sig,“ segir Helga.
Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir er forfallin áhugakona um húðflúr og skartar nokkrum flúrum sjálf. Nýverið fékk hún sér tvö ný tattú á handleggina sem eru innblásin af kvikmyndinni Blade Runner.
Það voru allir í sínu fínasta pússi við þingsetningu á þriðjudaginn. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, vakti sérstaka athygli en hún klæddist ansi smart dragt. Sömuleiðis vakti Framsóknarkonan Þórunn Egilsdóttir lukku en hún klæddist sínum allra fínustu fötum.
Birna Karen Einarsdóttir, fatahönnuður hefur opnað Birna pop up shop á Eiðistorgi til 12 desember. Hugmyndin er að bjóða konum uppá að kaupa fatnað sem er ekki bundin við neinar sérstakar árstíðir.
66°Norður hélt skemmtilega kynningu á nýrri afmælislínu af tilefni 90 ára afmælis fyrirtækisins á dögunum.
Jörmundur Ingi Hansen hefur frá unga aldri haft óbilandi áhuga á fötum. Hann rekur fatamarkað í kjallara á Laugavegi 25 og selur notuð föt sem honum hafa áskotnast með ýmsum hætti. Hann er kræsinn á föt og vill aðeins það besta.
Borghildur Gunnarsdóttir, sem hannar undir merkinu Milla Snorrason, var ein af sex sem hlutu hæsta styrk í úthlutun Hönnunarsjóðs á dögunum.
Fyrirtækið As We Grow er í dyragættinni á stórum mörkuðum í Asíu og hlaut fyrir skömmu Hönnunarverðlaun Íslands. Sterk siðvitund og nýtni eru hugtök sem skipta eigendur fyrirtækisins miklu.
Á 90 ára afmæli 66°Norður var tónlistarmaðurinn Högni Egilsson fenginn til að semja tónlist fyrir fyrirtækið. Ný vetrarherferð merkisins – Á tökustað – var í vikunni tilnefnd til evrópsku auglýsingaverðlaunanna Epica, ein íslenskra auglýsinga.
„Ég gerði mér bara ekki grein fyrir því að ég væri kominn með sálarheill landans svona mikið í fangið,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við Vísi.
66°Norður fagnaði samstarfi sínu við danska "streetwear“ merkið Soulland nú á dögunum með teiti í verslun íslenska fataframleiðandans í Kaupmannahöfn.
Erna Kristín Stefánsdóttir er umsvifamikil á Snapchat og Instagram þar sem hún auglýsir bæði sína hönnun og annarra. Hún lýkur guðfræðinámi um jólin og segist ætla að verða nútímalegur prestur.
Verslunarkeðjan Northern Trading Company fagnar nú fjörutíu ára afmæli. Fyrirtækið hefur verið leiðandi í innflutningi, framleiðslu og sölu á tískufatnaði á Íslandi frá því árið 1976.
Hönnunarfyrirtækið Döðlur hefur vakið mikla athygli fyrir hönnun sína á Oddsson hótelinu í gamla JL húsinu. Virtar hönnunarsíður á borð við Dezeen og DesignMilk hafa fjallað um hönnunina sem þykir skemmtilega óhefðbundin. Hönnun þar sem andstæður kallast á.
Í gær hlaut Geysir viðurkenningu á Hönnunarverðlaunum Íslands fyrir bestu fjárfestinguna í hönnun.
Íslenska fatamerkið Geysir frumsýndi glænýja haust - og vetrarlínu með pompi og pragt í Iðnó á föstudagskvöldið en um var að ræða fyrstu sýningu Geysis af þessu tagi.
Kanadíska poppstjarnan og Íslandsvinurinn Justin Bieber spókaði sig í París í dag í jakka frá íslenska tískumerkinu JÖR. Bieber heldur seinni tónleika sína í París í kvöld en hann er nú á ferð um Evrópu til að kynna nýjustu plötu sína Purpose.
Ítalskur stíll, þá helst suðurítalskur, heillar Jökul Vilhjálmsson mest. Hann er jakkafataklæddur flesta daga vikunnar en blandar þó einnig áhrifum úr götutískunni inn á milli.
Þura Stínu á hafnaboltatreyju sem hefur ferðast um alla Evrópu og pallíettu-(Palla)jakka sem veitir skemmtilega tilfinningu þegar komið er í hann. Hún leyfir lesendum að kíkja inn í skápinn sinn sem geymir margar fallegar flíkur.
Ólöf Gunnlaugsdóttir og Dröfn Sigurðardóttir hafa sett á markað nýja línu handklæða að tyrkneskri fyrirmynd undir merkinu Takk Home. Áhugi þeirra á fallegri hönnun og heimilisvörum varð kveikjan að samstarfi.
Ýr Jóhannsdóttir opnar sína fyrstu einkasýningu 1. september. Þar sýnir hún ellefu peysur úr afgangsgarni. Sé peysunum raðað rétt upp segja þær heildstæða sögu um fortíð sína.
Sindri Þórhallsson klæðist yfirleitt klassískum flíkum en brýtur útlitið oft upp með litríkari fötum.
Nú verður senn hringt inn í flestar skólastofur landsins. Vísir hafði pata af því að einhverjir væru fyrir lifandi löngu farnir að hafa áhyggjur af því hverju skyldi klæðast á göngum skólanna.
Manuela Ósk Harðardóttir er sannarlega þúsundþjalasmiður. Hún hefur undanfarið hannað sína eigin úlpu í samstarfi við Zo-On og hyggst svo reyna fyrir sér í raunveruleikaþáttum um ferlið.
Ásta Kristjánsdóttir skoraði hátt hjá aðstoðarritstjóra ítalska Vogue sem birti fyrir skömmu mynd hennar eftir heimsókn til Íslands.
Eygló Margrét Lárusdóttir, fatahönnuður sýnir nýjustu fatalínuna sína í dag ásamt því að fagna sex ára afmæli hönnunarverslunarinnar Kiosk.
Apabindið sem Guðni Th. Jóhannesson bar við fyrstu opinberu heimsókn sína sem forseti Íslands vakti skemmtilega athygli. Fréttablaðið heyrði í forsetahjónunum og grennslaðist fyrir um apabindið.