
Jet Korine kveður Skólavörðustíginn
„Núverandi húsnæði er orðið of lítið. Það hefur verið gaman að sjá fyrirtækið dafna á heilbrigðan hátt síðustu þrjú árin og nú verðum við að flytja í eitthvað stærra og hentugra. Þá getum við loks boðið viðskiptavinunum upp á almennilega mátunaraðstöðu,“ útskýrir fatahönnuðurinn Jette Corinne Jonkers. Verslun hennar flytur í stærra húsnæði við Laugaveg 37 á næstu dögum.