Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

We Will Rock You á svið í Háskólabíói

"Tónlistin er kraftmikil og flott og það verður spennandi að flytja hana með þessu flinka fólki sem verður þarna í öllum deildum. Ég hlakka mikið til og það getur ekki orðið annað en gaman þarna,“ segir Ragnhildur Gísladóttir en þau Björn Jörundur Friðbjörnsson munu leika aðalhlutverkin í söngleiknum We will rock you sem settur verður á svið í Háskólabíói.

Menning
Fréttamynd

Leiðin til að hlúa að sjálfri sér

Lagið Playground með Karlottu Skagfield hefur vakið athygli á Spotify en lagið er það fyrsta sem hún gefur út. Hún hefur alltaf verið syngjandi og kemur af miklu tónlistarfólki.

Tónlist
Fréttamynd

Álftagerðisbræður kveðja stóra sviðið

Álftagerðisbræður hafa sungið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar í gegnum tíðina. Nú eru kaflaskil hjá þeim og segja þeir skilið við stórtónleikahald. Kveðja með stórtónleikum í Hörpu í haust og ætla svo að taka því rólega

Lífið
Fréttamynd

Aðdáendur urðu fyrir vonbrigðum með endurkomu Spice Girls

Svo virðist sem að margir aðdáendur bresku hljómsveitarinnar Spice Girls hafi orðið fyrir talsverðum vonbrigðum á tónleikum sveitarinnar í Dublin í gær. Samfélagsmiðlar loguðu vegna kvartana yfir því að hljóðið á tónleikunum hafi verið mjög ábótavant og illa hafi heyrst í Kryddpíunum.

Lífið
Fréttamynd

Spenntur fyrir kraftinum í íslensku aðdáendunum

Áratugalangur draumur íslenskra aðdáenda Duran Duran rættist loks fyrir fjórtán árum þegar hinir fimm fræknu héldu tónleika í Reykjavík. Þeir munu endurtaka leikinn í Laugardalshöllinni í næsta mánuði. Bassaleikarinn John Taylor segir kraftinn í Íslendingum eftirminnilegan og að það sé undir okkur komið hversu stuðið verði mikið núna.

Tónlist
Fréttamynd

Doctor Victor, Gummi Tóta og Ingó Veðurguð gefa út sumarsmell

Tónlistarmaðurinn Doctor Victor gaf í dag út glænýtt lag fyrir sumarhátíðina Sumargleðin ásamt þeim bræðrum Guðmundi Þórarinssyni og Ingó Veðurguði, en lagið er þemalag hátíðarinnar og jafnframt skemmtileg blanda af mismunandi tónlistarstílum þeirra þriggja.

Tónlist
Fréttamynd

Cell7 frumsýnir nýtt lag

Tónlistarkonan Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt sem Cell7 getur út nýtt lag og myndband í dag og frumsýnir það á Vísi.

Tónlist
Fréttamynd

Áratugalangri deilu The Rolling Stones og The Verve lokið

Í 22 ár hefur Ian Ashcroft, söngvari The Verve mátt þola það að sjá allar tekjur vegna Bittersweet Symphony, vinsælasta lags hljómsveitarinnar, renna í aðra vasa en hans eigin. Nú verður hins vegar breyting á eftir að Mick Jagger og Keith Richards samþykktu að binda enda á deiluna.

Tónlist
Fréttamynd

Vilja alls ekki útskýra uppruna nafnsins

Hljómsveitin Bagdad Brothers er á leiðinni í tónleikaferð um Norður-Ameríku. Stefnt er á að spila á 26 tónleikum á tæpum mánuði. Á túrnum mun sveitin spila undir nafninu BB til að forðast möguleg vandræði.

Tónlist
Fréttamynd

ADHD með útgáfutónleika

Hjómsveitin ADHD er með tónleika á Akureyri og í Reyjavík í lok vikunnar. Þeir hafa mest spilað erlendis síðustu ár. Hljómsveitin varð til á djass- og blúshátíð fyrir tíu árum.

Lífið