

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.
Rokksveitin mun spila á hátt í 50 tónleikum víðs vegar um heim á næsta ári en þeir eru hluti af tónleikaferðalagi þeirra "Not in This Lifetime“ sem hófst í apríl á þessu ári.
Það er óhætt að segja að lagið Camo og myndbandið við það færi þér tíunda áratug síðustu aldar beint í æð.
Þráinn Árni Baldvinsson er gítarleikari einnar hrikalegustu þungarokksveitar landsins, Skálmaldar. Á sviðinu sveiflar hann síðu hári og segir dynjandi dauðarokk það besta til að róa taugarnar. Þar fyrir utan gengst hann lítið upp í harðhausaímynd rokksins. Hann hlustar á jólalög og verður meira að segja með jólahugvekju á sunnudag í Hannesarholti.
Tónlistarmaðurinn Thorsteinn Einarsson sló heldur betur í gegn í raunveruleikaþættinum Die große Chance í Austurríki árið 2014. Í kjölfarið skrifaði hann undir plötusamning hjá Sony. Hann mun koma fram á Jólagestum Björgvins í Höllinni.
Tónlistarsjóðurinn Kraumur tilkynnti í dag tilnefningar ti Kraumsverðlaunanna í ár með birtingu Kraumslistans 2016.
Nordic playlist stóð fyrir tónleikum í stofuhorninu í Hörpu á Iceland Airwaves á dögunum og komu þar fram listamenn á borð við Glowie, Emmsjé Gauti og Mugison.
Jólagestir Björgvins verða á laugardaginn, 10. desember, í Höllinni. Björgvin Halldórsson er þakklátur fyrir að hafa fengið að vinna með frábæru fagfólki í þessi 10 ár. Á næsta ári munu tónleikarnir verða haldnir í Eldborgarsal Hörpu með nýju og spennandi ívafi.
Efst á listanum er lagið Work from Home með Fifth Harmony og Ty Dolla $ign, sem búið er að horfa á tæplega 1,2 milljarða sinnum.
Enn eitt árið verða heimsfrægar hljómsveitir í Laugardalnum á Secret Solstice.
Emmsjé Gauti kom í Kronik á X-inu 977 á laugardaginn og tók lagið Strákarnir.
Bandaríska söngkonan Beyoncé fær níu tilnefningar til Grammy-verðlauna ár og fær enginn annar listamaður fleiri.
Hjálmar senda í dag frá sér lagið Allt er eitt þar sem þeir hafa snúið aftur í gamla hljóminn sinn. Allt er eitt er forsmekkurinn að nýrri plötu frá þeim sem þeir eru í óðaönn við að semja þessa dagana.
Emilíana Torrini og hljómsveitin Colorist Orchestra gefa út þann 9. desember plötu með níu lögum Emilíönu í nýjum útgáfum. Á plötunni verða tvö ný lög – annað lagið er When we dance sem gert hefur verið myndband við og er tekið upp með Colorist Orchestra.
Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, frumsýnir í dag nýtt myndband á Vísi.
Svanhildi Jakobsdóttur var veitt verðlaunin Lítill fugl á Degi íslenskrar tónlistar sem haldinn var hátíðlegur í dag.
Emmsjé Gauti frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Svona er það. Hann lýsir myndbandinu sem ákveðnu sprelli í takt við lagið sem sé það einnig. Leikstjóri myndbandsins er Magnús Leifsson en hann hefur getið sér gott orð sem leikstjóri tónlistarmyndbanda.
Í kvöld fara fram fullveldispönktónleikar á Hard Rock. Þar stígur á svið Tappi tíkarrass sem spilaði síðast í Safarí árið 1985. Eyþór Arnalds, upprunalegi söngvari hljómsveitarinnar, mun þenja raddböndin.
"Þetta á að vera klassískt og notalegt jólalag. Samt er undirliggjandi rammpólítísk ádeila í laginu þar sem það fjallar um hinn bláa jólakött, sem fólk má túlka eins og það það vill. En það er kannski meira grín en alvara," segir Sigurður Guðmundsson.
Hljómsveitin Omotrack hefur gefur frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið Close og er það frumsýnt á Vísi í dag.
Íslenska ofursveitin Of Monsters and Men frumsýndir í dag nýtt textamyndband við lagið We Sink og var það frumsýnd á vefsíðu Huffington Post.
Nordic playlist stóð fyrir tónleikum í stofuhorninu í Hörpu á Iceland Airwaves á dögunum og komu þar fram listamenn á borð við Glowie, Emmsjé Gauti og Mugison.
Nýtt tónlistarmynd hljómsveitarinnar Ok Go var opinberað á YouTube fyrir tveimur dögum og er það við lagið The One Moment sem má finna á plötunni Hungry Ghosts.
Þýska rokkhljómsveitin Rammstein hefur boðað endurkomu sína til Íslands á vormánuðum 2017, 16 árum eftir að hafa spilað hér síðast. Þrettán þúsund miðar verða í boði fyrir Íslendinga.
Á 90 ára afmæli 66°Norður var tónlistarmaðurinn Högni Egilsson fenginn til að semja tónlist fyrir fyrirtækið. Ný vetrarherferð merkisins – Á tökustað – var í vikunni tilnefnd til evrópsku auglýsingaverðlaunanna Epica, ein íslenskra auglýsinga.
Nú hefur Sónar Reykjavík kynnt fyrstu nöfnin fyrir dagskrá hátíðarinnar árið 2017 sem fram fer á fjórum sviðum í Hörpu dagana 16.-18. febrúar.
Rapparinn BlazRoca frumsýndi í kvöld nýtt myndband við lagið Fýrupp og var sérstakt frumsýningarpartý á Tivoli Bar.
Áhugaverðir tónleikar verða í Silfurbergi í Hörpu á morgun kl. 17. Þar tekur Stórsveit Reykjavíkur öll völd í sínar hendur ásamt fremstu söngvurum þjóðarinnar og flytur vinsæl Reykjavíkurlög. Stjórnandi er Veigar Margeirsson tónskáld sem verður í Abbey Road eftir helgi.
Tónlistarmaðurinn og ljóðskáldið Leonard Cohen er allur tæplega þremur vikum eftir útgáfu sinnar síðustu plötu. Hans er nú minnst um heim allan.
Tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson hefur nú gefið út nýtt lag og myndbandið fyrir sýninguna Brot úr hjónabandi sem er í sýningu í Borgarleikhúsinu.
Breska poppstjarnan Nik Kershaw kemur fram með Todmobile á stórtónleikum í Hörpu annað kvöld þar sem tekin verða mörg hans þekktustu laga ásamt úrvali laga Todmobile. Hann hlakkar til tónleikanna og segir aldrei að vita nema þessi hópur tónlistarmanna eigi eftir að vinna meira saman í framtíðinni.