Plataði unnustuna í fyrsta tónlistarmyndbandið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 11:57 María Rut og Ingileif Skjáskot Laganeminn og fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir stígur í dag sín fyrstu skref í tónlistarbransanum með útgáfu nýs lags og myndbands. Lagið heitir At Last og er framleitt af Ásgeiri Orra Ásgeirssyni úr StopWaitGo. „Lagið fjallar um mína vegferð frá því að halda að ég væri tilfinningalaus yfir í að koma út út skápnum og átta mig á því að ég var bara alls ekki tilfinningalaus,“ segir Ingileif í samtali við Vísi. „Lagið varð til mjög óvart. Ég var í sturtu síðasta vor þegar ég fór að raula það og Maríu unnustu minni fannst melódían strax catchy og hvatti mig til að gera eitthvað meira við hana. Ég ákvað að gamni að semja texta og tók svo lagið upp á símann minn.“ Til að byrja með gerði Ingileif ekkert við lagið en eftir pressu frá Maríu Rut Kristinsdóttur, unnustu sinni, sendi hún lagið á Ásgeir Orra. „Hann tók vel í það og leist strax vel á og upp úr því hófst þetta allt saman.“Ástin allskonar Endanleg mynd var komin á lagið í desember að sögn Ingileifar en þá stakk hún af til Taílands ásamt unnustu sinni og beið með útgáfuna þangað til hún kom heim. Þá var komið að því að búa til tónlistarmyndband og segir Ingileif að hún hafi verið með ákveðna hugmynd um myndband sem myndi tóna við lagið. Hún hafi haft samband við Birtu Rán Björgvinsdóttur sem leikstýrði myndbandinu og Arnar Stein Einarsson sem tók myndbandið upp. „Ég sagði þeim mínar pælingar um að hafa lesbísk pör að horfast í augu, hlæja og kyssast - og við ákváðum að kýla á það. Ég auglýsti eftir pörum á Facebook grúppunni Hinseginspjallinu og fékk nokkur skilaboð eftir það og heyrði svo sjálf í nokkrum stelpum sem ég þekki og þær voru allar til í að vera með. Birta og Arnar gerðu þetta svo ótrúlega fallega og ég er mjög ánægð með útkomuna,“ segir Ingileif. „Ástin er allskonar og í mínu tilviki er hún svona og mig langaði að það myndi skína í gegn í myndbandinu. Svo plataði ég unnustu mína til að vera með í lokaskotinu svo það rammar þetta aldeilis inn.“ Útkomuna má sjá og heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Laganeminn og fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir stígur í dag sín fyrstu skref í tónlistarbransanum með útgáfu nýs lags og myndbands. Lagið heitir At Last og er framleitt af Ásgeiri Orra Ásgeirssyni úr StopWaitGo. „Lagið fjallar um mína vegferð frá því að halda að ég væri tilfinningalaus yfir í að koma út út skápnum og átta mig á því að ég var bara alls ekki tilfinningalaus,“ segir Ingileif í samtali við Vísi. „Lagið varð til mjög óvart. Ég var í sturtu síðasta vor þegar ég fór að raula það og Maríu unnustu minni fannst melódían strax catchy og hvatti mig til að gera eitthvað meira við hana. Ég ákvað að gamni að semja texta og tók svo lagið upp á símann minn.“ Til að byrja með gerði Ingileif ekkert við lagið en eftir pressu frá Maríu Rut Kristinsdóttur, unnustu sinni, sendi hún lagið á Ásgeir Orra. „Hann tók vel í það og leist strax vel á og upp úr því hófst þetta allt saman.“Ástin allskonar Endanleg mynd var komin á lagið í desember að sögn Ingileifar en þá stakk hún af til Taílands ásamt unnustu sinni og beið með útgáfuna þangað til hún kom heim. Þá var komið að því að búa til tónlistarmyndband og segir Ingileif að hún hafi verið með ákveðna hugmynd um myndband sem myndi tóna við lagið. Hún hafi haft samband við Birtu Rán Björgvinsdóttur sem leikstýrði myndbandinu og Arnar Stein Einarsson sem tók myndbandið upp. „Ég sagði þeim mínar pælingar um að hafa lesbísk pör að horfast í augu, hlæja og kyssast - og við ákváðum að kýla á það. Ég auglýsti eftir pörum á Facebook grúppunni Hinseginspjallinu og fékk nokkur skilaboð eftir það og heyrði svo sjálf í nokkrum stelpum sem ég þekki og þær voru allar til í að vera með. Birta og Arnar gerðu þetta svo ótrúlega fallega og ég er mjög ánægð með útkomuna,“ segir Ingileif. „Ástin er allskonar og í mínu tilviki er hún svona og mig langaði að það myndi skína í gegn í myndbandinu. Svo plataði ég unnustu mína til að vera með í lokaskotinu svo það rammar þetta aldeilis inn.“ Útkomuna má sjá og heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira