Mátti kenna Leoncie við nektardans Landsréttur hefur staðfest sýknu Helga Jónssonar, eiganda og umsjónarmanns Glatkistunnar, af öllum kröfum tónlistarkonunnar Leoncie. Hún höfðaði meiðyrðamál á hendur Helga vegna lýsinga hans á ferli hennar sem tónlistarkonu og nektardansmær. Innlent 16. febrúar 2024 15:27
Skilaði Bítlabassa sem er metinn á tæpa tvo milljarða króna Paul McCartney hefur endurheimt bassa sem var stolið árið 1972. McCartney keypti bassann í Hamborg í Þýskalandi, þegar Bítlarnir voru að stíga sín fyrstu skref, á þrjátíu pund. Talið er að bassinn sé allt að tíu milljóna punda virði í dag, jafnvirði um 1,75 milljarða króna. Lífið 16. febrúar 2024 13:33
Langaði að ramma inn örvæntinguna Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við ástsæla lagið Hvers vegna varst’ekki kyrr, hér í ábreiðu Sölku Valsdóttur, neonme, fyrir kvikmyndina Natatorium. Tónlist 16. febrúar 2024 11:30
Úlfur Úlfur endurgerði senu úr tónlistarmyndbandi Queen „Við höfum gert nokkur helvíti góð myndbönd með Magga Leifs en þetta er okkar besta verk hingað til, ekki spurning,“ segir Arnar Freyr Frostason annar af forsprökkum hljómsveitarinnar Úlfur Úlfur. Tónlist 16. febrúar 2024 09:52
Ferskur andblær í hlustunarpartýi Ízleifs Beðið er eftir fyrstu plötu tónlistarmannsins Ízleifs með eftirvæntingu. Ízleifur, sem er bæði pródúsent og rappari, hélt hlustunarpartý fyrir vini og vandamenn í Þjóðleikhúsinu í vikunni. Tónlist 15. febrúar 2024 18:01
Miðasala hafin á hlustendaverðlaunin Hlustendaverðlaunin 2024 verða haldin fimmtudaginn 21. mars næstkomandi í Gamla Bíói en þetta er í ellefta skipti sem hátíðin fer fram. Lífið 15. febrúar 2024 13:00
Unaðsstund Elizu og Guðna Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson skelltu sér á tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Goldberg-tilbrigðin voru flutt fyrir fullum sal. Unaðsstund að sögn Elizu. Lífið 15. febrúar 2024 12:28
Ástarjátningar og húðflúr á Valentínusardaginn Rómantíkin sveif yfir landinu á Valentínusardeginum í gær, eða degi elskenda, þar sem fallegar kveðjur og ástarjátningar rigndu inn á samfélagsmiða. Þekktir Íslendingar voru ófeimnir að tjá ást sína á makanum fyrir allra augum líkt og sjá má hér að neðan. Lífið 15. febrúar 2024 10:34
Mömmu þykir ekki vænna um Friðrik Dór en Jón Ragnar Friðrik Dór Jónsson, einn afkastamesti tónlistarmaður landsins, var að gefa út plötuna Mæður sem er sjálfstætt framhald af Dætur. Friðrik Dór segist vera persónulegri á nýju plötunni en nokkru sinni fyrr. Lífið 15. febrúar 2024 07:00
Einn stærsti teknó plötusnúður heims spilar á Radar Rússneski teknó-plötusnúðurinn Nina Kraviz spilar á skemmtistaðnum Radar næstu helgi. Ekki er um að ræða fyrstu heimsókn Ninu til Íslands því áður hefur hún spilað á tónlistarhátíðinni Sónar og á skemmtistaðnum Paloma auk annarra viðburða. Lífið 14. febrúar 2024 13:31
Draumar geta ræst í morgunsöng Laugarnesskóla Nemendur Laugarnesskóla sungu lagið Draumar geta ræst eftir tónlistarmanninn Jón Jónsson í morgunsöngnum í morgun. Krakkarnir voru að sjálfsögðu klæddir í búninga enda Öskudagur haldinn hátíðlegur í dag. Lífið 14. febrúar 2024 11:11
Ást sem kom á hárréttum tíma „Þetta er fyrsta lagið sem ég gef út sem fjallar ekki um erfiðar tilfinningar og því þykir mér extra vænt um það,“ segir tónlistarkonan Þórunn Salka sem var að senda frá sér lagið Sumar í febrúar. Hún frumsýnir hér tónlistarmyndband við lagið á degi ástarinnar, Valentínusardeginum. Tónlist 14. febrúar 2024 07:00
Júlí Heiðar, Patrik og Elsa úr Frost fóru á kostum í lokaþættinum Júlí Heiðar og Patrik Atlason eða Prettyboitjokko fóru á kostum í lokaþætti Idol á föstudagskvöldið þegar þeir fluttu lagið Heim. Lífið 13. febrúar 2024 12:30
Myndaveisla: Öllu til tjaldað í lokaþætti Idolsins Idol stemningin náði algjöru hámarki síðastliðið föstudagskvöld þegar sigurvegari seríunnar var krýndur. Glamúrinn gaf ekkert eftir og þau Anna Fanney, Jóna Margrét og Björgvin sungu sitt síðasta, í bili. Tónlist 13. febrúar 2024 08:01
Fangelsi, fyllerí og fjandinn sjálfur Um blúsgítarleikarann Robert Johnson gekk sú saga fjöllum hærra að hann hefði selt djöflinum sál sína. Hann átti að hafa ákallað Kölska einhverja nóttina við afviknar krossgötur, og beðið hann um að verða frábær gítarleikari í skiptum fyrir sál sína. Vissulega varð hann afburðagítarleikari, en naut sín ekki lengi. Hann varð bara 27 ára og var myrtur að sögn af afbrýðisömum eiginmanni. Djöfsi var fljótur að hrifsa til sín sál hans. Gagnrýni 13. febrúar 2024 07:01
Brókarlalli kenndur við Windows fær traust Finna Finnski tónlistarmaðurinn Windows95man flytur framlag þjóðar sinnar í Eurovision í Malmö í ár. Hann byrjar atriðið inni í eggi og neitar að vera í buxum þar til undir lok atriðisins, enda engar reglur hjá honum. Lífið 12. febrúar 2024 16:00
Idol-stjarnan eins og endurfædd Amy Winehouse Sería tvö af Idolinu endaði með pompi og prakt síðastliðið föstudagskvöld. Anna Fanney og Jóna Margrét stóðu tvær eftir og var það Anna Fanney sem bar sigur úr býtum. Lífið 12. febrúar 2024 14:07
„Var núll að búast við því að ég myndi vinna“ „Ég var 100% bara að bíða eftir því að nafnið hennar Jónu yrði kallað upp,“ segir nýkrýndi Idol sigurvegarinn Anna Fanney í samtali við Brennsluna á FM957 í morgun. Hún segist ótrúlega þakklát fyrir sigurinn og hlakkar til að demba sér í stúdíóið. Tónlist 12. febrúar 2024 10:52
Sjáðu glæsilega hálfleikssýningu Usher á Ofurskálinni Tónlistarmaðurinn Usher átti sviðið í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Atriði hans var um fimmtán mínútur og náði hann á þeim tíma að koma að um tólf lögum. Hann fékk með sér ýmsa óvænta gesti til að flytja nokkra af sínum helstu slögurum. Lífið 12. febrúar 2024 09:00
Síðasta LungA-hátíðin haldin í sumar Listahátíðin LungA, sem haldin hefur verið á Seyðisfirði um árabil, mun fara fram í síðasta skiptið í sumar en 24 ár eru síðan hún var haldin í fyrsta skipti. Lífið 11. febrúar 2024 21:43
Kammermúsíkkúbburinn í kröggum Meðan kvikmyndin Fullt hús gengur fyrir ... fullu húsi, en þar er fjallað um kammersveit sem sér sæng sína uppreidda vegna þess að borgin hættir að styrkja hana, er Kammermúsíkklúbburinn í nákvæmlega þeirri sömu stöðu. Tónlist 10. febrúar 2024 10:00
Bashar er lifandi flagg í sjálfu sér „Síðan að ég var krakki hefur mig langað að komast á stóra sviðið og deila því sem ég vil segja með heiminum í gegnum tónlist,“ segir tónlistarmaðurinn Bashar Murad. Lífið 10. febrúar 2024 07:01
Anna Fanney er Idolstjarna Íslands Anna Fanney Kristinsdóttir er Idolstjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Jónu Margréti og bar sigur úr býtum. Lífið 9. febrúar 2024 20:54
Þórunn Antonía sinnir heldri borgurum Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hefur hafið störf sem frístundarleiðbeinandi heldri borgara og segist elska þær nýjungar sem lífið hefur fært henni. Frá þessu greinir hún í einlægri færslu á Instagram. Lífið 9. febrúar 2024 13:01
Kántrístjarna tók upp nýtt myndband á Íslandi Kántrísöngkonan Kacey Musgraves gefur út nýja plötu í mars á þessu ári. Titillag plötunnar, Deeper Well, er það fyrsta sem formlega er gefið út af plötunni en myndbandið við lagið er tekið upp á Íslandi. Meðal annars á Árbæjarsafninu. Lífið 9. febrúar 2024 08:56
Mætti einn og var vandræðalegur á rauða dreglinum Það er óhætt að segja að Ólafur Arnalds sé með húmorinn í lagi ef marka má færslu hans á samfélagsmiðlum um Grammy-verðlaunahátíðina í Los Angeles á sunnudaginn. Lífið 8. febrúar 2024 19:00
Draumur Víkings Heiðars rættist í Carnegie Hall Víkingur Heiðar Ólafsson átti sannkallaða draumaendurkomu til New York þegar áhorfendur risu úr sætum að loknum uppseldum tónleikum hans í Carnegie Hall. Lífið 8. febrúar 2024 17:19
Swift ferðast nú bara með einni einkaþotu Söngkonan Taylor Swift þarf nú að sætta sig við að hafa bara eina einkaþotu til afnota þegar hún ferðast um heiminn. Fjórtánfaldi Grammy-verðlaunahafinn seldi aðra þotu sína um síðustu mánaðamót. Lífið 8. febrúar 2024 14:29
Einn keppandi sendur heim fyrir loka-einvígið Það er komið að því. Ný Idolstjarna Íslands verður krýnd annað kvöld í Idolhöllinni að Fossaleyni. Anna Fanney, Björgvin og Jóna Margrét standa eftir og keppast um að verða næsta Idol-stjarna Íslands. Lífið 8. febrúar 2024 08:00
„Hef algjörlega minn eigin stíl og tek engan til fyrirmyndar“ „Ég er einungis original en fæst ekki við hermi-tónlist,“ segir tónlistarmaðurinn Hjörtur Geirsson sem er nú að endurútgefa plötuna sína The Flow frá árinu 2007. Tónlist 7. febrúar 2024 14:31