Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Heimavinnublús sem talinn var úr sögunni

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er einn af átta sem láta í sér heyra í laginu „Heimavinnublús“ sem sett hefur verið í birtingu á YouTube rúmu ári eftir upptöku. Forsprakki verkefnisins segist aldrei hafa átt von á því að tilefni yrði til að birta lagið.

Lífið
Fréttamynd

Safnplata og nýtt lag

Út er komið lagið Ertu memm? með Ladda. Lagið er eftir Ladda og textinn eftir Braga Valdimar Skúlason. Guðmundur Kristinn Jónsson sá um upptökur, hljóðblöndun og masteringu í Hljóðrita.

Albumm
Fréttamynd

Ronnie Spector söngkona Ronettes er dáin

Söngkonan Ronnie Spector, sem leiddi hljómsveitina The Ronettes og er hvað þekktust fyrir lög eins og Be My Baby og Baby I Love You, er dáin. Hún var 78 ára gömul. Í tilkynningu frá fjölskyldu hennar segir að Spector hafi glímt við krabbamein og hún hafi látist í faðmi fjölskyldu hennar.

Erlent
Fréttamynd

Þekkir andlega kvilla vel

OCD er fyrsta smáskífan af væntanlegri breiðskífu sem rapparinn Egill Friðrik gefur út undir nafninu Orðljótur. 

Albumm
Fréttamynd

Ávarp undan sænginni fáanleg á vínyl

Komin er út vínyl plata af söng plötunni, Ávarp undan sænginni sem kom út í ágúst s.l. Þar er á ferð söngplata með tíu lögum sem Tómas R. Einarsson hefur gert við kvæði ýmissa skálda og er efni ljóðanna ást og söknuður. Ragnhildur Gísladóttir syngur öll lögin en hljóðfæraleikarar eru auk bassaleikarans Tómasar, Ómar Guðjónsson […]

Albumm
Fréttamynd

Fyrsta rokklag ársins?

Suð fagnar nýju ári með nýrri smáskífu af væntanlegri plötu. Lagið Freak Out er því líklega eitt fyrsta rokklag ársins á Íslandi en það kom út á nýársdag og fylgir eftir laginu Made sem hefur fengið glimrandi góðar viðtökur. 

Albumm
Fréttamynd

Ye vinnur að Dondu 2

Tónlistarmaðurinn Ye er að vinna að nýrri plötu, Donda 2. Þetta verður fyrsta framhaldsplata Ye sem einnig er þekktur sem Kanye West.

Tónlist
Fréttamynd

Maggi Ei­ríks hvergi nærri hættur

Einn ástsælasti lagahöfundur þjóðarinnar, Magnús Eiríksson eða Maggi Eiríks, segist hvergi nærri hættur. Hann varð 76 ára gamall á síðasta ári og segir lykilatriði að spila á gítarinn á hverjum degi til að halda puttunum í lagi.

Lífið