Ætlar ekki að eyða jólunum ein Jóhanna Guðrún gefur út hresst jólalag í dag. Lagið heitir einfaldlega Ætla ekki að eyða þeim ein. Lag og texta samdi Ásgeir Orri Ásgeirsson en hann sá einnig um upptökustjórn. Lífið 5. nóvember 2021 10:03
Bylgjan órafmögnuð: Krummi flytur sín þekktustu lög Tónlistarmaðurinn Krummi stígur á stokk í kvöld og flytur sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónleikarnir verða fluttir á Bylgjunni og sýndir samhliða því á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. Tónlist 4. nóvember 2021 17:01
Er þetta of líkt til að vera tilviljun? Á dögunum barst Albumm ábending um ansi lík tónlistarmyndbönd sem komu út með stuttu millibili. Það eru Íslensku sveitirnar Kig & Husk og SOMA en þegar að er gáð eru myndböndin nánast eins, enda er notast við sama myndefni. Albumm 3. nóvember 2021 20:50
Mugison, Lay Low, Salóme Katrín og Supersport hita upp fyrir OMAM Of Monsters and Men halda upp á 10 ára afmæli fyrstu plötu þeirra My Head is an Animal 9. 10., 11. og 12. nóvember. Þau hafa boðið til sín góðum vinum til að halda upp á áfangann með þeim í Gamla Bíó í miðbæ Reykjavíkur. Albumm 3. nóvember 2021 15:01
GDRN greind með Covid og kemur ekki fram á Airwaves Tónlistarkonan GDRN mun ekki koma fram á Airwaves - Live from Reykjavík um helgina líkt og auglýst hafði verið. Söngkonan smitaðist af kórónuveirunni og getur því ekki tekið þátt. Lífið 3. nóvember 2021 14:02
„Eitthvað næs við að koma heim“ Hljómsveitin Of Monsters and Men heldur ferna tónleika í næstu viku í Gamla bíó. Þau hafa verið á Íslandi síðustu mánuði vegna Covid-19 en þau voru á tónleikaferðalagi þegar faraldurinn hófst. Tónlist 3. nóvember 2021 13:30
Stofutónleikar Superserious hjá góðum grönnum á Granda Nágrannarnir Ólafsson gin og Alda Music standa í haust fyrir tónleikaröð með nokkrum af frískustu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. Tónleikarnir eru teknir upp í húsakynnum Ólafsson við Eyjarslóð á Grandanum og verða frumsýndir á Vísi. Tónlist 3. nóvember 2021 08:00
Eivør hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Færeyska tónlistarkonan Eivør Pálsdóttir hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2021 sem voru afhent í Kaupmannahöfn í kvöld. Menning 2. nóvember 2021 23:47
Gefa út afmælisútgáfu af fyrstu plötunni með tveimur aukalögum Það eru liðin tíu ár síðan Of Monsters and Men sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, My Head Is an Animal. Af því tilefni er komin út sérstök afmælisútgáfa af plötunni. Tónlist 2. nóvember 2021 16:31
Slá í gegn á Spotify Píanóleikarinn Magnús Jóhann og bassaleikarinn Skúli Sverrisson senda frá sér plötuna, Án tillits. Albumm 2. nóvember 2021 14:30
Hyggjast laða ferðamenn að Odda á Rangárvöllum Forystumenn Oddafélagsins, sem stefna að endurreisn Odda á Rangárvöllum sem menningar- og fræðaseturs, hyggjast jafnframt gera þetta fornfræga höfuðból að ferðamannastað. Innlent 1. nóvember 2021 22:22
Jólastöðin er komin í loftið Jólabörn landsins geta glaðst yfir því að Jólastöð LéttBylgjunnar er komin í loftið. Líkt og á hverju ári breytist LéttBylgjan 96,7 í Jólastöðina nokkrum vikum fyrir jól þar sem jólalögin hljóma allan sólarhringinn. Jól 1. nóvember 2021 17:00
Frumsýning á sykursætu myndbandi Unu Schram Tónlistarkonan Una Schram hefur gefið út myndband við nýjasta smell sinn - Crush. Raunveruleikastjarnan Binni Glee fer með sérstakt gestahlutverk í myndbandinu sem Vísir frumsýnir hér fyrir neðan. Tónlist 1. nóvember 2021 15:03
María Ólafs og Einar frumsýna myndband við nýja ballöðu „Við erum búin að vera á fullu að taka upp nýja tónlist í Stúdíó Sýrlandi síðustu daga og vikur og erum mjög spennt fyrir framhaldinu,” segir María Ólafsdóttir söngkona, en hún ásamt Einari Erni Jónssyni píanóleikara skipa Löður Music. Lífið 1. nóvember 2021 13:00
„Hálfnaður með lífið sem er dropi í tímans haf“ Tvö dónaleg haust hafa sent frá sér nýja smáskífu og myndband af breiðskífunni Miðaldra, sem kom út fyrir ári síðan en lagið heitir Bognum ekki í bráð. Albumm 31. október 2021 12:31
„Hjólabretti er fyrir alla” – Frábær námskeið og æfingar Hjólabrettafélag Reykjavíkur býður nú í fyrsta skipti upp á æfingar á hjólabrettum og má nefna t.d. námskeið fyrir krakka, unglinga og fullorðna en einnig er boðið upp á stelpunámskeið og fjölskyldunámskeið. Einnig eru æfingar tvisvar sinnum í viku fyrir þá sem eru ögn lengra komnir. […] Albumm 30. október 2021 13:00
Óbærilegt að vera manneskja á tímum samfélagsmiðla „Okkur langaði núna fyrst og fremst að gera skemmtilegt leikhús,“segir Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko. Leikhópurinn Konserta sýnir nú á Loftinu í Þjóðleikhúsinu fyrsta leikverk sitt, Sýningin okkar. Lífið 30. október 2021 07:00
Birkir Blær kominn í níu manna úrslit Hinn 21 árs gamli akureyringur, Birkir Blær Óðinsson, komst í kvöld áfram í níu manna úrslit í sænska Idolinu. Lífið 29. október 2021 23:04
Taktu þátt: Hvort syngur Sverrir Bergmann eða Valdimar betur í karókí? Útvarpsþátturinn FM95BLÖ fór af stað með karókíkeppni í síðustu viku og er nú komið að þriðju umferð. Þessa vikuna góla engir aðrir en Sverrir Bergmann og Valdimar Guðmundsson í hljóðnemann. Hlustendur þáttarins meta hvor stóð sig betur. Lífið 29. október 2021 16:31
Todmobile aftur á svið eftir fimmtán ára hlé Upprunaleg útgáfa hljómsveitarinnar Todmobile sem stofnuð var árið 1988 ætlar að koma tónleikagestum í Hörpu í nostalgíukast á laugardag. Lífið 29. október 2021 14:31
Óskaði eftir aðstoð þegar hann tók eitt sitt stærsta lag Söngvaskáldið KK steig á stokk í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Þeirra á meðal var slagarinn Á æðruleysinu sem kom út á plötunni Svona eru menn árið 2008. Tónlist 28. október 2021 23:41
Bylgjan órafmögnuð: KK flytur sín þekktustu lög Söngvaskáldið KK steig á stokk í kvöld og flutti sín þekktustu lög í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð. Tónleikarnir voru fluttir á Bylgjunni og sýndir á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. Tónlist 28. október 2021 17:01
Gæsahúðarútgáfa af Nangíjala úr Rómeó og Júlíu Sýningin Rómeó og Júlía, sem hefur verið á fjölunum í Þjóðleikhúsinu í haust, hefur vakið mikla athygli og heillað leikhúsgesti unga sem aldna. Sviðsetningin er sannkölluð sjónræn veisla eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi. Lífið 28. október 2021 14:31
Ætlar að sýna mönnum hver það er sem ræður „Ég fékk smá kaldan svita og fór að hugsa hvað ég væri að gera,“ segir rapparinn knái úr Kópavogi sem kennir sig við hnetusmjör. Hann er að vísa í tilfinninguna sem hann upplifði þegar hann gaf út ævisögu sína, 24 ára gamall. Tónlist 28. október 2021 11:29
Heimsþekktur Boogie Woogie-píanisti á Dillon í kvöld Ben Waters er Boogie Woogie-tónlistarmaður sem bæði hamrar á píanó og syngur. Hann mun troða upp á Lífið 28. október 2021 08:40
Magnaður flutningur Árnýjar Margrétar í Hallgrímskirkju Árný Margrét Sævarsdóttir er ung sveitastelpa sem hefur skapað sér nafn sem tónlistarkona á afar skömmum tíma. Hún hafði verið að semja tónlist inn í herberginu sínu á Ísafirði þegar hún komst í samband við tónlistarmanninn Högna Egilsson og boltinn fór að rúlla. Tónlist 28. október 2021 07:00
Dópsali í sautján ára fangelsi vegna dauða Mac Miller Þrír menn voru ákærðir í tengslum við dauða rapparans Mac Miller. Einn hefur nú játað sekt sína að hluta og fallist á sautján ára fangelsisvist með dómsátt. Mac Miller lést árið 2018 eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum. Lífið 27. október 2021 23:29
Rokkhljómsveitin SOMA með langþráða endurkomu Hljómsveitin SOMA hefur snúið aftur eftir að hún hætti skyndilega árið 1998 og hefur legið í dvala síðan þá. Hljómsveitin fagnar endurkomunni með tónleikum á Ölver næstkomandi föstudag þar sem öll gamla platan verður spiluð ásamt nýju efni. Lífið 27. október 2021 14:32
Varð að læra nýjasta lag Hipsumhaps aftur á bak fyrir myndbandið Sveitin Hipsumhaps frumsýnir í dag nýtt myndband við lagið Martröð sem er einmitt gefið út í dag. Lífið 27. október 2021 12:30
Ríkarður Örn Pálsson fallinn frá Ríkarður Örn Pálsson, tónskáld, bassaleikari og tónlistargagnrýnandi, er látinn, 75 ára að aldri. Innlent 27. október 2021 08:41