Björgunarskip í Sandgerðishöfn skemmdist í óveðrinu Björgunarskipið Hannes Hafstein sem Björgunarbátasjóður Suðurnesja rekur skemmdist mikið í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær. Innlent 26. janúar 2022 07:46
Rólegt veður eftir illviðri gærdagsins Eftir illviðri gærdagsins er útlit fyrir rólegt veður í dag. Reikna má við hægum vindi víðast hvar og úrkomulítið, en dálítilli snjókomu við suður- og vesturströndina. Veður 26. janúar 2022 07:01
Tré rifnuðu og trampolín fuku Björgunarsveitir víðs vegar af landinu hafa haft í nógu að snúast í dag vegna veðurofsans sem gekk yfir landið. Verkefnin snerust að miklu leyti um að koma í veg fyrir tjón af völdum foks. Innlent 25. janúar 2022 22:27
„Það er hvergi skjól að hafa“ Það hefur blásið kröftuglega víða um land í dag, svo kröftuglega að strompurinn á Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík þoldi ekki álagið. Veðurfræðingur segir vindáttina gera það að verkum að hvergi sé skjól að hafa á suðvesturhorninu. Það dettur þó allt í dúnalogn um allt land á miðnætti. Innlent 25. janúar 2022 18:17
Veðurofsinn gengur yfir í kvöld og nótt Millilandaflug fór úr skorðum í morgun vegna vonskuveðurs. Sjö flugferðum var aflýst og sex flugferðum seinkað fram á kvöld. Einnig hefur orðið röskun á innanlandsflugi en spáð er vondu veðri víðast hvar í dag. Innlent 25. janúar 2022 13:11
Í basli á leið yfir Hellisheiði Appelsínugul viðvörun er á suðvesturhorni landsins en afar hvasst er á þessum hluta landsins. Öllum flugferðum frá Keflavíkurflugvelli í morgun var aflýst og bílar eiga sumir hverjir í basli með að komast yfir Hellisheiðina. Innlent 25. janúar 2022 11:04
Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. Innlent 25. janúar 2022 07:36
Kröpp lægð nálgast landið og appelsínugular viðvaranir Kröpp lægð er nú skammt vestur af landinu og hún fer austnorðaustur yfir land í dag. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði því vaxandi suðvestanátt fyrri part dags og rigning eða skúrir, en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti verður á bilinu núll til sex stig. Veður 25. janúar 2022 06:50
Allt niður í tíu stiga frost Búast má við suðvestanátt á landinu í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu, í dag. Skýjað með köflum, stöku él suðvestantil en annars þurrt að kalla. Frost á bilinu núll til tíu stig, kaldast í innsveitum. Innlent 24. janúar 2022 06:32
Umhleypingasöm vika framundan Eftir stormasama helgi mun stytta upp og lægja í kvöld og nótt. Umhleypingasöm vika er þó framundan. Innlent 23. janúar 2022 07:49
Fólki í tveimur bílum bjargað af lokaðri Öxnadalsheiði Meðlimir björgunarsveita á Akureyri og í Varmahlíð voru kallaðir út í dag vegna bíla sem voru fastir í snjó á Öxnadalsheiði. Verið var að keyra bílnum frá Reykjavík til Akureyrar en heiðin hefur verið lokuð frá því í gærkvöldi. Innlent 22. janúar 2022 16:50
Nokkur útköll vegna veðurs á norðvestanverðu landinu Björgunarsveitir hafa frá því í gærkvöldi sinnt útköllum vegna óveðurs á Bíldudal, Siglufirði, Suðureyri, Þingeyri og í Grundarfirði. Á Bíldudal losnaði flotbryggja skömmu fyrir miðnætti og þá fauk einnig svalahurð upp á Siglufirði. Innlent 22. janúar 2022 12:26
Ekkert ferðaveður fram á kvöld Appelsínugul viðvörun vegna veðurs er í gildi til klukkan sex í kvöld á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Innlent 22. janúar 2022 07:34
Leiðindaveður víða um land í nótt og á morgun Appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norð-Vesturhluta landsins sem gilda til klukkan 18 á morgun. Þá eru gular viðvaranir í gildi víða um land. Veður 21. janúar 2022 22:54
Hiti komst í sautján stig á Austfjörðum í nótt Nóttin var hlý á landinu og komst hitinn þannig í sautján stig á Austfjörðum. Í dag er hins vegar spáð hvassri suðvestanátt með éljum og kólnandi veðri, en stormi eða roki í kvöld og rigningu eða snjókomu um tíma. Veður 21. janúar 2022 07:11
Ekkert ferðaveður víða annað kvöld Appelsínugul viðvörun vegna veðurs tekur gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra annað kvöld. Innlent 20. janúar 2022 15:12
Stíf suðlæg átt og stormur á norðanverðu landinu í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir stífri suðlægri átt í dag og hvassviðri eða stormi á norðanverðu landinu seint í kvöld. Veður 20. janúar 2022 07:09
Bjart veður og kalt en hvessir annað kvöld Veðurstofan spáir vestlægri eða breytilegri átt í dag, golu eða kalda. Bjart veður og kalt, en sunnan kaldi og dálítil él vestast í kvöld. Veður 19. janúar 2022 07:08
Suðvestanátt og kólnandi veður Spáð er vestan eða suðvestan átt í dag, víða átta til fímmtán metrum á sekúndu, en þó hvassari á stöku stað, einkum á Norðurlandi og með suðausturströndinni. Veður 18. janúar 2022 07:13
„Þetta er bara spurning um tíma“ Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, hefur áhyggjur af viðvarandi snjóflóðahættu og segir það ekki spurningu um hvort heldur hvenær illa fer. Ítrekað hafi verið bent á nauðsyn þess að leggja jarðgöng að en íbúar tali fyrir daufum eyrum stjórnvalda. Innlent 17. janúar 2022 13:09
Hlý en hvöss suðvestanátt og vætusamt vestantil Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hlýrri en hvassri suðvestanátt í dag. Vætusamt verður á vesturhelmingi landsins, en lengst af þurrt eystra. Veður 17. janúar 2022 07:08
Munaði örfáum sekúndum á að snjóflóð hefði fallið á bílinn Fjöldi snjóflóða hefur fallið niður á veg við Súðavíkurhlíð í kvöld. Vegagerðin lokaði veginum á tíunda tímanum í kvöld en þeir sem fóru veginn fyrr í kvöld furða sig á að honum hafi ekki verið lokað fyrr. Einn vegfarandi segist hafa rétt sloppið við snjóflóð sem féll á veginn nokkrum sekúndum áður en hann keyrði þar að. Innlent 16. janúar 2022 22:44
Gular viðvaranir á morgun Gular viðvaranir hafa verið gefnar út á öllu Norður- og Norðvesturlandi á morgun vegna storms og mikilla rigninga. Óveðrið byrjar fyrst í Breiðafirði og á Vestfjörðum í kvöld. Innlent 16. janúar 2022 19:49
Slydda og él næstu daga Það verður ansi umhleypingasamt veður næstu daga ef marka má spár veðurfræðinga Veðurstofunnar. Hiti verður oftar en ekki undir frostmarki og er búist við norðlægum áttum með úrkomu oftast nær í formi snjókomu eða slyddu, stundum í éljaformi. Veður 15. janúar 2022 07:38
Gengur í suðaustankalda með snjókomu suðvestantil Það gengur í suðaustan átta til fimmtán metra á sekúndu með snjókomu eða slyddu, fyrst suðvestantil, en þrettán til átján metrar á sekúndu við suðurströndina. Hiti verður á bilinu núll til sjö stig, hlýjast syðst. Veður 14. janúar 2022 07:18
Sjötta hlýjasta ár frá upphafi mælinga Árið 2021 var sjötta hlýjasta ár jarðar frá upphafi mælinga. Vísindamenn segja að hitastig fari almennt hækkandi og gera megi ráð fyrir því að komandi ár verði enn hlýrri. Árið fylgir því fast á hæla áranna 2016 og 2020 sem voru með þeim hlýjustu frá upphafi mælinga. Erlent 13. janúar 2022 19:29
Hitinn víða upp undir 50 stig Hitabylgja gengur nú yfir vesturhluta Ástralíu og víða hefur hitinn þar náð hæðum sem aldrei hafa sést áður. Í bænum Roebourne náði hitinn til að mynda 50 gráðum á celsíus kvarðanum en fyrra met féll árið 2011. Erlent 13. janúar 2022 07:21
Gengur á með stormi og éljagangi vestantil fram að hádegi Það gengur á með suðvestanhvassviðri eða stormi og éljagangi á vestanverðu landinu fram að hádegi, en síðan dregur talsvert úr vindi og éljum. Hægara og bjart með köflum eystra. Veður 13. janúar 2022 07:10
„Aðstæður hverju sinni eru grandskoðaðar til þess að finna lausn“ Isavia hefur fjölgað veðurmælum sem mæla vindhraða á Keflavíkurflugvelli. Þetta er gert til þess að skapa þann möguleika að í einhverjum tilfellum sé hægt sé að hleypa fólki frá borði í vonskuveðri með því að færa flugvélar um stæði. Innlent 12. janúar 2022 12:21
Suðvestan hvassviðri með éljagangi og gular viðvaranir Það gengur í suðvestan hvassviðri eða storm með éljagangi í dag, en heldur hægari vindur og úrkomulítið á Austurlandi. Veðurstofan spáir hita um eða yfir frostmarki. Veður 12. janúar 2022 07:09
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent