Húsagöturnar helsta úrlausnarefnið Vond færð er víða í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu en klaki gerir þeim sem sinna snjómokstri erfitt fyrir. Tugir snjómoksturstækja aka nú um göturnar til að reyna að ryðja en hafa vart undan líkt og síðustu vikurnar. Innlent 2. mars 2022 11:07
Hálkuslys í höfuðborginni Nokkuð hefur verið um hálkuslys á götum höfuðborgarinnar í morgun. Innlent 2. mars 2022 10:11
Hvassviðri og rigning með tilheyrandi leysingum Djúp lægð suðvestur af landinu veldur suðaustan hvassviðri og rigningu í dag með tilheyrandi leysingum, en á Norðurlandi hangir líklega þurrt fram á kvöld. Gular viðvaranir eru í gildi suðvestantil til um hádegis. Seinnipartinn og í kvöld fer að lægja, fyrst suðvestanlands. Veður 2. mars 2022 07:11
Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. Innlent 1. mars 2022 15:38
Búið að opna vegina um Hellisheiði og Þrengsli Vegirnir um Hellisheiði og Þrengslin hafa nú opnað aftur en þeim var lokað í morgun sökum ófærðar. Hálka er þó á svæðinu. Innlent 1. mars 2022 12:18
Stormurinn á Suðaustur- og Austurlandi gengur smám saman niður Alldjúp lægð norðaustur af landinu fjarlægist í dag og mun vestan hvassviðrið og stormurinn á Suðaustur- og Austurlandi því ganga smám saman niður. Veður 1. mars 2022 07:22
Vegir um Hellisheiði og Þrengsli lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður enn eina ferðina sökum ófærðar og sömu sögu er að segja um Þrengslin. Innlent 1. mars 2022 06:52
Búa þurfi samfélög undir óumflýjanlegar breytingar Nauðsynlegt er að grípa til aðlögunaraðgerða vegna áhrifa loftslagsbreytinga á samfélög. Þetta segir doktor í veður- og haffræðum. Allar líkur eru á því að meira verði um aftakaveður hér á landi. Innlent 28. febrúar 2022 21:01
Þakklátar Rauða krossinum eftir svaðilför á heiðinni Á fjórða tug manna gistu í fjöldahálparstöð Rauða krossins í Hveragerði í nótt eftir að hafa lent í vandræðum uppi á snjóþungri heiðinni. Ung kona sem sat föst í bíl sínum á Hellisheiði í 6 klukkustundir finnur til djúpstæðs þakklætis í garð Rauða krossins. Innlent 28. febrúar 2022 13:25
Allar líkur á að meira verði um aftakaveður Nauðsynlegt er að búa fólk undir breyttan heim þar sem loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa nú þegar haft óafturkræfar afleiðingar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna. Tengiliður Íslands við nefndina segir allar líkur á því að aftakaveður verði algengara hér á landi og að nauðsynlegt sé að grípa til aðlögunaraðgerða. Innlent 28. febrúar 2022 12:25
Bílar fastir á og við Hellisheiði og fólk ferjað til Hveragerðis Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt. Innlent 28. febrúar 2022 08:22
Hellisheiði og fleiri vegir lokaðir Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu. Innlent 28. febrúar 2022 07:50
Lægð fer norðaustur yfir landið Febrúarmánuður endar með nokkrum gulum viðvörunum, en lægð fer norðaustur yfir landið í dag. Hvasst verður á landinu norðvestanverðu með éljum og lélegu skyggni en hægari vindur í öðrum landshlutum. Veður 28. febrúar 2022 07:39
Magnaðar myndir af óveðrinu síðastliðna viku Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis fangaði magnaðar myndir af óveðrinu sem gengið hefur yfir landið síðustu daga. Vitlaust veður hefur víða verið hér á landi síðustu daga, nú eða eiginlega síðan í byrjun árs. Innlent 26. febrúar 2022 07:01
Komu til landsins í rauðri viðvörun og fara í appelsínugulri Hús voru rýmd á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu og rafmagnslaust varð á hluta landsins í óveðri sem gekk yfir landið í dag. Ferðamenn sem sátu fastir vegna lokunar Reykjanesbrautar hafa notið Íslandsdvalarinnar, þrátt fyrir veðravíti síðustu daga. Innlent 25. febrúar 2022 21:01
Upptaka úr myndavél: Stórhætta myndaðist þegar þak rifnaði af Afleiðingar af aftakaveðri á suðvesturhorninu í dag voru margvíslegar; þar á meðal fauk þak af iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Ljóst er að tjónið er verulegt. Innlent 25. febrúar 2022 19:56
Hátt í hundrað verkefni vegna veðursins í dag Veðrið gekk frekar hratt niður upp úr klukkan þrjú á Suðvesturhorninu og er því farið að róast hjá björgunarsveitum. Þó hefur áfram borið á verkefnum á Vestur- og Norðurlandi. Rétt fyrir fjögur höfðu björgunarsveitir farið í um hundrað verkefni um allt land. Innlent 25. febrúar 2022 17:08
Rúmlega fimmtíu útköll björgunarsveita Björgunarsveitarmenn hafa verið kallaðir út í rúmlega fimmtíu útköll vegna óveðursins. Talsvert er um fasta bíla á Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði og í Borgarnesi. Innlent 25. febrúar 2022 13:20
Rýma heimili á Tálknafirði og Patreksfirði vegna snjóflóðahættu Fólk í nokkrum húsum í Tálknafirði og á Patreksfirði var fyrir hádegi beðið um að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu en hættustig er í gildi. Innlent 25. febrúar 2022 11:39
Veðurvaktin: Enn ein lægðin gengur yfir landið Djúp lægð gengur yfir landið í dag og hefur Veðurstofan af því tilefni gefið út gular og appelsíngular viðvaranir um allt land. Innlent 25. febrúar 2022 09:01
Búið að loka Hellisheiði og Þrengslum og reikna með frekari lokunum Búið er að loka Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði, en stöðugt hefur bætt í vind á þeim slóðum. Von er á miklu óveðri á landinu í dag og má því fastlega reikna með að fleiri vegum verið lokað í dag. Innlent 25. febrúar 2022 07:38
Appelsínugular viðvaranir þegar óveður gengur yfir landið í dag Djúp lægð, um 950 millibara, er komin inn á Grænlandshaf og sendir hún óveður yfir landið í dag. Appelsínugular eða gular viðvaranir hafa verið gefnar út um allt land. Veður 25. febrúar 2022 07:27
Óvissa með færð á fjölmörgum vegum Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu vegna vega sem viðbúið er að fari á óvissustig á morgun eða lokist. Óvissustig Almannavarna er í gildi víða um land fyrri hluta dags á morgun. Innlent 24. febrúar 2022 21:29
Óvissustigi lýst yfir vegna slæmrar veðurspár Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular viðvaranir á morgun og nú er einnig búið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna veðursins sem framundan er. Innlent 24. febrúar 2022 20:24
Foreldrar gætu þurft að sækja börn í skóla á morgun Enn ein appelsínugula viðvörnunin er í gildi á morgun en viðvaranir verða í gildi á öllu landinu. Innlent 24. febrúar 2022 19:59
Allt í lagi að kíkja á djammið annað kvöld — í galla Á miðnætti í kvöld verður öllum sóttvarnatakmörkunum aflétt, hvort tveggja innanlands og á landamærum. Það þýðir að skemmtistaðir geta opnað á fullum afköstum fram á nótt í fyrsta sinn frá því í júlí. Innlent 24. febrúar 2022 17:16
Enn ein veðurviðvörunin Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular og gular veðurviðvaranir fyrir morgundaginn. Veðurviðvaranir eru í gildi á öllu landinu á morgun. Innlent 24. febrúar 2022 15:21
Hvöss norðanátt víða á landinu Framan af degi er hvöss norðanátt nokkuð víða á landinu og skafrenningur, auk þess að það snjóar norðan- og austanlands. Það lægir smám saman í dag. Veður 24. febrúar 2022 09:40
Mæðgur segjast ætla að búa á Dalatanga til eilífðarnóns Mæðgur sem sinna búskap, veðurathugunum og vitavörslu á Dalatanga, einni afskekktustu bújörð landsins, eru búnar að kaupa húsakost á jörðinni af ríkinu. Þar rækta þær sauðfé og hunda og segjast vera að fjárfesta til framtíðar. Innlent 23. febrúar 2022 22:05
Hellisheiðinni lokað á nýjan leik og fjöldi bíla fastur Lokað var fyrir umferð um Hellisheiðina klukkan 9:40 í morgun. Nokkur fjöldi bíla er fastur í Hveradalabrekku. Opið er fyrir umferð um Sandskeið og Þrengsli. Innlent 23. febrúar 2022 10:32