Þrefalt fleiri „sumardagar“ á Akureyri en í Reykjavík Óhætt er að segja að veðurgæðunum hafi verið misskipt hér á landi þetta sumarið. Þannig hafa svokallaðir „sumardagar“ í Reykjavík verið þrefalt færri á tímabilinu maí-ágúst í ár en á Akureyri. Allir dagar í ágústmánuði nema einn náðu að uppfylla viðmið fyrir sumardag á Akureyri. Innlent 1. september 2021 14:41
Áfram leika hlýjar suðlægar áttir um landið Þær hlýju suðlægu áttir sem hafa leikið um landið síðustu daga halda áfram sem þýðir að lítilla breytinga er að vænta í veðrinu. Veður 1. september 2021 07:17
Sunnanátt og hiti að 21 gráðu austanlands Spáð er suðvestan og sunnanátt í dag, víða fimm til tíu metrum á sekúndu, en tíu til fimmtán á norðanverðu Snæfellsnesi og einnig sumsstaðar í vindstrengjum á annesjum á Norðvesturlandi og í Öræfum. Veður 31. ágúst 2021 07:29
Litlar breytingar í veðrinu í dag Litlar breytingar verða í veðrinu í dag með suðvestanátt á landinu og yfirleitt á bilinu fimm til þrettán metrum á sekúndu. Innlent 30. ágúst 2021 07:18
Hlýjar og rakar suðvestanáttir ríkjandi næstu daga Suðvestanátt verður á landinu sem flytur með sér hlýtt og rakt loft í dag og næstu daga. Varað er við allhvössum vindstrengjum á Ströndum og í kringum Öræfajökul í dag. Innlent 29. ágúst 2021 08:39
Draumurinn um hitamet líklega úr sögunni þetta sumarið Þrátt fyrir að ýmis hitamet hafi verið slegin þetta sumarið er ekki útlit fyrir að stóra metið, hæsti hiti sem mælst hefur á Íslandi, verði slegið í sumar. Innlent 27. ágúst 2021 11:26
Milt í veðri en ekki jafn mikil hlýindi og undanfarið Landsmenn mega reikna með suðlægri átt í dag, víða golu eða kalda og sums staðar lítilsháttar vætu, en þurru og björtu veðri á Norðaustur- og Austurlandi. Það verður milt í veðri þó hlýindin verði ekki jafn mikil og undanfarið. Verður hiti á bilinu tólf til 22 stig og hlýjast fyrir austan. Veður 26. ágúst 2021 07:12
Of heitt til að læra inni á Akureyri Veðrið lék við íbúa Norðausturlands í dag. Svo hlýtt var að nemendur Menntaskólans á Akureyri erfitt með að sitja inni í hitanum. Innlent 25. ágúst 2021 21:06
Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. Lífið 25. ágúst 2021 19:43
Hitamet í Grímsey Hæsti hiti sem mælst hefur í Grímsey mældist í dag milli klukkan tíu og ellefu, 22,3 gráður. Innlent 25. ágúst 2021 16:07
Hitinn gæti náð um þrjátíu stigum á Austurlandi Enn leika hlýjar sunnanátttir um landið með vætu og sólarleysi fyrir sunnan og vestan, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Ekki er útilokað að hitamet fyrir ágústmánuð sem slegið var í gær muni falla í dag. Veður 25. ágúst 2021 07:20
Hæsti hiti á landinu síðan júlí 2008 mældist á Hallormsstað Hæsti hiti á landinu síðan í júlí 2008 mældist á Hallormsstað klukkan 13:20 í dag þegar hiti fór í 29,3 stig. Innlent 24. ágúst 2021 13:50
Suðlægar áttir og hiti að 25 stigum Landsmenn mega eiga von á suðlægum áttum og víða dálítilli væru sunnan- og vestanlands, en bjart með köflum fyrir norðan og austan. Veður 24. ágúst 2021 07:09
Spáð hvössum vindstrengjum við fjöll á Snæfellsnesi Spáð er hvössum vindstrengjum við fjöll á norðanverðu Snæfellsnesi í kvöld sem getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Veður 23. ágúst 2021 07:07
Veðurgæðunum ekki skipt jafnt Í dag er spáð suðlægri eða breytilegri átt og þremur til tíu metrum á sekúndu. Súld eða dálítil rigning með köflum öðru hverju sunnan- og vestantil, en yfirleitt þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Hiti tíu til tuttugu stig, hlýjast norðaustanlands. Veður 22. ágúst 2021 09:19
Bongó á Norður- og Austurlandi í næstu viku Spáð er allhvassri austanátt syðst á landinu í dag en annars mun hægari vindi. Bjart veður verður norðaustan- og austanlands með hita að 18 til 20 stigum, en skýjað í öðrum landshlutum og fer að rigna seinni partinn, fyrst sunnantil. Veður 21. ágúst 2021 07:30
Að mestu skýjað og lítilsháttar rigning eða súld Veðurstofan spáir suðlægum eða breytilegum áttum á landinu í dag, yfirleitt á bilinu þrír til átta metrar á sekúndu en syðst á landinu má þó reikna með dálitlum suðaustanstreng. Að mestu skýjað og lítilsháttar rigning eða súld í öllum landshlutum. Veður 20. ágúst 2021 07:24
Skýjabreiðan sem hylur landið mun ekki blása burt í dag Yfir landinu liggur nú hlýtt og rakt loft og vegna hægviðrisins mun skýjabreiðuna sem hylur landið ekki blása burt í dag. Von er á áframhaldandi súld víða um land en þó útlit fyrir að það verði að mestu þurrt norðaustan- og austanlands. Veður 19. ágúst 2021 07:17
Skýjað að mestu og lítilsháttar væta í dag Fremur hæg, breytileg átt verður í flestum landshlutum en Suðaustan fimm til tíu metrar á sekúndu með Suðurströndinni í dag. Veður 18. ágúst 2021 07:02
Skýjað og strekkingur syðst á landinu Í dag verður vestlæg eða breytileg átt 3-8 á sekúndu í dag en strekkingur um tíma syðst á landinu. Innlent 17. ágúst 2021 06:51
Allvíða skýjað við ströndina og þokuloft á köflum Veðurstofan spáir vestlægri eða breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu í dag. Birtir upp inn til landsins, en allvíða verður skýjað við ströndina og þokuloft á köflum. Veður 16. ágúst 2021 07:23
Þungbúinn dagur Það er útlit fyrir þungbúinn dag með smásúld af og til á vestanverðu landinu og einnig á Austfjörðum, segir í hugleiðingum veðurfræðings. Lítt sést til sólar í dag ef marka má spár nema ef vera skyldi á Norðausturlandi og Suðausturlandi, þar sem gæti orðið þokkalega bjart. Innlent 15. ágúst 2021 07:49
Suðurlandið sker sig úr Veðrið ætti að vera best í kringum Kirkjubæjarklaustur í dag, þar sem búist er við að það fari upp í 22 eða 23 gráðu hita. Sömuleiðis er spáð miklum hita í Árnessýslu. Almennt ætti að sjást til sólar á sunnan- og vestanverðu landinu þegar kemur fram á daginn. Innlent 14. ágúst 2021 08:45
Léttir víðast til og hiti að tuttugu stigum Landsmenn mega reikna með rólegri norðlægri átt í dag og dátítilli rigningu á Austfjörðum. Léttir víða til í öðrum landshlutum, fyrst sunnan- og vestanlands. Veður 13. ágúst 2021 07:06
Hiti að 21 stigi og hlýjast norðaustantil Veðurstofan spáir austlægri eða breytilegri átt í dag, golu eða kalda. Léttskýjað verður norðaustantil á landinu í dag, en skýjað með köflum annars staðar og jafnvel síðdegisskúrir á stöku stað. Veður 12. ágúst 2021 07:10
Segja evrópskt hitamet hafa fallið í dag Mögulegt er að mesti hiti í Evrópu frá upphafi mælinga hafi mælst í dag, en stjórnvöld á Sikiley segja að 48,8 gráðu hiti hafi mælst skammt frá borginni Siracusa. Erlent 11. ágúst 2021 21:43
Skýjað að mestu en áfram hlýtt Landsmenn mega eiga von á fremur hægri austlægri eða breytilegri átt í dag en dálítið hvassara allra syðst, undir Eyjafjöllum, líkt og í gær. Veður 11. ágúst 2021 07:10
Hiti upp undir 25 stig á Norðausturlandi Spáð er að hitatölur verði með því hærra sem sjáist hér á landi í dag þar sem verður upp undir 25 stiga hiti á Norðausturlandi í dag. Spáð er hægum vindi en suðaustanstrekkingi á stöku stað á vestanverðu landinu. Veður 9. ágúst 2021 07:18
Allt að tuttugu stiga hiti í dag Útlit er fyrir fallegan og sólríkan dag. Þá stefnir í að hitastigið verði allt að tuttugu gráður á Suður- og NA-landi. Innlent 8. ágúst 2021 08:31
Skúraleiðingar en hlýtt í veðri Áfram má búast við skúraleiðingum, einkum inn til landsins í dag en hlýtt verður í veðri. Búast má við að veður haldist svipað yfir helgina en rigning verður minni um helgina. Veður 6. ágúst 2021 08:03
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent