Veðrið með rólegra móti miðað við árstíma Í dag er útlit fyrir suðaustan golu eða kalda sunnan heiða með dálítilli rigningu eða slyddu. Þá bætir í úrkomu eftir hádegi og er spáð eitt til sex stiga hita. Innlent 2. mars 2021 07:07
Él og lélegt skyggni geta gert ferðalöngum óleik Búist er við hvössum éljahryðjum um landið vestanvert í dag sem gætu gert ferðalöngum óleik. Veðrið verður hvað verst eftir hádegi og fram á kvöld. Veðurfræðingur segir von á hálku í vikunni. Innlent 28. febrúar 2021 11:16
Gular viðvaranir á vesturhluta landsins Í dag fer lægð í norðaustur fyrir vestan land. Henni mun fylgja suðvestanátt með hvössum og dimmum éljum, en þurru og björtu veðri austanlands. Búast má við að það taki að lægja í kvöld. Innlent 28. febrúar 2021 07:50
Vætusamt og hlýtt í dag en kólnar á morgun Búast má við sunnan- og suðvestanátt, um tíu til átján metrum á sekúndu í dag. Vætusamt verður og fremur hlýtt, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. Innlent 27. febrúar 2021 07:45
Rigning og bætir í vind í kvöld Landsmenn mega eiga von á suðlægri átt í dag, víða átta og þrettán metrum á sekúndu, og rigningu eða skúrum, og talsverðri rigningu á Suðausturlandi. Úrkomulítið verður um landið norðaustanvert. Innlent 26. febrúar 2021 07:15
Spá allt að ellefu stiga hita Veðurstofan spáir fremur hægum vindi í dag og á sunnanverðu landinu þykknar upp með smáskúrum. Fyrir norðan rofar smám saman til eftir þungbúið veður í gær og það hlýnar í veðri; hiti verður eitt til fimm stig seinnipartinn en víða vægt frost á Norður- og Austurlandi. Innlent 25. febrúar 2021 07:26
Vedur.is hrundi þegar 70 þúsund manns vildu þangað inn í einu Árni Snorrason forstjóri Veðurstofunnar segir að þegar hafi farið fram gagngerar endurbætur á vefnum vedur.is, sem lagðist niður í morgun, og þeim sé ekki lokið. Innlent 24. febrúar 2021 17:10
Besti dagur ársins í Bláfjöllum en bannað að skíða Einar Bjarnason rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum var súr með að þurfa að loka skíðasvæðinu eftir hádegið í dag að kröfu almannavarna. Hann segir veðrið ekki hafa verið jafngott í ár og færið frábært. Vegna jarðskjálftanna á Reykjanesi í dag hafa almannavarnir lýst yfir hættustigi og gert þá kröfu að skíðasvæðinu verði lokað. Innlent 24. febrúar 2021 16:10
Bjartviðri suðvestanlands en víða rigning eða snjókoma Veðurstofan spáir norðaustan fimm til þrettán metrum á sekúndu í dag og víða dálítil rigning eða snjókoma. Þó má reikna með bjartviðri suðvestanlands. Hiti verður víðast á bilinu eitt til sex stig, en nálægt frostmarki á Norður- og Austurlandi. Innlent 24. febrúar 2021 07:38
Víða strekkingur eða allhvasst og rigning Búast má við austan- og norðaustanátt í dag, víða strekkingi eða allhvössum vindi, átta til fimmtán metrar á sekúndu, en heldur hægari á Norðaustur- og Austurlandi. Talsverð rigning suðaustantil á landinu og rigning eða slydda með köflum í öðrum landshlutum eftir hádegi, en snjókoma norðaustanlands. Veður 23. febrúar 2021 07:06
Hægir vestanvindar en sums staðar snjór Landsmenn mega búast við fremur hægum vestanvindum í dag og þar sem mun snjóa sums staðar norðvestan til. Annars staðar verður lítilsháttar slydda eða rigning og mun létta smám saman til á Suðausturlandi. Veður 22. febrúar 2021 07:21
Tugir látnir vegna kuldakastsins og marga skortir neysluvatn Minnst 56 Bandaríkjamenn hafa dáið í vikunni vegna kuldakastsins sem gengið hefur yfir mið- og suðurríki Bandaríkjanna. Þar af bjuggu minnst þrjátíu í Texas, þar sem rafmagnsleysi hefur leikið íbúa grátt. Erlent 19. febrúar 2021 10:19
Lægð nálgast landið Lægð nálgast nú landið úr suðri og fylgir henni vaxandi norðaustanátt, víða átta til fimmtán metrar á sekúndu eftir hádegi. Skýjað með köflum en þurrt að kalla að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Innlent 19. febrúar 2021 07:04
Léttir víða til eftir hádegi og hiti um frostmark Veðurstofan spáir hægri breytilegri átt á landinu í dag þar sem reikna má með lítilsháttar rigningu eða slyddu með köflum framan af deginum, einkum um vestanvert landið. Innlent 18. febrúar 2021 07:07
Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. Erlent 17. febrúar 2021 17:01
Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og óvissustigi á Austfjörðum Hættustigi hefur verið aflýst á Seyðisfirði og einnig óvissustigi vegna ofanflóða á Austfjörðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjóran um á Austurlandi. Innlent 17. febrúar 2021 14:37
Yfirlögregluþjónn býst við að rýming standi fram yfir hádegi Yfirlögregluþjónn á Austurlandi á frekar von á því að rýming um fimmtíu húsa á Seyðisfirði muni standa eitthvað áfram en Veðurstofan mun nýta gluggann nú í hádeginu þegar styttir upp til að meta stöðugleika hlíðarinnar. Innlent 17. febrúar 2021 12:02
Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. Erlent 17. febrúar 2021 07:55
Breytileg átt og rigning, slydda eða snjókoma Spáð er breytilegri átt á landinu í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu, og rigningu, slyddu eða snjókomu. Hiti verður um eða yfir frostmarki. Veður 17. febrúar 2021 07:46
Minnst ellefu látnir vegna aftakaveðurs Minnst ellefu hafa látist í suðurríkjum Bandaríkjanna vegna kulda og snjókomu. Þrír létust og tíu slösuðust eftir að hvirfilbylur reið yfir í Norður-Karólínu í morgun. Björgunaraðgerðir eru enn í gangi. Erlent 16. febrúar 2021 18:22
Mikill viðbúnaður víða um Bandaríkin vegna kulda og snjókomu Mikill viðbúnaður er nú í flestum ríkjum Bandaríkjanna vegna kulda og snjókomu sem gengið hefur yfir stóran hluta landsins og ekki síst í ríkjum sem alla jafna sjá ekki mikinn snjó. Erlent 16. febrúar 2021 07:22
Rigning, slydda eða snjókoma í kortunum Það verður fremur hæg suðaustlæg átt í dag og dálitlar skúrir fyrri part dags en þurrt og bjart veður á Norðurlandi. Hiti verður eitt til sex stig. Innlent 16. febrúar 2021 07:03
Öryggistilfinningin komi ekki að fullu aftur fyrr en með nýju hættumati Íbúar Seyðisfjarðar eru margir hverjir orðnir langþreyttir á að búa við ógn og rýmingu en þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið takast þeir á við ástandið af fádæma æðruleysi. Þetta segir forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Innlent 15. febrúar 2021 14:32
Hættustigi aflýst á Seyðisfirði og rýmingu aflétt Veðurstofa Íslands hefur aflýst hættustigi á Seyðisfirði vegna hættu á snjóflóðum og þar með rýmingu aflétt á reitum 4 og 6 samkvæmt rýmingarkorti vegna snjóflóðahættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Innlent 15. febrúar 2021 09:03
Ekkert frést af flóðum á Seyðisfirði Ekkert hefur frést af því að snjóflóð hafi fallið á Seyðisfirði í nótt að sögn ofanflóðafræðings hjá Veðurstofu Íslands. Innlent 15. febrúar 2021 06:45
Enn óvissuástand á Austfjörðum Sérfræðingar á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands funduðu um miðjan dag í dag um óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Miklar rigningar hafa verið á svæðinu frá því í gær og er gert ráð fyrir áframhaldandi úrkomu fram á nótt með rigningu í byggð sem nær líklega upp á fjallatoppa. Innlent 14. febrúar 2021 16:32
Dregur víðast hvar úr vindi og vætu þegar líður á daginn Það er suðaustan- og austanátt á landinu, víða allhvass eða hvass vindur, en sums staðar stormur til fjalla. Búast má við að dragi úr vindi og vætu seinnipartinn í dag, þó áfram rigni talsvert á Austurlandi fram á nótt. Innlent 14. febrúar 2021 07:41
Óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna ofanflóðahættu á Austurlandi. Það tekur gildi klukkan átta í kvöld vegna mikillar rigningaspár næsta einn og hálfa sólarhringinn. Innlent 13. febrúar 2021 17:52
Stormur á stöku stað og hreindýrahjarðir við vegi Það slær í storm á stöku stað á landinu yfir helgina. Ekkert ferðaveður er á miðhálendinu og felldi Herjólfur niður fyrstu ferð í Þorlákshöfn í morgun vegna veðurs. Innlent 13. febrúar 2021 12:02
Talsverð rigning í kortunum og líkur á vatnavöxtum Veðurstofa Íslands spáir allhvassri eða hvassri suðaustanátt um helgina með talsverðri rigningu sunnan- og austanlands, einkum á Suðausturlandi og sunnanverðum Austfjörðum. Innlent 12. febrúar 2021 07:29
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent