Dúi verður upplýsingafulltrúi í ráðuneyti Svandísar Dúi J. Landmark hefur verið ráðinn nýr upplýsingafulltrúi matvælaráðuneytisins. Hann hefur störf í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Innlent 11. mars 2022 16:46
Þau sækjast eftir embætti forstjóra Tryggingastofnunar Alls sækja níu manns um embætti forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins sem auglýst var laust til umsóknar í síðasta mánuði. Innlent 11. mars 2022 13:07
Pari Stave nýr forstöðumaður Skaftfells Stjórn Skaftfells, myndlistarmiðstöðvar Austurlands, tilkynnti í gær að Pari Stave hefur verið ráðin nýr forstöðumaður. Hún tekur til starfa 1. maí næstkomandi. Menning 11. mars 2022 08:25
Árni hlaut 98 prósent atkvæða Árni Sigurjónsson, yfirlögfræðingur Marels, var endurkjörinn formaður stjórnar Samtaka iðnaðarins á aðalfundi í dag. Hann var einn í framboði og hlaut 98 prósent atkvæða. Viðskipti innlent 10. mars 2022 13:29
23 vilja verða skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu Alls sóttu 23 einstaklingar um embætti skrifstofustjóra skrifstofu innri þjónustu í forsætisráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipar í embættið til fimm ára en umsóknarfrestur rann út 3. mars síðastliðinn. Innlent 9. mars 2022 11:01
Ráðin til sjóbaða Skúla í Hvammsvík Hilmar Þór Bergmann, Fríða Jónsdóttir, Gróa Jónsdóttir og Guðmundur Guðjónsson hafa öll verið ráðin til starfa til að vinna að uppbyggingu ferðaþjónustu í Hvammsvík í Hvalfirði. Viðskipti innlent 8. mars 2022 09:11
Breytingar gerðar á framkvæmdastjórn Marel Breytingar hafa verið gerðar á framkvæmdastjórn Marel, sem taka gildi frá og með deginum í dag. Fram kemur í tilkynningu frá Marel að markmið breytinganna sé að skerpa á skilvirkni í rekstri, stjórnun lykilfjárfestinga til að auka hraða og sveigjanleika og styðja við vaxtarmarkmið. Viðskipti innlent 7. mars 2022 17:43
Lóa Björk um borð í Lestina Lóa Björk Björnsdóttir hefur verið ráðin í dagskrárgerð og menningarumfjöllun á Rás 1. Hún mun stýra Lestinni með Krisjáni Guðjónssyni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. Viðskipti innlent 7. mars 2022 16:40
Gylfi Þór leiðir teymið sem aðstoðar flóttafólk frá Úkraínu Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, hefur verið ráðinn til þess að stýra því stóra verkefni að skipuleggja komu flóttafólks frá Úkraínu til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Innlent 7. mars 2022 11:20
Álfur Birkir nýr formaður Samtakanna ´78 Álfur Birkir Bjarnason var í dag kjörinn formaður Samtakanna ´78 þegar aðalfundur félagsins var haldinn. Innlent 6. mars 2022 18:26
Gestur hættir sem framkvæmdastjóri Veitna Gestur Pétursson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Veitna frá árinu 2019, hefur látið af störfum hjá félaginu. Innherji 5. mars 2022 15:01
Stjórnarformaður Eimskips segir réttast að leyfa öðrum að taka við keflinu Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Öldu Seafood Holding, sem heldur utan um starfsemi Samherja Holding í Evrópu og Kanada, segist ekki gefa kost á sér í aðalstjórn Eimskips vegna anna í starfi og auk þess segir hann að Eimskip standi á tímamótum eftir vel heppnaðar stefnubreytingar á síðustu þremur árum. Innherji 5. mars 2022 14:00
Hættir sem framkvæmdastjóri hjá Play og einbeitir sér að fluginu Guðni Ingólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Play. Guðni tekur við sem framkvæmdastjóri af Arnari Má Magnússyni, einum af stofnendum Play. Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar. Viðskipti innlent 4. mars 2022 16:14
Áslaug Arna braut lög með ráðningu Ásdísar Höllu Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var óheimilt að setja Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. Innlent 4. mars 2022 12:56
Gunnar Egill nýr forstjóri Samkaupa Gunnar Egill Sigurðsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Samkaupa og tekur við af Ómari Valdimarssyni sem hefur gegnt stöðunni undanfarin þrettán ár. Gunnar Egill hefur starfað sjá fyrirtækinu í tuttugu ár, nú síðast sem framkvæmdastjóri verslunarsviðs. Viðskipti innlent 4. mars 2022 12:09
Snæbjörn Ingi frá Origo til Itera Snæbjörn Ingi Ingólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlega tæknifyrirtækisins Itera á Íslandi. Itera opnaði á síðasta ári skrifstofu í Reykjavík en aðalskrifstofur fyrirtækisins eru í Noregi. Viðskipti innlent 4. mars 2022 10:36
Herdís tekur sæti Katrínar í peningastefnunefnd Herdís Steingrímsdóttir, dósent í hagfræði við Copenhagen Business School, hefur verið skipuð í peningastefnunefnd Seðlabankans til næstu fimm ára. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Viðskipti innlent 4. mars 2022 10:24
Brynja fer frá Krónunni til Orkunnar Brynja Guðjónsdóttir hóf á dögunum störf sem markaðsstjóri Orkunnar. Hún var áður hjá Krónunni í sambærilegum verkefnum. Klinkið 3. mars 2022 15:15
Þau sóttu um stöðu ráðuneytisstjóra í nýju ráðuneyti Áslaugar Örnu Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem auglýst var 3. febrúar síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. Innlent 3. mars 2022 10:11
Bjarni Halldór aðstoðar Þorgerði Katrínu Bjarni Halldór Janusson, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi varaþingmaður, hefur verið ráðinn nýr aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns og þingmanns Viðreisnar. Innlent 2. mars 2022 11:10
Ráðin framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar Stjórn Menningarfélags Akureyrar hefur ráðið Evu Hrund Einarsdóttur í starf framkvæmdastjóra. Innlent 2. mars 2022 08:29
Gísli Freyr tekur við af Stefáni Einari Gísli Freyr Valdórsson hefur verið ráðinn fréttastjóri viðskiptadeildar Morgunblaðsins og tekur hann við stöðunni af Stefáni Einari Stefánsyni. Viðskipti innlent 2. mars 2022 07:20
Þórey ráðin fjármálastjóri VAXA Þórey G. Guðmundsdóttir, sem starfaði áður um árabil sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Bláa lónsins, hefur verið ráðin fjármálastjóri hjá hátæknigróðurhúsinu VAXA. Mun hún taka við starfinu innan fárra vikna. Klinkið 1. mars 2022 17:30
Benedikt nýr framkvæmdastjóri hjá Orkuveitunni Benedikt K. Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur og hefur störf síðar í mánuðinum. Hann lætur um leið af störfum sem ráðgjafi hjá KPMG. Svanbjörn Thoroddsen tekur við stöðu hans hjá KPMG. Innlent 1. mars 2022 16:37
Berglind nýr verkefnastjóri hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt Berglind Sunna Bragadóttir hefur tekið við stöðu verkefnastjóra kynningarmála hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt en hún gegndi áður stöðu upplýsinga- og kynningastjóra hjá Keili - miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Innlent 1. mars 2022 16:07
Sigríður snýr aftur í Efstaleiti Sigríður Halldórsdóttir hefur verið ráðin til starfa á RÚV. Hún starfaði síðast fyrir Ríkisútvarpið árið 2019 í fréttaskýringaþættinum Kveik. Innlent 1. mars 2022 15:22
Ragnheiður hættir sem forstjóri Opinna Kerfa Ragnheiður Harðar Harðardóttir, sem hefur stýrt Opnum Kerfum undanfarin þrjú ár, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri upplýsingatæknifyrirtækisins. Áður en hún tók við sem forstjóri félagsins árið 2019 hafði hún verið fjármálastjóri Opinna Kerfa. Innherji 1. mars 2022 13:02
Hættir sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar og fer til UN Women María Rut Kristinsdóttir hættir í dag sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, eftir fjögurra ára starf. Hún hefur tekið við sem kynningarstýra UN Women. Innlent 1. mars 2022 10:11
Brjánn nýr samskiptastjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Brjánn Jónasson hefur nú hafið störf sem samskiptastjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hann var ráðinn úr hópi níu umsækjenda. Innlent 25. febrúar 2022 14:37
Rut ráðin framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands Rut Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Hún hefur störf í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Innlent 25. febrúar 2022 12:01