

varafréttastjóri
Atli er varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Flutningur á rússnesku gasi í gegnum Úkraínu til Evrópu hefur nú loks stöðvast að fullu. Þrátt fyrir stríðið sem geisað hefur frá innrás Rússa í Úkraínu hafa gasflutningar haldið áfram vegna samnings sem undirritaður var árið 2019.
Ellefu manns hið minnsta eru særðir eftir skotárás fyrir utan skemmtistað í Queens í New York í Bandaríkjunum í nótt.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um að brunakerfi Háteigsskóla í Reykjavík hafi farið í gang í nótt.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi eftir að tilkynning barst um að hann væri með oddhvöss vopn meðferðis.
Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir líta á það sem skref í átt til jafnréttis að þrjár konur hafi leitt stjórnarmyndunina að loknum þingkosningum í nóvember. Það sé einsdæmi í sögu Íslendinga og á sviði þar sem mjög hafi hallað á konur í gegnum tíðina.
Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt.
Tíu eru látnir og þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið inn í mannfjölda á Bourbon Street í bandarísku borginni New Orleans í morgun.
Einn karlmaður var í bílnum sem fór út af bryggjunni á Ægisgarði í Reykjavík og í höfnina eftir hádegið í gær. Ástand mannsins er sagt mjög alvarlegt en hann var fluttur á Landspítalann eftir að tókst að koma honum úr bílnum.
Mikill fjöldi var saman kominn til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi borgarstjóra og utanríkisráðherra, í Hörpu í Reykjavík í gær.