Miss Universe Iceland: Stefnir á pólitík í framtíðinni Karen Ósk Kjartansdóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Midnight Sun. Karen er alltaf tilbúin að takast á við nýjar áskoranir og lítur upp til foreldra sinna fyrir að gefast ekki upp á markmiðum sínum og draumum. Hún stefnir á pólítík í framtíðinni og segir innri manneskju fólks alltaf skipta mestu máli. 21.7.2022 08:31
„Legg til að fólk dusti rykið af Nylon textunum fyrir brekkuna“ Söngkonan Klara Elias frumsýnir síðasta myndbandið í röð órafmagnaðra Þjóðhátíðarlaga hér á Lífinu á Vísi á morgun klukkan 12:30. 20.7.2022 16:00
Frumsýning á Vísi: Snorri Helgason og Ari Eldjárn sameina krafta sína Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Snorra Helgasonar, en myndbandið er við glænýtt lag frá Snorra sem ber nafnið Hæ Stína. Uppistandarinn og filmuáhugamaðurinn Ari Eldjárn leikstýrði en blaðamaður tók púlsinn á þeim vinum og fékk að heyra nánar frá. 20.7.2022 12:30
„Hún kann að halda mér niðri á jörðinni ef hausinn fer á eitthvað flug“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, sér um brekkusönginn í ár. Hann stóð vaktina í síðasta brekkusöng þar sem engir áhorfendur voru í dalnum en söng sig inn í hjörtu margra landsmanna á skjánum heima. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Kjartani, sem fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir rúmum tveimur áratugum. 20.7.2022 11:31
Ætlar ekki að leyfa sjúkdómnum að stoppa sig Alexandra Andreyeva Tomasdottir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár en með keppninni langaði hana meðal annars að komast út úr þægindarammanum. Alexöndru langar að ljúka háskólagráðu í lífeindafræði og fara erlendis í framhaldsnám og þrátt fyrir að hafa þurft að mæta ýmsum hindrunum á undanförnum árum tekst hún á við hlutina með jákvæðninni. 20.7.2022 08:30
Sambandsslit og nostalgía Tónlistarmaðurinn snny var að senda frá sér nýtt lag sem ber nafnið Flying In The Dark. Snny er frá Bandaríkjunum en hefur búið á Íslandi með íslensku kærustu sinni og barni síðustu ár. 19.7.2022 13:30
„Svo ræski ég mig, set upp sólgleraugun og negli á svið“ Hljómsveitin Hipsumphaps gerði garðinn frægan með fyrsta laginu sínu Lífið sem mig langar í sem kom út árið 2019. Sveitin hefur síðan þá verið vinsæl víða um landið og spilað á ýmsum hátíðum. Blaðamaður tók púlsinn á Fannari Inga, söngvara sveitarinnar. 19.7.2022 11:31
„Í jörðu djúpt undir umferðinni bíður ófæddur skógur þögull í þúsund ár“ Listakonan Björg Örvar opnaði myndlistarsýningu í Gallery Þulu um síðustu helgi. Sýningin ber nafnið „Í jörðu djúpt undir umferðinni bíður ófæddur skógur þögull í þúsund ár“, en titillinn er tilvitnun í ljóð skáldsins Tomas Tranströmer. 19.7.2022 09:31
„Við bjuggum eitthvað til og nú kunna aðrir það“ Hljómsveitin FLOTT er skipuð fimm tónlistarkonum úr ólíkum áttum tónlistarheimsins, þeim Ragnhildi, Sylvíu, Sólrúnu Mjöll, Eyrúnu og Vigdísi. FLOTT hefur vakið athygli undanfarin misseri, voru sem dæmi með lag í Áramótaskaupinu og skrifuðu í vetur undir samning við Sony. Stelpurnar koma fram á Þjóðhátíð í ár en þetta er í fyrsta skipti sem þær sækja hátíðina. 18.7.2022 12:30
„Í raun er fólk að fá að fylgjast með bataferli mínu nánast frá upphafi“ Tónlistarkonan Sjana Rut gaf út plötuna Unbreakable fyrsta júlí síðastliðinn. Platan er seinni hluti af tvískiptri plötu sem nefnist Broken/Unbreakable og fjallar um kynferðisofbeldi sem Sjana Rut varð fyrir sem barn. Blaðamaður ræddi við Sjönu um tónlistina og lífið. 18.7.2022 09:31