Kallar eftir stuðningi allra múslima við Hezbollah Leiðtogi Hryðjuverksamtakanna Hezbollah var drepinn í loftárásum Ísraela á Beirút í nótt. Æðstiklerkur Íran segir alla múslima þurfa að standa með trúbræðrum sínum í Hezbollah. Talsmaður Ísraelshers segir samtökin draga Líbanon og nærliggjandi ríki inn í átök, sem Ísrael vilji ekki að breiðist út. 28.9.2024 18:10
Sundrun á hægri vængnum og örvænting meðal fyrstu kaupenda Í kvöldfréttum Stöðvar 2 köfum við í pólitíkina en kosningabarátta er hjá flestum flokkum komin á fullt. Við heyrum í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sem er spennt fyrir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks. 28.9.2024 18:07
Úrbætur á gæsluvarðhaldsúrræði fyrir unglinga og upphaf körfuboltatímabilsins Dómsmálaráðherra segir ekki ganga upp til lengdar að meðferðarúrræðið á Stuðlum sé nýtt sem gæsluvarðhaldsúrræði fyrir unglinga, sem fremja afbrot. Rætt verður við ráðherra um stöðu mála í hádegisfréttum á Bylgjunni. 28.9.2024 11:40
Draumurinn að fríbúðir skjóti upp kollinum um alla borg Loftvifta, fondúpottur, rifjárn og kertalukt er meðal þess sem finna má í nýrri fríbúð í Bókasafninu Gerðubergi. Búðin verður opin næsta árið og býðst fólki að koma með dót sem það er hætt að nota og taka það sem því sýnist. 27.9.2024 21:01
„Íslenska vegakerfið er líklega hættulegasti ferðamannastaður landsins“ Stofnaður hefur verið starfshópur til að bregðast við fjölda alvarlegra slysa hjá erlendum ferðamönnum. Ferðamálastjóri segir íslenska vegakerfið sennilega hættulegasta ferðamannastað landsins. Finna þurfi betri leiðir til að koma upplýsingum um hætturnar sem leynast á landinu til ferðamanna. 27.9.2024 12:32
Erlend glæpagengi fá Íslendinga til að ræna reiðhjólaverslanir Brotist hefur verið inn í fjölmargar reiðhjólaverslanir á árinu, síðast fyrir helgi. Lögreglumaður segir innbrot í slíkar verslanir nokkuð ný af nálinni. Algengt sé að erlendir glæpahópar greiði Íslendingum fyrir að ræna verslanir og dæmi um að reynt hafi verið að senda þýfið úr landi. 24.9.2024 20:00
Svekktur en ekki hissa á færri íbúðum í byggingu Forseti ASÍ segir svekkjandi að íbúðauppbygging hafi dregist saman um tæp sautján prósent á síðasta árinu. Það komi hins vegar ekki á óvart miðað við núverandi vaxtaumhverfi og verðbólgu. 24.9.2024 12:10
„Þetta er ekki átak til einhverra daga eða vikna“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tók á móti tæpum níu milljónum króna sem söfnuðust í Minningarsjóð Bryndísar Klöru með kertasölu og góðgerðahlaupi í Salaskóla. Skipuleggjandi kertasölunnar segir magnað að sjá hvað samtakamáttur þjóðarinnar er mikill þegar bjátar á. 23.9.2024 21:03
Skilur að fólk sé hugsi yfir mögulegum skyldleika við sæðisgjöf Heimspekingur segist skilja vel að fólk hafi orðið hugsi eftir fréttir af því að skyldleiki íslenskra sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæði hérlendis sé ekki skoðaður. Smæð samfélagsins geti kallað á að farið sé lengra en lagarammi og læknisfræðileg rök kveða á um. 23.9.2024 20:02
Býður sig ekki fram til formanns og styður Svandísi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og starfandi formaður Vinstri grænna (VG) ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Í stað þess vill hann sjá Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og þingmann VG leiða flokkinn en hún hefur ekki tilkynnt framboð. 23.9.2024 18:24