Isiah grét er Magic bað hann afsökunar | Myndband Það voru sögulegar sættir á milli goðsagnanna Magic Johnson og Isiah Thomas í þætti á NBA TV í gær. 20.12.2017 23:00
Deeney í ruglinu síðan hann sagði að það vantaði allan pung í lið Arsenal Þann 14. október síðastliðinn var fyrirliði Watford, Troy Deeney, ansi brattur. Það var upp á honum typpið er Watford hafði komið til baka og unnið Arsenal, 2-1. Þá sagði hann að það vantaði allan pung í lið Arsenal. 20.12.2017 20:30
Björgvin Páll á leið til Danmerkur Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er búinn að semja við danska úrvalsdeildarfélagið Skjern. 20.12.2017 16:27
Birkir Már búinn að semja við Val Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson er kominn heim en hann skrifaði í dag undir samning við uppeldisfélag sitt, Val. 20.12.2017 15:57
Till er ekkert að hugsa um Gunnar Nelson Englendingurinn Darren Till var í spjalli við Ariel Helwani í The MMA Hour um hvað hann vill gera næst á ferlinum. Hann minntist ekki einu orði á Gunnar Nelson þó svo hann hafi sagt á dögunum að hann væri klár í að mæta okkar manni. 20.12.2017 15:30
Guðrún Brá náði ekki í gegn á Evrópumótaröðina Kylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði ekki að tryggja sér sæti á Evrópumótaröðinni í golfi í dag er hún lauk leik á lokaúrtökumótinu í Marokkó. 20.12.2017 14:44
Fangelsaður fyrir að ráðast á Sterling Margdæmd fótboltabulla var í dag dæmd í fangelsi fyrir að ráðast á Raheem Sterling, leikmann Man. City, um síðustu helgi. 20.12.2017 14:30
Ponzinibbio getur ekki hætt að pota í augu andstæðinga sinna Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio er ekkert sérstaklega vinsæll hér á landi eftir að hann tróð puttunum sínum á kaf í augu Gunnars Nelson í Glasgow síðasta sumar. Hann er ekki hættur að beita þeirri taktík. 20.12.2017 13:45
Moneyball-gaurinn mættur í enska boltann Það gæti farið að birta til hjá enska knattspyrnufélaginu Barnsley eftir að moldríkir Kínverjar keyptu félagið og fengu til sín manninn sem gjörbylti hafnaboltaheiminum og myndin Moneyball var gerð um. 20.12.2017 11:00
Geggjuð tilfinning en eins og þetta væri eitthvert aprílgabb Hinn ungi markvörður FH, Ágúst Elí Björgvinsson, mun þreyta frumraun sína á stórmóti í janúar. Hann segir tilfinninguna hafa verið geggjaða að vera valinn í hópinn. Ágúst Elí er klár í stóra prófið í Króatíu. Hann hefur lagt a 18.12.2017 06:30