fréttamaður

Nadine Guðrún Yaghi

Nadine starfaði á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á árunum 2014-2021 og sá um fréttaskýringaþáttinn Kompás.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Farþegar sem koma frá svæðum þar sem nýgengi kórónuveirusmita er 700 eða meira á hverja hundrað þúsund íbúa þurfa skilyrðislaust að fara í sóttkví í sóttvarnahúsi, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem fjallað verður um í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Enn annað breskt afbrigði greinst hér á landi

Einn einstaklingur greindist með nýtt afbrigði af breska afbrigði kórónuveirunnar. Smitið er rakið saman við smit einstaklings á landamærunum. Afbrigðið hefur ekki greinst áður hér á landi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir þetta hafa komið á óvart.

Leggur til strangari viðmið fyrir skyldudvöl ferðamanna

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til strangari viðmið fyrir skyldudvöl ferðamenna í sóttvarnahúsi en gert var ráð fyrir í upprunalegum hugmyndum ráðherra. Hann hefur skilað minniblaði þar að lútandi til ráðhera.

Sóttvarnalæknir kominn að borðinu

Frumvarp um skylduvist farþega frá útlöndum í sóttvarnahúsi tók miklum breytingum á næturfundi á Alþingi. Ráðherra fær nú umboð til að skilgreina áhættusvæði að fenginni tillögu sóttvarnalæknis, ólíkt hugmyndum sem ríkisstjórnin kynnti fyrr í vikunni.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Frumvarp um skyldudvöl fólks í sóttvarnahúsi tók miklum breytingum á nætufundi á Alþingi. Ráðherra fær nú umboð til að skilgreina áhættusvæði að fenginni tillögu sóttvarnalæknis, ólíkt hugmyndum sem ríkisstjórnin kynnti í fyrradag.

Hefði viljað ganga lengra til að „stoppa lekann á landamærum“

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, segir miður að ekki hafi verið gengið lengra í frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi í nótt við að veita sóttvarnayfirvöldum heimild til að „stöðva lekann á landamærum.“ Hún telur ósamstöðu innan ríkisstjórnarinnar um að kenna.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við sóttvarnalækni um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi en hann er órólegur vegna stöðunnar. Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. 

Sjá meira