Star Wars Outlaws: Ekki eins hræðilegur og internetið segir Star Wars Outlaws er í fljótu bragði ekki framúrskarandi leikur sem gerist í opnum heimi. Hann fylgir öllum helstu formúlunum og fer sjaldan upp úr þeim förum en hann er þó skemmtilegur og býr yfir góðri sögu úr Star Wars söguheiminum. Hann er ekki gallalaus og hefði haft gott af smá fínpússun fyrir útgáfu. 4.9.2024 08:48
Endurgreiða þeim fáu sem keyptu Concord Forsvarsmenn Sony hafa ákveðið að taka nýja leikinn Concord úr sölu og endurgreiða þeim sem keyptu. Ekki verður hægt að spila leikinn eftir 6. september, á meðan tekin verður ákvörðun með framhald leiksins, sem gefinn var út þann 23. ágúst. 3.9.2024 16:33
Enn einn eldflaugavísindamaðurinn dæmdur í fangelsi Alexander Shiplyuk, eldflaugavísindamaður, var í morgun dæmdur í fimmtán ára fangelsi í Rússlandi. Hann er að minnsta kosti fjórði vísindamaðurinn sem komið hefur að þróun nýrra ofurhljóðfrárra eldflauga Rússa sem dæmdur er í fangelsi. 3.9.2024 16:13
Undrandi að enn séu seldar íshellaferðir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir það koma sér á óvart að enn sé verið að selja ferðir í íshella, eftir slysið í íshellinum á Breiðamerkurjökli í síðasta mánuði. Hann spurði á ríkisstjórnarfundi í morgun hvort ástæða væri til að stöðva slíkar ferðir að sumarlagi. 3.9.2024 13:55
Fjörutíu og sjö fallnir og rúmlega tvö hundruð særðir í skotflaugaárás Að minnsta kosti 47 féllu og 206 eru særðir eftir að tvær skotflaugar hæfðu skóla, þar sem nýir hermenn fá þjálfun, og sjúkrahús í Poltava í Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir marga hafa lent undir braki húsa sem skemmdust í árásinni. 3.9.2024 11:54
Rúmlega hundrað köfnuðu eða krömdust við flóttatilraun Yfirvöld í Austur-Kongó segja að minnst 129 fangar hafi látið lífið við að reyna að strjúka úr fangelsi í Kinshasa, höfuðborg landsins, á aðfaranótt sunnudags. Minnst 59 eru sagðir slasaðir og segjast yfirvöld hafa náð tökum á ástandinu. 3.9.2024 11:22
Bein útsending: EES og innri markaðurinn Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytið halda í dag opinn fund um stöðu og hörfur EES og innri markaðarins. Um þessar mundir á EES-samningurinn, sem tengir Ísland við innri markað Evrópusambandsins , þrjátíu ára afmæli. 3.9.2024 11:03
Vill rétta Musk niðurskurðarhnífinn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, er sagður hafa um nokkuð skeið rætt við ráðgjafa sína um að skipa auðjöfra og þekkta forstjóra í starfshóp sem finna á leiðir til niðurskurðar hjá alríkisstjórn Bandaríkjanna. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, er meðal þeirra sem gæti setið í starfshópnum og hefur hann lýst því yfir að hann sé tilbúinn til starfa. 3.9.2024 09:35
GameTíví: Snúa hlekkjaðir saman úr sumarfríi Strákarnir í GameTíví snúa aftur úr sumarfríi í kvöld. Veturinn ætla þeir að byrja á leiknum Chained together, sem hefur vakið mikla athygli að undanförnu. 2.9.2024 19:31
Eldflaugum frá Norður-Kóreu skotið að Úkraínu Rússar sendu í nótt fjölda dróna og eldflauga að skotmörkum í Úkraínu. Notast var við 35 stýri- og skotflaugar auk 26 Shahed-dróna, samkvæmt Úkraínumönnum, og segjast þeir hafa skotið niður níu skotflaugar, þrettán stýriflaugar og tuttugu dróna. 2.9.2024 16:09