Ronaldo á skotskónum og VAR bjargaði Króötum Cristiano Ronaldo var á meðal markaskorara í 3-1 sigri Portúgals gegn Póllandi. Þá voru Skotar grátlega nálægt því að taka með sér stig úr leiknum gegn Króatíu. 12.10.2024 21:05
Aronslausir FH-ingar unnu nýliðana Íslandsmeistarar FH unnu nokkuð þægilegan sigur á Fjölni þegar liðin mættust í Kaplakrika í Olís-deildinni í kvöld. 12.10.2024 19:31
Jafnt í spennandi Íslendingaslag Íslendingaliðin Göppingen og Gummersbach áttust í dag við í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Liðin skildu jöfn eftir spennandi leik þar sem Göppingen var nálægt því að vinna sinn fyrsta sigur í deildinni. 12.10.2024 18:54
Sveindís hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í þýska liðinu Wolfsburg höfðu betur gegn liði Bayern í sannkölluðum Íslendingaslag í þýska boltanum í dag. 12.10.2024 17:50
Sædís og Vålerenga með níu fingur á titlinum Sædís Heiðarsdóttir og lið Vålerenga er komið með níu fingur á norska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir öruggan sigur á Lyn í dag. 12.10.2024 16:42
Jason lagði upp í sigri gegn liði 92-árgangsins Jason Daði Svanþórsson var í byrjunarliði Grimsby Town sem vann góðan sigur í League Two-deildinni á Englandi í dag. Þetta var fjórði sigur Grimsby í síðustu fimm leikjum. 12.10.2024 16:06
Hareide um Orra hjá Sociedad: „Þeir eru góðir í að sjá um Skandinavana“ Åge Hareide landsliðsþjálfari Íslands er ánægður með að Orri Steinn Óskarsson hafi valið að ganga til liðs við Real Sociedad á Spáni í sumar. Orri Steinn hefur skorað tvö mörk fyrir spænska liðið á tímabilinu. 12.10.2024 11:46
Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum. 12.10.2024 09:01
Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Líkt og áður þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu spilar höfðu stuðningsmenn liðsins mikið að segja á samfélagsmiðlum. Þetta hafði þjóðin að segja um leik Íslands og Wales. 11.10.2024 20:39
Stjörnulögfræðingur á að bjarga Paqueta frá lífstíðarbanni Enska knattspyrnusambandið rannsakar nú mögulega aðild brasilíumannsins Lucas Paqueta að víðtæku veðmálasvindli. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarbann en félag hans West Ham ætlar að gera sitt til að koma í veg fyrir að svo verði. 10.10.2024 07:32
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent