Grunur um tvö kynferðisbrot á bíladögum Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur haft í nægu að snúast en Bíladagar fóru þar fram um helgina. Lögregla hefur haft afskipti vegna minni háttar líkamsárása og tvö kynferðisbrotamál eru til rannsóknar eftir helgina. 15.6.2025 11:02
Tíu drepnir í Ísrael og Írönum ráðlagt að rýma Loftárásir Ísraela og Írana á víxl héldu áfram í nótt. Björgunarsveitir í Ísrael leita í rústum íbúðarhúss í borginni Bat Yam en minnst tíu eru taldir af, þar af börn, eftir að eldflaug var skotið á húsið. Óttast er að fleiri séu enn undir rústunum. 15.6.2025 10:04
Þinglok, Íran og rökrætt um skattastefnu Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. 15.6.2025 09:11
Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Veðurfræðingur spáir breytilegri átt í dag, 3-8 m/s, og hita 6 til 18 stigum. Hlýjast verður á Vesturlandi og Vestfjörðum. 15.6.2025 09:00
Einn handtekinn eftir hópslagsmál Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Þrír voru vistaðir í fangageymslu lögreglu og 85 mál eru skráð í kerfi lögreglu frá klukkan fimm í gær til klukkan fimm í morgun. 15.6.2025 08:47
Hitnaði í hamsi: „Forseti er með orðið!“ Til orðskipta kom milli Þórunnar Sveinbjarnardóttur forseta Alþingis og þingmanna Miðflokksins á fyrsta tímanum í nótt, þegar þingfundur hafði staðið yfir í rúman hálfan sólarhring. 15.6.2025 08:08
Lögreglan lýsir eftir Sigríði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigríði Jóhannsdóttur, 56 ára. Ekkert er vitað um ferðir hennar síðan á föstudag. 15.6.2025 07:15
Tveir ríkisþingmenn skotnir á heimilum sínum Tveir ríkisþingmenn Demókrata í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum voru skotnir á heimilum sínum í gærkvöldi. 14.6.2025 14:47
Varnarmálaráðherra segir að Tehran muni brenna Israel Katz varnarmálaráðherra Ísrael sagði í yfirlýsingu í morgun að Tehran, höfuðborg Íran, haldi áfram að brenna ef Ayatollah Ali Khamenei æðsti leiðtogi Íran heldur áfram að skjóta flugskeytum á heimavígstöðvar Ísrael. 14.6.2025 13:13
Rannsaka „alvarlegt atvik“ á Edition Lögreglan og sérsveit voru kölluð út á Edition-hótel í miðbæ Reykjavíkur í morgun vegna „alvarlegs atviks“ að sögn lögreglu. Aðgerðir standa enn yfir á fjórðu hæð hótelsins. 14.6.2025 10:12