Forstjóri lífvarðasveitarinnar segir af sér vegna banatilræðisins Kimberly Cheatle forstjóri bandarísku öryggisþjónustunnar Secret service segist ætla að láta af embætti í kjölfar banatilræðisins á hendur Donald Trump fyrr í mánuðinum. Hún viðurkennir mistök við öryggisgæslu á fundinum. 23.7.2024 15:14
Bráðabirgðamælingar sýna heitasta dag jarðar frá upphafi mælinga Sunnudagurinn 21. júlí var samkvæmt bráðabirgðatölum Copernicus-loftslagsþjónustu Evrópusambandsins heitasti dagur jarðar frá upphafi mælinga. 23.7.2024 13:45
Áskorun fyrir konu úti á landi að tjá sig um menntamál Kennari og verkefnastjóri læsisverkefnisins Kveikjum neistann segir þöggun ríkja innan menntakerfisins og áskorun sé að tjá sig um menntamál sem kona á landsbyggðinni. Hún segir ákveðna einstaklinga virðast hafa skotleyfi en tölurnar sýni fram á mælanlegan árangur verkefnisins. 23.7.2024 12:21
Kæruleysiskonan slær í gegn á samfélagsmiðlum „Mikið rosalega verður maður kærulaus í þessum hita,“ segir Aðalheiður móðir Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur leikkonu gjarnan í myndbandi sem nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum hinnar síðarnefndu. 23.7.2024 10:23
Tvær aurskriður urðu minnst 157 að bana Tvær aurskriður sem féllu í gærmorgun og á sunnudagskvöld á Gofa-svæðinu í suðurhluta Eþíópíu urðu minnst 157 að bana. 23.7.2024 08:41
Four Tops söngvarinn Abdul „Duke“ Fakir látinn Söngvarinn Abdul „Duke“ Fakir, sem söng með Motown-hópnum Four Tops, er látinn 88 ára að aldri. Four Tops-hópurinn var þekktastur fyrir lögin Reach Out I'll Be There og I Can't Help Myself (Sugar Pie Honey Bunch). 23.7.2024 08:13
Réðst inn á hjúkrunarheimili móður sinnar og drap sex Karlmaður var handtekinn í bænum Daruvar í norðausturhluta Króatíu í gær eftir að hafa farið inn á hjúkrunarheimili og skotið minnst sex til bana, þar á meðal móður sína. 23.7.2024 07:45
Áfram rigning í kortunum Veðurfræðingar spá suðvestlægri átt í dag, dálítilli vætu um mest allt land og rigningu sunnan- og vestanlands eftir hádegi. 23.7.2024 07:17
Sánchez boðaður til að bera vitni í spillingarmáli eiginkonunnar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur verið boðaður til að bera vitni fyrir dómi vegna rannsóknar á meintri spillingu eiginkonu hans sem er grunuð um að hafa notfært sér stöðu sína í viðskiptum. 22.7.2024 14:25
Óvænt að heyra að fólkið á LungA hafi alist upp við Hjaltalín Hljómsveitin Hjaltalín kom fram sem síðasta atriði síðustu LungA-tónlistarhátíðarinnar sem fór fram núliðna helgi eftir langt hlé hljómsveitarinnar. Sigríður Thorlacius, söngkona Hjaltalín, segir tækifærið hafa komið á hárréttum tíma og útilokar ekki að hljómsveitin komi fram að nýju. 22.7.2024 13:21