Íslenskir ráðamenn verið skammaðir fyrir að senda Trump batakveðju Formaður utanríkismálanefndar segir skautun í stjórnmálum áhyggjuefni hér á landi sem og í útlöndum. Blammeringar gagnvart íslenskum ráðamönnum fyrir að óska Donald Trump góðs bata í kjölfar skotárásarinnar í gær séu í anda skautunar og hana beri að varast. 14.7.2024 21:53
Hinn látni slökkviliðsmaður sem fórnaði sér fyrir fjölskylduna Maðurinn sem lést í skotárás á kosningafundi Donald Trump í Pennsylvaníuríki í gær var fimmtugur að aldri og starfaði sem slökkviliðsmaður. Þegar árásarmaðurinn hóf að skjóta í átt til fjölskyldu mannsins stökk hann í veg eiginkonu sína og dóttur til að hlífa þeim við skotunum. 14.7.2024 20:01
Stúlkan er fundin Stúlkan sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í kvöld er fundin. 14.7.2024 19:06
Súldin í stutt sumarfrí Íbúar höfuðborgarsvæðisins fá mögulega að varpa öndinni léttar á morgun því blíðviðri er spáð um land allt, eða hluta úr degi hið minnsta. 14.7.2024 18:24
Morðtilræði gegn Trump, úrslitaleikur EM og fjárhættuspil Bandaríska leyniþjónustan sætir gagnrýni eftir morðtilræði gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær. Alríkislögreglan gerir ráð fyrir að rannsókn málsins muni taka langan tíma. 14.7.2024 18:17
„Trúi því varla að ég sitji hér“ Úrslitaleikur Evrópumóts karla í fótbolta fer fram í kvöld. Íslendingur á vellinum segir stemninguna þvílíka og vel viðri til leiksins. 14.7.2024 17:42
Hjólreiðamaður með opið beinbrot í Þórsmörk Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag vegna slasaðrar hjólreiðakonu í Þórsmörk. Konan reyndist með opið ökklabrot. 14.7.2024 15:19
Dægrastytting í heimsfaraldri uppskar óvænta frægð Systurnar og fiðluleikararnir Þórdís Emilía og Björney Aronsdætur halda uppi svokallaðri fiðludagbók á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem þær sýna myndefni frá æfingum sínum. Dagbókin hefur vakið athygli tónlistarunnenda hvaðanæva úr heiminum en fylgjendur þeirra eru sem stendur nærri sextíu þúsund talsins og myndböndin þeirra hlaupa mörg á hundruðum þúsunda áhorfa. 14.7.2024 09:01
Leiddur blóðugur af kosningafundi eftir skotárás Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti var fluttur á sjúkrahús í snarhasti eftir að skotum var hleypt af á kosningafundi í Pennsylvaníuríki í kvöld. Þátttakandi á fundinum lét lífið og annar var fluttur á sjúkrahús alvarlega særður. Byssumaðurinn var skotinn til bana af leyniþjónustumönnum eftir árásina. 13.7.2024 22:23
Sjóða þurfi neysluvatn á Siglufirði vegna E.coli E.coli baktería greindist í sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær. 13.7.2024 21:27