Innlent

Smokkamaðurinn enn ó­fundinn

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Skemmdir urðu á grasinu eftir verknaðinn.
Skemmdir urðu á grasinu eftir verknaðinn. Golfklúbbur Selfoss

Óprúttinn aðili sem ók inn á Svarfhólsvöll aðfaranótt síðasta föstudags, vann skemmdir á vellinum og skildi eftir sig smokk, er enn ófundinn.

Hlynur Geir Hjartarson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Selfoss greinir frá þessu í samtali við fréttastofu. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum séu enn á borði lögreglu sem rannsaki málið. 

Einar Sigurjónsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfesti fyrr í dag í samtali við fréttastofu að málið sé til rannsóknar hjá lögreglu. Hann hafði ekki upplýsingar um hvort einhver væri grunaður í málinu. 

Á föstudag sagði Hlynur flötina þannig staðsetta að honum þætti líklegt að einhver kunnugur svæðinu hefði verið að verki. 

Hann sagði mikið tjón hafa orðið á vellinum og að einhver tími sé þar til grasið verði komið í eðlilegt stand á ný. „Þetta eru djúp för og töluverðar skemmdir á glæsilegri flöt sem var orðin mjög flott.“

Í samtali við fréttastofu reiknar Hlynur með nokkrum vikum þar til grasið kemst í eðlilegt stand. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×