Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Einbýlishús sem gerði garðinn frægan sem heimili efnafræðikennarans og fíkniefnabarónsins Walters White í sjónvarpsþáttunum Breaking Bad er nú komið á sölu. Eigendur hússins hafa um árabil þurft að sætta sig við þá miklu athygli sem húsið vekur meðal aðdáenda þáttanna, og þurft að gera ýmsar öryggisráðstafanir. 4.1.2025 20:23
Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Maður að nafni Brandon Garrett hyggst höfða mál á hendur rapparanum og söngkonunni Nicki Minaj vegna meintrar líkamsárásar liðið vor. Lögmaður stórstjörnunnar segir ásakanirnar úr lausu lofti gripnar. 4.1.2025 19:22
Jimmy Carter kvaddur Sex daga útför Jimmy Carter, 39. forseta Bandaríkjanna, er hafin. Carter lést 29. desember síðastliðinn, 100 ára að aldri. 4.1.2025 18:37
Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ökumanni í Garðabæ sem ók langt yfir hámarkshraða. Hann mældist á 78 kílómetra hraða á klukkustund, á götu þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30 kílómetrar. 4.1.2025 17:57
Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Nýr forsætisráðherra er sá formaður sem flestir telja að hafi staðið sig vel en formaður Sjálfstæðisflokksins mælist afar óvinsæll í nýrri könnun Maskínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir hann í erfiðri stöðu og að veiting hvalveiðileyfis kunni að hafa áhrif á það. Ánægja með nýja ríkisstjórn mælist meiri en kjörfylgi stjórnarflokkanna. 30.12.2024 20:32
Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Fulltrúi Sjálfstæðismanna á Seyðisfirði telur möguleikann á vondu veðri í febrúar ekki vera ástæðu til að fresta landsfundi, þrátt fyrir að eiga langt ferðalag fyrir höndum. Hún telji annað búa að baki hugmyndum um frestun. Bæjarstjóri Ölfuss segir frestun gáfulegasta kostinn. 30.12.2024 12:35
Heitavatnsleki geti leikið hús jafn illa og bruni Húseigendur þurfa að hafa varann á og gera viðeigandi ráðstafanir í kuldakastinu sem nú gengur yfir. Þetta segir forvarnasérfræðingur. Vatnsleki geti haft sömu áhrif á eignir og húsabruni. 29.12.2024 20:31
„Það versta stendur yfir áramótin“ Kuldakast herjar á landið og búast má við tveggja stafa frosti næstu daga. Veðurfræðingur spáir mestum kulda yfir áramótin og þykir líklegt að kuldatíðin teygi sig inn í nýja árið. 29.12.2024 19:42
Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki haft hendur í hári manns sem reyndi að hafa hraðbanka með sér á brott úr útibúi Landsbankans í Hafnarfirði aðfaranótt föstudags. Ekki hefur verið lýst eftir manninum. 29.12.2024 13:13
Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Enn hækkar tala látinna eftir flugslys á alþjóðaflugvellinum í Muan í Suður-Kóreu. Minnst 177 eru látin. Fjallað verður um slysið, sem er talið mannskæðasta flugslys í sögu landsins, í hádegisfréttum Bylgjunnar. 29.12.2024 11:44