Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Stéttarfélagið Efling segir forsvarsmenn Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri og stéttarfélagsins Virðingar á harðahlaupum undan sjálfum sér. Síðarnefndu félögin saka Eflingu og áróður, árósir og vankunnáttu í ættfræði. Þá eigi Efling hagsmuna upp á milljarða að gæta. 17.12.2024 17:10
Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Greiningardeild Ríkislögreglustjóra sendi ábendingu til Europol í tengslum við átak gegn hatursorðræðu. Ábendingin beindist að íslenskum síðum á samfélagsmiðlum. 17.12.2024 11:55
Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Kanadíski umhverfisaðgerðasinninn Paul Watson verður ekki framseldur til Japan. Honum verður sleppt úr haldi í Grænlandi, eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi þar í tæpa fimm mánuði. 17.12.2024 11:02
Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Hanna Borg Jónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri farsældar á höfuðborgarsvæðinu. Hún mun leiða saman fagfólk sem vinnur að málefnum barna til þess að undirbúa svæðisbundið farsældarráð. 17.12.2024 10:17
Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins stefna að því að hefja ritun stjórnarsáttmála eftir helgi. Þetta kom fram í máli þeirra þegar þær ræddu við fjölmiðla í þinghúsinu í dag. Þar sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, að viðræðum miðaði vel. Inga Sæland sagði slúður um ráðherra utanþings stórlega ýkt. 13.12.2024 16:39
Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins ræða við fjölmiðla nú innan skamms, en þær hafa staðið í stjórnarmyndunarviðræðum frá kosningum. Vísir verður í beinni útsendingu. 13.12.2024 16:22
Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Nýir þingmenn komu saman á nýliðadegi Alþingis í dag. Þar fengu þeir leiðsögn um húsakynni þingsins, kynntu sér starfsemina og hittust sumir hverjir í fyrsta skipti. Þá var látið vel að mötuneytinu. 13.12.2024 15:31
Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 13.12.2024 14:46
Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innviðaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að úrskurður oddvita Langanesbyggðar um að neita kjörnum fulltrúa um stutta bókun á fundi sveitarstjórnar hafi ekki verið í samræmi við lög. Fulltrúinn vildi þakka sjálfboðaliða fyrir vel unnin störf. 13.12.2024 12:22
Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Félagar í Læknafélagi Íslands samþykktu með afgerandi hætti nýjan kjarasamning félagsins við ríkið. 13.12.2024 11:48