Innlent

Sam­staða hin­segin sam­félagsins, skiptar skoðanir Grind­víkinga og Labubu-æði

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Forseti Trans Íslands segir umræðu um málefni hinsegin fólks hafa legið mög þungt á mörgum síðustu daga. Fólk er hvatt til að leita í félagsleg úrræði sem samtökin bjóða uppá. Hún segir hinsegin fólk hafa þjappað sér saman og vonar að sá stuðningur sem hafi komið fram víða í samfélaginu haldi áfram.

Í fréttatímanum verður einnig rætt við framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins, sem fagnar því að til standi að láta fólk sem brýtur gegn nálgunarbanni bera ökklaband.

Forsætisráðherra fundaði með forseta Úkraínu og leiðtögum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Kaupmannahöfn í dag. Hún segir mikilvægt fyrir Ísland að vera í réttu bandalagi á viðsjárverðum tímum.

Við kynnum okkur þá málefni Grindavíkur í aðdraganda sveitarstjórnakosninga, en skiptar skoðanir eru á því hvort Grindvíkingar eigi að kjósa í Grindavík eða annars staðar, þegar gengið verður að kjörborðinu í maí næstkomandi.

Þá kynnum við okkur stórtækar breytingar á einum þekktasta bar bæjarins, fylgjumst með svokallaðri gong-slökun í beinni útsendingu, kynnum okkur Labubu-æði sem runnið er á heimsbyggðina, og sjáum fyrsta rafmagnsknúna vörubíl landsins.

Ekki missa af kvöldfréttum Sýnar, í opinni dagskrá á Sýn, Vísi og Bylgjunni, á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×