Fréttir

Illa unnin greining á Existu, segir stjórnarformaðurinn
„Þessar hugleiðingar greiningarmanns Enskilda eru illa unnar og fjarri öllum veruleika. Greiningarmaðurinn þekkir greinilega ekki vel til Exista og gerir sig þar að auki sekan um rangfærslur í útreikningum,“ segir Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Existu.

Gengi Existu og SPRON aldrei lægra
Gengi bréfa í Existu féll um 5,3 prósent og SPRON um tæp 3,5 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag en gengi félaganna hefur aldrei verið lægra. Fallið kemur í kjölfar greiningar sænska bankans Enskilda um finnska tryggingafélagið Sampo. Þar segir að eiginfjárstaða Existu sé verri en af sé látið. Nemi hún jafnvirði um 35 milljörðum króna og geti svo farið að félagið verði að losa um eignir, jafnvel með afslætti.

Seðlabankarnir eru kjölfestan
Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir fjármálamarkaði víða um heim ganga í þessar mundir í gegnum harkalega leiðréttingu. Hann segir hræringarnar undanfarið minna fólk á að efnahagsástand í einu landi geti haft áhrif í öðru.

Applerisinn féll á Wall Street
Gengi hlutabréfa í bandaríska tölvuframleiðandanum Apple féll um fimmtán prósent eftir að fyrirtækið birti uppgjörstölur sínar fyrir síðasta ársfjórðung á bandarískum hlutabréfamarkaði í kvöld.

Viðsnúningur á hlutabréfamörkuðum
Gengi hlutabréfa í Century Aluminum hækkaði um tæp fimm prósent í Kauphöll íslands í dag skömmu eftir að bandaríski seðlabankinn lækkaði óvænt stýri- og daglánavexti sína um 75 punkta.

Afkoma Bank of America dregst saman
Hagnaður bandaríska bankans Bank of America nam 268 milljónum dala, jafnvirði rúmum 17,6 milljörðum íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs. Til samanburðar nam hagnaðurinn 5,26 milljörðum dala á sama tíma í hitteðfyrra. Þetta er 95 prósenta samdráttur á milli ára.

Óvænt vaxtalækkun í Bandaríkjunum
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýri- og daglánavexti óvænt í dag um heila 75 punkta. Ekki vart gert ráð fyrir viðlíka aðgerðum til að sporna gegn frekara falli á fjármálamörkuðum fyrr en á næsta vaxtaákvörðunarfundi seðlabankans í næstu viku. Vextir vestanhafs fara við þetta úr 4,25 í 3,5 prósent.

Fall í Asíu en rólegt í Evrópu
Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu eru beggja vegna núllsins í dag þrátt fyrir mikið gengisfall í Asíu í morgun.

Fall við upphaf viðskiptadags í Japan
Hlutabréf tóku dýfu við upphaf viðskiptadagsins í kauphöllinni í Tókýó í Japan í morgun, um eittleytið að íslenskum tíma í nótt, en fjárfestar í Asíu óttast mjög áhrif af hugsanlegum samdrætti í Bandaríkjunum. Nikkei-hlutabréfavísitalan féll um rúm 4,5 prósent við upphaf dags en jafnaði sig nokkuð eftir því sem á leið.

Kröfu Novators hafnað
Krafa Novators, félags Björgólfs Thors Björgólfssonar, um að fá tvo menn í stjórn finnska fjarskiptafélagsins Elisa, náði ekki fram að ganga, á fjölmennum hluthafafundi sem haldinn var í dag.

Evrópa fellur
Skellur hefur verið á hlutabréfamörkuðum víða um heim í dag, þar á meðal í Kauphöllinni. Gengi bréfa í SPRON og FL Group hefur fallið um á milli sjö til átta prósent. Stórar eignir FL Group og Existu erlendis hafa fallið um allt að átta prósent.

Novator skautar á hluthafafund Elisu
Í dag ræðst hvort Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, fái tvo menn í stjórn finnska fjarskiptafyrirtækisins Elisa. Hluthafafundur sem boðað var til að kröfu Novators verður haldinn í skautahöllinni í Helsinki í dag. Reiknað hefur verið með því að hundruð mæti til fundarins, en hluthafar í Elisa eru yfir 230 þúsund.

Fall á erlendum hlutabréfamörkuðum
Gengisfall hefur verið á evrópskum hlutabréfamörkuðum frá upphafi viðskiptadagsins í dag. Ótti fjárfesta um yfirvofandi samdráttarskeið og efnahagskreppu fékk byr undir báða vængi í morgun þegar Nikkei-vísitalan féll um tæp fjögur prósent.

Teymi leiddi hækkun dagsins
Gengi hlutabréfa í Teymi hækkaði mest skráðra félaga í Kauphöll Íslands í dag, eða um 2,03 prósent. Það er jafnframt eina félagið sem hefur hækkað á árinu. Á eftir fylgdu Flaga, sem hefur fallið í vikunni, Exista og Eimskipafélagið en gengi þeirra hækkaði um rúmt prósent.

Zimbabvebúar fá tugmilljónadalaseðilinn
Seðlabanki Afríkuríkisins Zimbabve hefur undanfarið brugðist við ógnarhárri verðbólgu með prentun og útgáfu nýrra peningaseðla. Seðlarnir hlaupa á milljónum Zimbabve-dala og var tíu milljónadalaseðillinn settur í umferð í dag.

Teymi og Bakkavör ein á uppleið
Gengi bréfa í Teymi og Bakkavör var það eina sem hækkaði í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands. Félögin eru jafnframt þau einu sem greiningardeild Glitnis mælti með að fjárfestar keyptu í vikunni.

Lækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum
Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á hlutabréfamörkuðum í Evrópu þrátt fyrir hækkun á asískum mörkuðum. Útlitið var hins vegar ekki bjart framanaf í Japan en Nikkei-vísitalan féll um tæp þrjú prósent við upphaf viðskiptadagsins og virtust asískir markaðir almennt á niðurleið.

FL Group tók flugið
Gengi hlutabréfa í FL Group hækkaði mest skráðra félaga í Kauphöll Íslands í dag, eða um 3,33 prósent. Gengið í enda viðskiptadagsins í 10,85 krónum á hlut og hefur það fallið um rúm 25 prósent frá áramótum.

Tap Merrill Lynch meira en spáð var
Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch skilaði tapi upp á 9,83 milljarða dala, jafnvirði 642 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs samanborið við 2,35 milljarða dala hagnað árið á undan. Langmestu munar um 15 milljarða dala afskriftir á skuldabréfavöndlum og verðbréfum sem tengjast bandarískum undirmálslánum.
Nýr forstjóri yfir Carnegie
Mikael Ericson hefur verið ráðinn forstjóri sænska fjárfestingarbankans Carnegie og mun hann taka við starfinu eigi síðar en í júlí í sumar. Bankinn lenti í miklum vandræðum í fyrrahaust þegar rannsókn efnahagsbrotayfirvalda leiddi til þess að fyrrum yfirmaður hans var dæmdur í hálfs árs fangelsi vegna innherjasvika. Maðurinn mun hafa gefið vini sínum trúnaðarupplýsingar um að góðar fréttir væru á leiðinni frá einu félagi í sænsku kauphöllinni og hagnaðist sá um tæplega 5 milljónir króna á þeim.

Góð jól hjá HMV
Breska bóka- og tónlistarverslunin HMV átti góð jól, að sögn stjórnenda hennar en salan jókst um 9,4 prósent á milli ára í desember. Þetta er nokkuð annað hljóð en hjá öðrum verslunum í Bretlandi en í heildina talið dróst velta saman á milli ára.

Grænt upphaf í Kauphöllinni
Íslensku bankarnir og fjármálafyrirtækin tóku sprettinn við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag og stóðu á grænu. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á erlendum hlutabréfamörkuðum eftir dapurt gengi undanfarna daga.

Sameining fær byr undir báða vængi
Hugsanlegar sameiningar flugfélaga hafa fengið byr undir báða vængi í Bandaríkjunum en Delta Air Lines þykir vera að þreifa fyrir sér að kaupa ýmist United Airlines eða Northwest Airlines.

Hlutabréfaverð á uppleið víða um heim
Gengi hlutabréfa í Evrópu og Asíu hefur almennt hækkað í dag eftir skell í byrjun vikunnar.

Verðbólga eykst í Bandaríkjunum
Verðbólga jókst talvert í Bandaríkjunum í fyrra samanborið við 2006. Hún mældist 4,1 prósent en var 2,5 prósent í hitteðfyrra og hefur ekki hækkað jafn snarlega á milli ára síðan árið 1990. Mestu munar um verðhækkanir á matvöru og raforku.

Hagnaður JP Morgan niður um 34 prósent
Hagnaður bandaríska bankans JP Morgan nam 2,97 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rétt rúmra 194 milljarða íslenskra króna, á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Til samanburðar nam hagnaðurinn 4,53 milljörðum dala á síðasta fjórðungi 2006 4,5 milljörðum dala. Þetta er því 34 prósenta samdráttur á milli ára, sem skýrist að langmestu leyti af afskriftum um á 2,54 milljarða dala á bandarísku undirmálslánasafni bankans.

Úrvalsvísitalan hækkar í alþjóðlegri niðursveiflu
Gengi bréfa í Kaupþingi, Existu, Atorku og Bakkavör hefur hækkað í dag en önnur félög hafa lækkað í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Önnur félög hafa hins vegar lækkað, mest í Icelandic Group en gengi félagsins hefur fallið um tæp 4,9 prósent á hálftíma.

Verðfall víða um heim
Talsverður taugatitringur hefur verið á evrópskum hlutabréfum í dag eftir fall á bandarískum mörkuðum í gær og asískum í morgun. FTSE-vísitalan í Bretlandi féll um rúm þrjú prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins en jafnaði sig fljótlega. Hún hefur það sem af er dags lækkað um 0,78 prósent.

Dreamliner ekki í loftið í bráð
Flugvélasmiðir hjá Boeing eiga í vandræðum með smíði Boeing 787 Dreamliner-þotunnar, nýjustu farþegavélar fyrirtækisins, og gæti svo farið að afhending hennar dragist frekar á langinn. Þetta fullyrða dagblöðin Financial Times og Wall Street Journal í dag.

Ár skuldabréfanna er runnið upp
Undanfarin ár hafa sjónir manna nánast eingöngu beinst að hlutabréfamarkaði, á meðan færri hafa gefið skuldabréfamarkaði gaum. Margar skýringar kunna að liggja þar að baki. Ein er þó líklega sú að ekki hefur verið sami dýrðarljómi yfir skuldabréfum og hlutabréfum, enda eru sveiflur á skuldabréfamarkaði ekki jafn tíðar og á hlutabréfamarkaði og þar af leiðandi er jafnan minni áhætta af fjárfestingu í skuldabréfum.