Fréttir Óbreyttir vextir Íbúðalánasjóðs Vextir Íbúðalánasjóðs eru óbreyttir í 4,85 prósentum með uppgreiðsluþóknun í kjölfar útboðs sjóðsins í morgun. Tilboð fyrir 22,1 milljarð króna að nafnvirði bárust í bréfin en sjóðurinn tók aðeins tilboðum í lengsta flokk íbúðabréfa, fyrir 9,3 milljarða á nafnvirði. Viðskipti innlent 13.9.2007 11:25 Alcatel-Lucent í vandræðum Gengi bréfa í fransk-bandaríska símtækjaframleiðandanum Alcatel-Lucent féll um rúm níu prósent á hlutabréfamarkaði í dag eftir að fyrirtækið sagðist gera ráð fyrir talsvert verri afkomu en horfur voru á vegna minni tekna og erfiðleika við samruna Alcatel við Lucent. Viðskipti erlent 13.9.2007 10:06 Rannsaka innherjasvik í Carnegie Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar hefur einn starfsmann sænska fjárfestingabankans Carnegie í haldi vegna innherjasvika. Sænska blaðið Dagbladet segir hrinu innherjasvika í landinu beinast að litlum hópi manna í sænsku fjármálalífi. Innhverjasvikin hafa komið harkalega niður á gengi bréfa í Carnegie. Viðskipti erlent 13.9.2007 09:44 Fasteignaverð lækkar í Bretlandi Fasteignaverð lækkaði lítillega í Bretlandi á milli mánaða í ágúst. Breska dagblaðið Guardian segir þetta fyrstu merki þess að samfellt hækkanaferli síðustu tveggja ára sé á enda og kennir háum vaxtastigi um. Verð á fasteignum í og við Lundúnir hefur hins vegar haldið áfram að hækka. Viðskipti erlent 13.9.2007 09:08 Lítil lækkun í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega eftir sveiflukenndan dag á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum í dag. Þrátt fyrir að gengi Bandaríkjadals hafi aldrei staðið lægri gagnvart evru þykja fjárfestar einkar bjartsýnir enda horfa þeir til þess að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti um allt að 50 punkta á vaxtaákvörðunardegi bankans í næstu viku. Viðskipti erlent 12.9.2007 20:47 Hráolíuverð í methæðum Heimsmarkaðsverð á hráolíu skaust í hæstu hæðir síðdegis í dag eftir að nýbirtar tölur orkumálaráðaneytis Bandaríkjanna sýndu fram á að olíubirgðir í landinu hafi dregist meira saman en gert var ráð fyrir. Verðið stendur í rúmum 80 dölum á tunnu og hefur aldrei verið hærra. Viðskipti erlent 12.9.2007 20:37 Lítt þekktur embættismaður útnefndur forsætisráðherra Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur útnefnt Viktor Zubkov, lítt þekktan embættismann, sem næsta forsætisráðherra Rússlands. Talið er að Pútín ætli Zubkov að taka við af sér eftir hálft á þegar forsetakosningar verða haldnar. Pútín má þá ekki bjóða sig fram aftur. Erlent 12.9.2007 17:22 Byrjað að farga nautgripum Gin- og klaufaveiki hefur greinst á nautgripabúi á Englandi - nærri þeim stað þar sem veikin greindist í síðasta mánuði. Varnarsvæði hefur verið afmarkað í kringum býlið og förgun nautgripa hafin. Erlent 12.9.2007 17:37 Óttast að fleiri hafi týnt lífi Minnst 7 týndu lífi og 100 slösuðust þegar 2 öflugir jarðskjálftar skóku indónesísku eyjuna Súmötru með skömmu millibli í dag. Flóðbylgjuviðvörun var þegar gefin út af ótta við miklar hamfarir. Erlent 12.9.2007 17:31 Hlutabréf lækka í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði í Kauphöllinni í dag en Úrvalsvísitalan lækkaði um eitt prósent. Gengi bréfa í fjórum félögum hækkaði, þar af í Marel mest, eða um 0,61 prósent. Gengi bréfa í Flögu féll hins vegar um 6,45 prósent. Viðskipti innlent 12.9.2007 15:54 Hráolíuverð í hæstu hæðum Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í hæstu hæðir í dag þrátt fyrir að Samtök olíuútflutningsríkja (OPEC) hefði samþykkt á fundi sínum í gær að auka framleiðslukvóta sína til að auka framboð af hráolíu og draga með því móti úr verðhækkunum á svartagullinu. Viðskipti erlent 12.9.2007 15:40 Hveitiverð í hæstu hæðum Heimsmarkaðsverð á hveiti stendur í methæðum nú og getur það valdið nokkrum hækkunum á brauðmeti og kökum. Verðið hefur stigið hratt upp á árinu og er það nú tvöfalt dýrara en í apríl. Ástæðan fyrir hækkuninni eru þurrkar og uppskerubrestur í helstu hveitiræktunarlöndum. Viðskipti erlent 12.9.2007 12:13 Hagvöxtur yfir spám í fyrra Hagvöxtur mældist 4,2 prósent á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Greiningardeild Glitnis bendir á að þetta sé umfram spár og bendir á að gert hafi verið ráð fyrir 2,6 prósenta hagvexti í spá Hagstofunnar fyrr á árinu. Glitnir telur líkur á að Seðlabankinn dragi vaxtalækkun frekar á langinn vegna aukins verðbólguþrýstings. Viðskipti innlent 12.9.2007 11:57 Dalur í lægstu lægðum gagnvart evru Gengi bandaríkjadal sökk í lægstu lægðir gagnvart evru en aldrei hefur verið jafn mikil gjá á milli gjaldmiðlanna. Ástæðan fyrir lækkuninni er aukin bjartsýni fjárfesta vestanhafs á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti um allt að 50 punkta á vaxtaákvörðunarfundi sínum eftir tæpa viku. Viðskipti erlent 12.9.2007 11:34 Uppsveiflu Atlantic Petroleum lokið í bili Gengi hlutabréfa hefur lækkað nokkuð í verði í Kauphöllinni í dag en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,49 prósent. Þetta er í takti við þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur lækkað mest í dag, eða um 2,7 prósent. Félagið hefur verið á viðstöðulausri uppleið í Kauphöllinni vikunni og hækkað um tæp 129 prósent frá áramótum. Viðskipti innlent 12.9.2007 11:09 SAS flugvélar í rannsókn Tveimur flugvélum SAS flugfélagsins, sömu tegundar og þeirrar sem var lent við illan leik í Álaborg á sunnudag, var snúið við í gær vegna bilunar. Allar flugvélar þessarar tegundar eru nú í rækilegri skoðun. Erlent 11.9.2007 17:50 6 ár frá hryðjuverkum Sex ár eru í dag frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin. Minningarathafnir voru haldnar í New York, Washington og Pennsylvaníu í dag. Á sama tíma og Bandaríkjamenn syrgja sendu al Kaída hryðjuverkasamtökin frá sér myndband þar sem Osama bin Laden lofsyngur einn flugræningjann. Erlent 11.9.2007 17:30 Stærst í jarðhitavirkjunum Safna á fimmtíu milljörðum til að fjármagna útrásararm Orkuveitu Reykjavíkur sem ætlar að verða stærsta jarðhitafyrirtæki í heimi. Bjarni Ármannsson hefur lagt hálfan milljarð í púkkið. Innlent 11.9.2007 18:10 Ekki fórna öryggi fyrir minni mengun Ekki má fórna öryggi vegfarenda til að draga úr svifryki, segir framkvæmdastjóri FÍB, og er andvígur því að leggja gjald á þá sem nota nagladekk eins og vinnuhópur hefur lagt til. Innlent 11.9.2007 18:24 Countrywide í fjárhagshremmingum Gengi hlutabréfa í fjármálafyrirtækinu Countrywide Financials, einu stærsta fasteignalánafyrirtæki Bandaríkjanna, féll um fimm prósent á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í dag. Ástæðan er frétt bandaríska dagblaðsins New York Post þess efnis að fyrirtækið glími við afar slæma stöðu og sé að undirbúa sölu á hlutabréfum til að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækisins. Viðskipti erlent 11.9.2007 16:07 Gengi Atlantic Petroleum rauk upp Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð í Kauphöllinni í dag, sum talsvert meira en önnur. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,24 prósent og endaði í 7.949 stigum. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði langmest, eða um 9,19 prósent. Gengið hefur hækkað um heil 135 prósent á árinu. Gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri lækkaði hins vegar mest í dag, eða um 1,46 prósent. Viðskipti innlent 11.9.2007 15:48 Dregur úr viðskiptahalla Bandaríkjanna Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum nam 59,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 3.849 milljörðum íslenskra króna, í júlí. Þetta er 0,3 prósentustiga minni halli en í mánuðinum á undan, samkvæmt nýbirtum tölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, segir ríkisstjórnir heimsins verða að leggjast á eitt og draga úr viðskiptahalla landanna. Viðskipti erlent 11.9.2007 15:34 Petraeus gagnrýndur Demókratar á Bandaríkjaþingi vísa á bug fullyrðingum yfirmanns bandaríska heraflans í Írak um að markmiðum þar hafi verið náð með fjölgun í herliðinu. Herforinginn segir fyrst hægt að kalla hermenn heim næsta sumar en margir þingmenn vilja hefja heimkvaðninguna strax. Erlent 11.9.2007 12:14 Nýtt myndband í tilefni dagsins Sex ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin hinn 11. september 2001. Af því tilefni hefur Osama bin Laden, leiðtogi Al Kaída, sent frá sér nýtt myndband þar sem hann lofsyngur einn árásarmannanna. Erlent 11.9.2007 12:12 Vitlaus og vanhugsuð ákvörðun Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir það vanhugsaða og vitlausa ákvörðun hjá arftaka sínum að kalla heim íslenskan upplýsingafulltrúa í Írak. Utanríkisráðherra sé að slá sig til riddara heimafyrir í stað þess að vinna með bandalagsþjóðum í NATO. Innlent 11.9.2007 11:53 Hækkun á hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa hefur hækkað í Kauphöllinni í mörgum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,53 prósent og stendur hún í 7.972 stigum. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur hækkað langmest, eða um 6,24 prósent. Gengi bréfa í landa þeirra hjá Föroya banka hefur hins vegar lækkað mest, eða um 0,69 prósent. Hækkunin nú er í takti við hækkun á alþjóðamörkuðum. Viðskipti innlent 11.9.2007 11:25 Metverðbólga í Kína Verðbólga mældist 6,5 prósent í Kína í síðasta mánuði samanborið við 5,6 prósent í mánuðinum á undan, samkvæmt kínversku hagstofunni. Verðbólga hefur ekki mælst hærri þar í landi í áratug. Snarpar verðhækkanir á kjötvöru á árinu leiða verðbólguna. Gengi hlutabréfa féll í kjölfarið. Viðskipti erlent 11.9.2007 09:30 Olíuverð nálægt sögulegum hæðum Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk upp í hæstu hæðir á fjármálamörkuðum í dag eftir að uppreisnarhópar frömdu skemmdarverk við olíuvinnslustöðvar og leiðslur í Mexíkó Ekki liggur fyrir hvað hópunum stóð til en þeir eru sagðir vinstrisinnaðir uppreisnarseggir og andsnúnir ríkisstjórn landsins. Verðið hækkaði talsvert í gær en þá var gert ráð fyrir því að OPEC-samstökin myndu halda olíuframleiðslukvótum óbreyttum. Viðskipti erlent 11.9.2007 09:15 Öll spjót beinast að móður Madeleine Portúgalska lögreglan telur sig hafa nægar sannanir til að ákæra móður Madeleine McCann fyrir manndráp af gáleysi. Breska blaðið Times fullyrðir þetta í dag. Í kvöld hafði svo Sky-fréttastofan eftir heimildarmönnum að DNA sýni Madeleine hefðu fundist í bílaleigubíl hjónann sem þau tóku á leigu eftir að hún hvarf. Erlent 10.9.2007 19:07 Bandarískum hermönnum ekki fækkað strax Meira en helmingur Íraka segir árásir á bandaríska hermenn í landinu réttlætanlegar. Skýrsla um framvindu stríðsins í Írak var kynnt í dag. Þar er lagt til að bandarískum hermönnum verði ekki fækkað fyrr en næsta sumar. Erlent 10.9.2007 19:05 « ‹ 141 142 143 144 145 146 147 148 149 … 334 ›
Óbreyttir vextir Íbúðalánasjóðs Vextir Íbúðalánasjóðs eru óbreyttir í 4,85 prósentum með uppgreiðsluþóknun í kjölfar útboðs sjóðsins í morgun. Tilboð fyrir 22,1 milljarð króna að nafnvirði bárust í bréfin en sjóðurinn tók aðeins tilboðum í lengsta flokk íbúðabréfa, fyrir 9,3 milljarða á nafnvirði. Viðskipti innlent 13.9.2007 11:25
Alcatel-Lucent í vandræðum Gengi bréfa í fransk-bandaríska símtækjaframleiðandanum Alcatel-Lucent féll um rúm níu prósent á hlutabréfamarkaði í dag eftir að fyrirtækið sagðist gera ráð fyrir talsvert verri afkomu en horfur voru á vegna minni tekna og erfiðleika við samruna Alcatel við Lucent. Viðskipti erlent 13.9.2007 10:06
Rannsaka innherjasvik í Carnegie Efnahagsbrotadeild sænsku lögreglunnar hefur einn starfsmann sænska fjárfestingabankans Carnegie í haldi vegna innherjasvika. Sænska blaðið Dagbladet segir hrinu innherjasvika í landinu beinast að litlum hópi manna í sænsku fjármálalífi. Innhverjasvikin hafa komið harkalega niður á gengi bréfa í Carnegie. Viðskipti erlent 13.9.2007 09:44
Fasteignaverð lækkar í Bretlandi Fasteignaverð lækkaði lítillega í Bretlandi á milli mánaða í ágúst. Breska dagblaðið Guardian segir þetta fyrstu merki þess að samfellt hækkanaferli síðustu tveggja ára sé á enda og kennir háum vaxtastigi um. Verð á fasteignum í og við Lundúnir hefur hins vegar haldið áfram að hækka. Viðskipti erlent 13.9.2007 09:08
Lítil lækkun í Bandaríkjunum Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega eftir sveiflukenndan dag á fjármálamarkaði í Bandaríkjunum í dag. Þrátt fyrir að gengi Bandaríkjadals hafi aldrei staðið lægri gagnvart evru þykja fjárfestar einkar bjartsýnir enda horfa þeir til þess að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti um allt að 50 punkta á vaxtaákvörðunardegi bankans í næstu viku. Viðskipti erlent 12.9.2007 20:47
Hráolíuverð í methæðum Heimsmarkaðsverð á hráolíu skaust í hæstu hæðir síðdegis í dag eftir að nýbirtar tölur orkumálaráðaneytis Bandaríkjanna sýndu fram á að olíubirgðir í landinu hafi dregist meira saman en gert var ráð fyrir. Verðið stendur í rúmum 80 dölum á tunnu og hefur aldrei verið hærra. Viðskipti erlent 12.9.2007 20:37
Lítt þekktur embættismaður útnefndur forsætisráðherra Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, hefur útnefnt Viktor Zubkov, lítt þekktan embættismann, sem næsta forsætisráðherra Rússlands. Talið er að Pútín ætli Zubkov að taka við af sér eftir hálft á þegar forsetakosningar verða haldnar. Pútín má þá ekki bjóða sig fram aftur. Erlent 12.9.2007 17:22
Byrjað að farga nautgripum Gin- og klaufaveiki hefur greinst á nautgripabúi á Englandi - nærri þeim stað þar sem veikin greindist í síðasta mánuði. Varnarsvæði hefur verið afmarkað í kringum býlið og förgun nautgripa hafin. Erlent 12.9.2007 17:37
Óttast að fleiri hafi týnt lífi Minnst 7 týndu lífi og 100 slösuðust þegar 2 öflugir jarðskjálftar skóku indónesísku eyjuna Súmötru með skömmu millibli í dag. Flóðbylgjuviðvörun var þegar gefin út af ótta við miklar hamfarir. Erlent 12.9.2007 17:31
Hlutabréf lækka í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði í Kauphöllinni í dag en Úrvalsvísitalan lækkaði um eitt prósent. Gengi bréfa í fjórum félögum hækkaði, þar af í Marel mest, eða um 0,61 prósent. Gengi bréfa í Flögu féll hins vegar um 6,45 prósent. Viðskipti innlent 12.9.2007 15:54
Hráolíuverð í hæstu hæðum Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í hæstu hæðir í dag þrátt fyrir að Samtök olíuútflutningsríkja (OPEC) hefði samþykkt á fundi sínum í gær að auka framleiðslukvóta sína til að auka framboð af hráolíu og draga með því móti úr verðhækkunum á svartagullinu. Viðskipti erlent 12.9.2007 15:40
Hveitiverð í hæstu hæðum Heimsmarkaðsverð á hveiti stendur í methæðum nú og getur það valdið nokkrum hækkunum á brauðmeti og kökum. Verðið hefur stigið hratt upp á árinu og er það nú tvöfalt dýrara en í apríl. Ástæðan fyrir hækkuninni eru þurrkar og uppskerubrestur í helstu hveitiræktunarlöndum. Viðskipti erlent 12.9.2007 12:13
Hagvöxtur yfir spám í fyrra Hagvöxtur mældist 4,2 prósent á síðasta ári, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Greiningardeild Glitnis bendir á að þetta sé umfram spár og bendir á að gert hafi verið ráð fyrir 2,6 prósenta hagvexti í spá Hagstofunnar fyrr á árinu. Glitnir telur líkur á að Seðlabankinn dragi vaxtalækkun frekar á langinn vegna aukins verðbólguþrýstings. Viðskipti innlent 12.9.2007 11:57
Dalur í lægstu lægðum gagnvart evru Gengi bandaríkjadal sökk í lægstu lægðir gagnvart evru en aldrei hefur verið jafn mikil gjá á milli gjaldmiðlanna. Ástæðan fyrir lækkuninni er aukin bjartsýni fjárfesta vestanhafs á að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti um allt að 50 punkta á vaxtaákvörðunarfundi sínum eftir tæpa viku. Viðskipti erlent 12.9.2007 11:34
Uppsveiflu Atlantic Petroleum lokið í bili Gengi hlutabréfa hefur lækkað nokkuð í verði í Kauphöllinni í dag en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,49 prósent. Þetta er í takti við þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur lækkað mest í dag, eða um 2,7 prósent. Félagið hefur verið á viðstöðulausri uppleið í Kauphöllinni vikunni og hækkað um tæp 129 prósent frá áramótum. Viðskipti innlent 12.9.2007 11:09
SAS flugvélar í rannsókn Tveimur flugvélum SAS flugfélagsins, sömu tegundar og þeirrar sem var lent við illan leik í Álaborg á sunnudag, var snúið við í gær vegna bilunar. Allar flugvélar þessarar tegundar eru nú í rækilegri skoðun. Erlent 11.9.2007 17:50
6 ár frá hryðjuverkum Sex ár eru í dag frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin. Minningarathafnir voru haldnar í New York, Washington og Pennsylvaníu í dag. Á sama tíma og Bandaríkjamenn syrgja sendu al Kaída hryðjuverkasamtökin frá sér myndband þar sem Osama bin Laden lofsyngur einn flugræningjann. Erlent 11.9.2007 17:30
Stærst í jarðhitavirkjunum Safna á fimmtíu milljörðum til að fjármagna útrásararm Orkuveitu Reykjavíkur sem ætlar að verða stærsta jarðhitafyrirtæki í heimi. Bjarni Ármannsson hefur lagt hálfan milljarð í púkkið. Innlent 11.9.2007 18:10
Ekki fórna öryggi fyrir minni mengun Ekki má fórna öryggi vegfarenda til að draga úr svifryki, segir framkvæmdastjóri FÍB, og er andvígur því að leggja gjald á þá sem nota nagladekk eins og vinnuhópur hefur lagt til. Innlent 11.9.2007 18:24
Countrywide í fjárhagshremmingum Gengi hlutabréfa í fjármálafyrirtækinu Countrywide Financials, einu stærsta fasteignalánafyrirtæki Bandaríkjanna, féll um fimm prósent á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í dag. Ástæðan er frétt bandaríska dagblaðsins New York Post þess efnis að fyrirtækið glími við afar slæma stöðu og sé að undirbúa sölu á hlutabréfum til að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækisins. Viðskipti erlent 11.9.2007 16:07
Gengi Atlantic Petroleum rauk upp Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð í Kauphöllinni í dag, sum talsvert meira en önnur. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,24 prósent og endaði í 7.949 stigum. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði langmest, eða um 9,19 prósent. Gengið hefur hækkað um heil 135 prósent á árinu. Gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri lækkaði hins vegar mest í dag, eða um 1,46 prósent. Viðskipti innlent 11.9.2007 15:48
Dregur úr viðskiptahalla Bandaríkjanna Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum nam 59,2 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 3.849 milljörðum íslenskra króna, í júlí. Þetta er 0,3 prósentustiga minni halli en í mánuðinum á undan, samkvæmt nýbirtum tölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, segir ríkisstjórnir heimsins verða að leggjast á eitt og draga úr viðskiptahalla landanna. Viðskipti erlent 11.9.2007 15:34
Petraeus gagnrýndur Demókratar á Bandaríkjaþingi vísa á bug fullyrðingum yfirmanns bandaríska heraflans í Írak um að markmiðum þar hafi verið náð með fjölgun í herliðinu. Herforinginn segir fyrst hægt að kalla hermenn heim næsta sumar en margir þingmenn vilja hefja heimkvaðninguna strax. Erlent 11.9.2007 12:14
Nýtt myndband í tilefni dagsins Sex ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin hinn 11. september 2001. Af því tilefni hefur Osama bin Laden, leiðtogi Al Kaída, sent frá sér nýtt myndband þar sem hann lofsyngur einn árásarmannanna. Erlent 11.9.2007 12:12
Vitlaus og vanhugsuð ákvörðun Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir það vanhugsaða og vitlausa ákvörðun hjá arftaka sínum að kalla heim íslenskan upplýsingafulltrúa í Írak. Utanríkisráðherra sé að slá sig til riddara heimafyrir í stað þess að vinna með bandalagsþjóðum í NATO. Innlent 11.9.2007 11:53
Hækkun á hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa hefur hækkað í Kauphöllinni í mörgum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,53 prósent og stendur hún í 7.972 stigum. Gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur hækkað langmest, eða um 6,24 prósent. Gengi bréfa í landa þeirra hjá Föroya banka hefur hins vegar lækkað mest, eða um 0,69 prósent. Hækkunin nú er í takti við hækkun á alþjóðamörkuðum. Viðskipti innlent 11.9.2007 11:25
Metverðbólga í Kína Verðbólga mældist 6,5 prósent í Kína í síðasta mánuði samanborið við 5,6 prósent í mánuðinum á undan, samkvæmt kínversku hagstofunni. Verðbólga hefur ekki mælst hærri þar í landi í áratug. Snarpar verðhækkanir á kjötvöru á árinu leiða verðbólguna. Gengi hlutabréfa féll í kjölfarið. Viðskipti erlent 11.9.2007 09:30
Olíuverð nálægt sögulegum hæðum Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk upp í hæstu hæðir á fjármálamörkuðum í dag eftir að uppreisnarhópar frömdu skemmdarverk við olíuvinnslustöðvar og leiðslur í Mexíkó Ekki liggur fyrir hvað hópunum stóð til en þeir eru sagðir vinstrisinnaðir uppreisnarseggir og andsnúnir ríkisstjórn landsins. Verðið hækkaði talsvert í gær en þá var gert ráð fyrir því að OPEC-samstökin myndu halda olíuframleiðslukvótum óbreyttum. Viðskipti erlent 11.9.2007 09:15
Öll spjót beinast að móður Madeleine Portúgalska lögreglan telur sig hafa nægar sannanir til að ákæra móður Madeleine McCann fyrir manndráp af gáleysi. Breska blaðið Times fullyrðir þetta í dag. Í kvöld hafði svo Sky-fréttastofan eftir heimildarmönnum að DNA sýni Madeleine hefðu fundist í bílaleigubíl hjónann sem þau tóku á leigu eftir að hún hvarf. Erlent 10.9.2007 19:07
Bandarískum hermönnum ekki fækkað strax Meira en helmingur Íraka segir árásir á bandaríska hermenn í landinu réttlætanlegar. Skýrsla um framvindu stríðsins í Írak var kynnt í dag. Þar er lagt til að bandarískum hermönnum verði ekki fækkað fyrr en næsta sumar. Erlent 10.9.2007 19:05
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent