Petraeus gagnrýndur Guðjón Helgason skrifar 11. september 2007 12:14 Demókratar á Bandaríkjaþingi vísa á bug fullyrðingum yfirmanns bandaríska heraflans í Írak um að markmiðum þar hafi verið náð með fjölgun í herliðinu. Herforinginn segir fyrst hægt að kalla hermenn heim næsta sumar en margir þingmenn vilja hefja heimkvaðninguna strax. David Petraeus, yfirmaður Bandaríkjahers í Írak, og Ryan Crocker, sendiherra Bandaríkjamanna í Írak, komu á fund þingnefndar fulltrúardeildar Bandaríkjaþings í gær og kynntu mat sitt á því hvaða áhrif það hefði haft að fjölga bandarískum hermönnum um þrjátíu þúsund í Írak. Sagði Petraeus að mörgum markmiðum hefði verið náð en herinn þyrfti meiri tíma til að vinna verk sitt. Hann taldi að ekki yrði hægt að kalla viðbótarhermennina heim fyrr en næsta sumar og þá myndi heimkvaðning halda áfram. Óvíst væri þó hvað hún myndi ganga hratt fyrir sig. Tom Lantos, formaður utanríkismálanefndar, vísaði fullyrðingum Petraeusar á bug. Hann sagði að á vissan hátt hefði ástandið batnað og árásum og óhæfuverkum fækkað líkt og Petraeus segði. Verkefnið hefði þó í heild sinni misheppnast og nú væri tími kominn til þess að kalla herliðið heim. Annar talsmaður demókrata á þinginu, Lynn Woolsey, sagði í gær að Petreus væri einungis málpípa Hvíta hússins og því lítið að marka hann. Petreus vísaði því á bug. Hann segir að hvorki Hvíta húsið né varnarmálaráðuneytið hefðu fengið að lesa vitnisburð hans áður en hann kom fyrir þingnefndina. Hundrað sextíu og átta þúsund bandarískir hermenn eru nú í Írak og hafa ekki verið fleiri. Bandaríkjamenn vilja fara að ráðum Lantos og kalla þá heim hið fyrsta. Þeim boðskap var komið á framfæri á fundinum en mótmælendum var umsvifalaust vísað úr salnum. Erlent Fréttir Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Demókratar á Bandaríkjaþingi vísa á bug fullyrðingum yfirmanns bandaríska heraflans í Írak um að markmiðum þar hafi verið náð með fjölgun í herliðinu. Herforinginn segir fyrst hægt að kalla hermenn heim næsta sumar en margir þingmenn vilja hefja heimkvaðninguna strax. David Petraeus, yfirmaður Bandaríkjahers í Írak, og Ryan Crocker, sendiherra Bandaríkjamanna í Írak, komu á fund þingnefndar fulltrúardeildar Bandaríkjaþings í gær og kynntu mat sitt á því hvaða áhrif það hefði haft að fjölga bandarískum hermönnum um þrjátíu þúsund í Írak. Sagði Petraeus að mörgum markmiðum hefði verið náð en herinn þyrfti meiri tíma til að vinna verk sitt. Hann taldi að ekki yrði hægt að kalla viðbótarhermennina heim fyrr en næsta sumar og þá myndi heimkvaðning halda áfram. Óvíst væri þó hvað hún myndi ganga hratt fyrir sig. Tom Lantos, formaður utanríkismálanefndar, vísaði fullyrðingum Petraeusar á bug. Hann sagði að á vissan hátt hefði ástandið batnað og árásum og óhæfuverkum fækkað líkt og Petraeus segði. Verkefnið hefði þó í heild sinni misheppnast og nú væri tími kominn til þess að kalla herliðið heim. Annar talsmaður demókrata á þinginu, Lynn Woolsey, sagði í gær að Petreus væri einungis málpípa Hvíta hússins og því lítið að marka hann. Petreus vísaði því á bug. Hann segir að hvorki Hvíta húsið né varnarmálaráðuneytið hefðu fengið að lesa vitnisburð hans áður en hann kom fyrir þingnefndina. Hundrað sextíu og átta þúsund bandarískir hermenn eru nú í Írak og hafa ekki verið fleiri. Bandaríkjamenn vilja fara að ráðum Lantos og kalla þá heim hið fyrsta. Þeim boðskap var komið á framfæri á fundinum en mótmælendum var umsvifalaust vísað úr salnum.
Erlent Fréttir Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira