Petraeus gagnrýndur Guðjón Helgason skrifar 11. september 2007 12:14 Demókratar á Bandaríkjaþingi vísa á bug fullyrðingum yfirmanns bandaríska heraflans í Írak um að markmiðum þar hafi verið náð með fjölgun í herliðinu. Herforinginn segir fyrst hægt að kalla hermenn heim næsta sumar en margir þingmenn vilja hefja heimkvaðninguna strax. David Petraeus, yfirmaður Bandaríkjahers í Írak, og Ryan Crocker, sendiherra Bandaríkjamanna í Írak, komu á fund þingnefndar fulltrúardeildar Bandaríkjaþings í gær og kynntu mat sitt á því hvaða áhrif það hefði haft að fjölga bandarískum hermönnum um þrjátíu þúsund í Írak. Sagði Petraeus að mörgum markmiðum hefði verið náð en herinn þyrfti meiri tíma til að vinna verk sitt. Hann taldi að ekki yrði hægt að kalla viðbótarhermennina heim fyrr en næsta sumar og þá myndi heimkvaðning halda áfram. Óvíst væri þó hvað hún myndi ganga hratt fyrir sig. Tom Lantos, formaður utanríkismálanefndar, vísaði fullyrðingum Petraeusar á bug. Hann sagði að á vissan hátt hefði ástandið batnað og árásum og óhæfuverkum fækkað líkt og Petraeus segði. Verkefnið hefði þó í heild sinni misheppnast og nú væri tími kominn til þess að kalla herliðið heim. Annar talsmaður demókrata á þinginu, Lynn Woolsey, sagði í gær að Petreus væri einungis málpípa Hvíta hússins og því lítið að marka hann. Petreus vísaði því á bug. Hann segir að hvorki Hvíta húsið né varnarmálaráðuneytið hefðu fengið að lesa vitnisburð hans áður en hann kom fyrir þingnefndina. Hundrað sextíu og átta þúsund bandarískir hermenn eru nú í Írak og hafa ekki verið fleiri. Bandaríkjamenn vilja fara að ráðum Lantos og kalla þá heim hið fyrsta. Þeim boðskap var komið á framfæri á fundinum en mótmælendum var umsvifalaust vísað úr salnum. Erlent Fréttir Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Demókratar á Bandaríkjaþingi vísa á bug fullyrðingum yfirmanns bandaríska heraflans í Írak um að markmiðum þar hafi verið náð með fjölgun í herliðinu. Herforinginn segir fyrst hægt að kalla hermenn heim næsta sumar en margir þingmenn vilja hefja heimkvaðninguna strax. David Petraeus, yfirmaður Bandaríkjahers í Írak, og Ryan Crocker, sendiherra Bandaríkjamanna í Írak, komu á fund þingnefndar fulltrúardeildar Bandaríkjaþings í gær og kynntu mat sitt á því hvaða áhrif það hefði haft að fjölga bandarískum hermönnum um þrjátíu þúsund í Írak. Sagði Petraeus að mörgum markmiðum hefði verið náð en herinn þyrfti meiri tíma til að vinna verk sitt. Hann taldi að ekki yrði hægt að kalla viðbótarhermennina heim fyrr en næsta sumar og þá myndi heimkvaðning halda áfram. Óvíst væri þó hvað hún myndi ganga hratt fyrir sig. Tom Lantos, formaður utanríkismálanefndar, vísaði fullyrðingum Petraeusar á bug. Hann sagði að á vissan hátt hefði ástandið batnað og árásum og óhæfuverkum fækkað líkt og Petraeus segði. Verkefnið hefði þó í heild sinni misheppnast og nú væri tími kominn til þess að kalla herliðið heim. Annar talsmaður demókrata á þinginu, Lynn Woolsey, sagði í gær að Petreus væri einungis málpípa Hvíta hússins og því lítið að marka hann. Petreus vísaði því á bug. Hann segir að hvorki Hvíta húsið né varnarmálaráðuneytið hefðu fengið að lesa vitnisburð hans áður en hann kom fyrir þingnefndina. Hundrað sextíu og átta þúsund bandarískir hermenn eru nú í Írak og hafa ekki verið fleiri. Bandaríkjamenn vilja fara að ráðum Lantos og kalla þá heim hið fyrsta. Þeim boðskap var komið á framfæri á fundinum en mótmælendum var umsvifalaust vísað úr salnum.
Erlent Fréttir Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira