Fréttir Actavis á meðal líklegustu kaupenda á Merck Mestar líkur eru á að lyfjafyrirtækin Actavis og indverska félagið Torrent Pharmaceuticals muni berjast um samheitalyfjahluta þýska lyfjarisans Merck. Þetta segir bandaríska viðskiptatímaritið Forbes sem telur að kaupverð geti numið allt að sex milljörðum dala, jafnvirði rúmra 392 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 17.4.2007 13:54 Hvað kostar landsfundur? Sjálfstæðisflokkurinn býst ekki við að gefa sérstaklega upp kostnað við landsfundinn um helgina. Innlent 17.4.2007 12:05 N1 siðlaus og ósvífin N4, norðlenskt fjölmiðlafyrirtæki, kannar nú réttarstöðu sína vegna nýs nafns og firmamerkis N1, olíufélagsins Essó. Merkin eru sláandi lík segir stjórnarformaður N4. Hann segir athæfið bæði ósvífið og siðlaust. Innlent 17.4.2007 11:59 Landsbankinn sagður bjóða í Bridgewell Landsbankinn er sagður vera á meðal þeirra sem hafa lagt fram yfirtökutilboð í breska verðbréfafyrirtækið Bridgewell Group. Á meðal annarra bjóðenda er hollenski fjárfestingabankinn Fortis, sem rekur starfsemi víða um Evrópu. Stjórnendur Bridgewell eru sagðir hafa komið hingað til lands í gær til fundar við Landsbankamenn. Viðskipti innlent 17.4.2007 10:30 Verðbólga mælist 3,1 prósent í Bretlandi Nýjustu hagtölur bresku hagstofunnar benda til að verðbólga hafi mælst 3,1 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði. Þetta er þvert á væntingar enda hefur verðbólga ekki verið hærri í áratug. Þetta þykir sömuleiðis nokkur skellur fyrir Englandsbanka sem ákvað fyrir tæpum hálfum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Viðskipti erlent 17.4.2007 08:56 Smásöluverslun jókst um 0,7 prósent í Bandaríkjunum Smásöluverslun jókst um 0,7 prósent á milli mánaða í mars í Bandaríkjunum, samkvæmt nýjustu upplýsingum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Greinendur segja þetta koma efnahagslífinu til góða og vega upp á móti samdrætti í iðnaði og á húsnæðismarkaði vestanhafs. Viðskipti erlent 16.4.2007 19:47 Fimm þúsund kanínur á hraðbrautinni Umferð um fjölförnustu hraðbraut Ungverjalands stöðvaðist í margar klukkustundir í dag þegar bíll með fimm þúsund kanínur innanborðs lenti í árekstri og valt um koll. Allar kanínurnar sluppu úr búrum sínum og hlupu eins og fætur toguðu út á þjóðveginn. Erlent 16.4.2007 19:19 Krefjast framsals Beresovskís Rússnesk yfirvöld hafa óskað eftir því við bresku ríkisstjórnina að þau framselji auðkýfinginn Boris Berezovskí vegna áforma hans um að steypa Vladimír Pútín af stóli. Erlent 16.4.2007 19:17 Kveikir í skónum á íslenskri bloggsíðu Íslenskur strákur leikur sér að því að kveikja ítrekað í skónum sínum í myndbandi á íslenskri bloggsíðu. Hann er hvattur áfram af lesendum. Forstöðumaður Forvarnarhúss segir fylgni á milli slíkra áhættuleikja og sýningu þátta á borð við Strákana. Innlent 16.4.2007 18:58 Verðbólga í Zimbabve nálægt 2.000 prósentum Stjórnvöld í Afríkuríkinu Zimbabve hafa ákveðið að fresta birtingu verðbólgutalna um eina viku. Breska ríkisútvarpið segir að þetta athæfi bendi til þess að ríkisstjórn Roberts Mugabe vilji ekki horfast í augu við að verðbólga hafi farið úr böndunum og liggi nú nálægt 2.000 prósentum. Því er spáð að staða efnahagsmála muni hríðversna á árinu og verðbólga rjúka enn frekar upp. Viðskipti erlent 16.4.2007 18:46 Síminn kaupir Sensa Síminn hefur gengið frá kaupum á öllum hlutabréfum í þjónustufyrirtækinu Sensa ehf, sem er með sérfræðiþekkingu á sviði IP samskiptalausna. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins en kaupverð er trúnaðarmál. Viðskipti innlent 16.4.2007 17:24 Fyrsta varan frá DeCode væntanleg DeCode Genetics ætlar að hefja sölu á fyrsta genaprófinu til að greina sykursýki II í Bandaríkjunum á næstunni. Prófið heitir DeCode T2. Prófinu er ætlað að greina genabreytingu sem tvöfaldar líkurnar á því að viðkomandi verði sykursjúkur. Þetta er fyrsta varan sem DeCode setur á markað. Viðskipti innlent 16.4.2007 16:29 Hagnaður Philips fimmfaldaðist Hollenski raftækjaframleiðandinn Philips skilaði hagnaði upp á 875 milljónir evra, jafnvirði tæpra 78 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er fimmfalt meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra og skrifast að mestu á sölu dótturfyrirtækis Philips á Taívan. Viðskipti erlent 16.4.2007 14:42 Yfirtökutilraunir Nasdaq settu skarð í afkomuna Áætlaður hagnaður bandaríska hlutabréfamarkaðarins á fyrsta fjórðungi þessa árs nemur 18,3 milljónum dala, jafnvirði tæpra 1,2 milljarða íslenskra króna. Stjórn Nasdaq segir að tilraunir markaðarins til að gera yfirtöku á bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE) á síðasta ári hafi sett skarð sitt í afkomuna. Viðskipti erlent 16.4.2007 11:09 Yfirtökutilboð væntanlegt í Vinnslustöðina Tólf hluthafar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum sem fara með meirihluta er skylt að gera öðrum hluthöfum Vinnslustöðvarinnar yfirtökutilboð í fyrirtækið á næstu fjórum vikum. Að yfirtökunni afstaðinni verður Vinnslustöðin afskráð úr Kauphöllinni. Þetta verður síðasta sjávarútvegsfélagið til að hverfa af Aðallista Kauphallarinnar. Viðskipti innlent 16.4.2007 09:46 Verðbólga mælist 5,3 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6 prósentustig á milli mánaða í apríl og jafngildir það því að verðbólga síðastliðna 12 mánuði mælist 5,3 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð því að vísitalan myndi mælast 5,1 til 5,3 prósent. Viðskipti innlent 15.4.2007 09:49 Tesco skilar metári Áætlaður hagnaður Tesco fyrir síðasta ár nemur rúmum 2,5 milljörðum punda, jafnvirði 325 milljörðum íslenskra króna. Gangi þetta eftir jafngildir það að félagið hafi hagnast um 624 þúsund krónur á hverri einustu mínútu á öllu síðasta ári. Þá er þetta methagnaður í sögu þessarar stærstu verslanakeðju Bretlands. Viðskipti erlent 16.4.2007 00:51 Þrír flokkar vilja græna skatta Allir stjórnmálaflokkar, nema Frjálslyndir, vilja beita sköttum eða lækkun gjalda til að hvetja landsmenn til að nota umhverfisvæna bíla. Samfylking, Íslandshreyfingin og Vinstri grænir vilja einir flokka leggja á græna skatta samkvæmt reglunni - þeir borgi sem mengi. Innlent 15.4.2007 18:40 Buffett ekki lengur næstríkastur Mexíkóski auðmaðurinn Carlos Slim hefur skellt bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett úr sæti sem annar ríkasti maður heims. Buffett, sem nú er þriðji ríkasti maður í heimi, hefur vermt annað sætið á eftir Bill Gates, stofnanda og stjórnarformanni Microsoft, í áraraðir. Viðskipti erlent 14.4.2007 22:41 Hráolíuverðið lækkaði í vikunni Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega við lokun markaða í Bandaríkjunum í gær eftir hækkanir í nokkra daga á undan. Markaðsaðilar telja líkur á að olíuverð haldist hátt á næstunni vegna samdráttar í olíuframleiðslu og minni olíubirgða í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 14.4.2007 12:38 ESSO verður N1 Olíufélagið Esso og Bílanaust heita nú eftir sameininguna N1. Hermann Guðmundsson forstjóri N1, segir nafnið hafa orðið fyrir valinu til að undirstrika þann metnað fyrirtækisins að vera í forystu hvað varðar góða þjónustu við bíleigendur, fólk á ferðinni og fyrirtækin í landinu. Innlent 13.4.2007 20:34 Tveir stórir árekstrar Tveir stórir árekstrar urðu á sama tíma á Miklubraut austan við Grensássveg um klukkan 17 í dag. Í öðrum árekstrinum voru fjórir bílar en í hinum þrír bílar. Í báðum tilvikum er um aftanákeyrslu að ræða. Engin slys urðu á fólki. Innlent 13.4.2007 19:37 Grjóthrun í Óshlíð Ófært er um Dynjandisheiði og ekki gert ráð fyrir að opna hana fyrr en eftir helgi. Vegfarendur um Óshlíð eru beðnir að sýna varúð vegna grjóthruns. Annars eru vegir víðast hvar auðir á láglendi en lítilsháttar krapi eða hálka er þó á stöku fjallvegum. Innlent 13.4.2007 19:03 Námsmenn fá frítt í strætó Stjórn Stúdentaráðs samþykkti í dag ályktun þar sem nýrri vistvænni áætlun Reykjavíkurborgar er fagnað. Ráðið telur ályktunina mikið framfaraskref og fagnar sérstaklega þeim tíðindum að næsta haust fái reykvískir námsmenn frítt í strætó. Stjórn SHÍ skorar á borgarstjórn að hafa frítt í strætó fyrir námsmenn til frambúðar. Jafnframt skora þeir á hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að taka sér Reykjavíkurborg til fyrirmyndar. Innlent 13.4.2007 17:47 Sömu laun fyrir sömu vinnu Svæðisfélag Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri og nágrenni mótmælir harðlega þeim launamismun sem viðgengst milli hjúkrunarfræðinga sem starfa á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri annars vegar og Landspítala-Háskólasjúkrahúsi í Reykjavík hins vegar. Jafnframt er þess krafist, að gerð verði könnun á því hvort viðgangist launamismunur innan fleiri hópa heilbrigðisgeirans eftir búsetu þeirra. Ríkið ætti að greiða starfsfólki sínu sömu laun fyrir sömu vinnu og ábyrgð óháð því hvar viðkomandi er búsettur á landinu. Allt annað er óþolandi undansláttur frá því markmiði að tryggja öllum landsmönnum jafnan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu, segja Vinstri grænir. Innlent 13.4.2007 17:36 Úrvalsvísitalan á ný í methæðum Úrvalsvísitalan sló enn eitt metið í dag þegar hún hækkaði um 0,92 prósentustig og endaði í 7.739 stigum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem Úrvalsvísitalan fer í methæðir við lokun markaðarins. Viðskipti innlent 13.4.2007 16:17 Sony hættir sölu á 20 GB Playstation 3 Japanski hátækniframleiðandinn Sony ætlar að hætta að flytja inn og selja ódýrari gerðir PlayStation 3 leikjatölvunnar í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að neytendur hafa meiri áhuga á dýrari gerðum sem eru með stærri harðan disk og meiri aukabúnað. Leikjavísir 13.4.2007 15:00 Viðskiptahalli Bandaríkjanna minnkar Viðskiptahalli Bandaríkjanna dróst saman um 0,7 prósent í febrúar og nam 58,4 milljörðum dala, jafnvirði 3.857 milljörðum íslenskra króna, í mánuðinum. Viðskiptahallinn hefur ekki verið minni síðan í nóvember í fyrra. Mestu munar um minni innflutning frá Kína og lágt olíuverð í mánuðinum. Viðskipti erlent 13.4.2007 14:32 Spá sexföldum hagnaði hjá Sony Gengi hlutabréfa í japanska hátækniframleiðandanum Sony hækkaði talsvert í dag og hefur ekki verið hærra í fimm ár. Ástæðan fyrir hækkuninni er spá japanska viðskiptablaðsins Nikkei að hagnaður Sony muni sexfaldast á árinu. Mikil kostnaður við gerð og markaðssetningu á PlayStation 3 leikjatölvunni setti skarð í afkomutölur Sony á síðasta ári. Leikjavísir 13.4.2007 12:14 Orðrómur um yfirtöku á Barclays Gengi hlutabréfa í breska bankanum Barclays hafa hækkað nokkuð á markaði í dag eftir að orðrómur barst þess efnis að bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan Chase hafi í hyggju að gera yfirtökutilboð í hann. Barclays vinnur að yfirtöku á hollenska bankanum ABN Amro. Bitinn er hins vegar sagður stór fyrir breska bankann. Viðskipti erlent 13.4.2007 11:36 « ‹ 177 178 179 180 181 182 183 184 185 … 334 ›
Actavis á meðal líklegustu kaupenda á Merck Mestar líkur eru á að lyfjafyrirtækin Actavis og indverska félagið Torrent Pharmaceuticals muni berjast um samheitalyfjahluta þýska lyfjarisans Merck. Þetta segir bandaríska viðskiptatímaritið Forbes sem telur að kaupverð geti numið allt að sex milljörðum dala, jafnvirði rúmra 392 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 17.4.2007 13:54
Hvað kostar landsfundur? Sjálfstæðisflokkurinn býst ekki við að gefa sérstaklega upp kostnað við landsfundinn um helgina. Innlent 17.4.2007 12:05
N1 siðlaus og ósvífin N4, norðlenskt fjölmiðlafyrirtæki, kannar nú réttarstöðu sína vegna nýs nafns og firmamerkis N1, olíufélagsins Essó. Merkin eru sláandi lík segir stjórnarformaður N4. Hann segir athæfið bæði ósvífið og siðlaust. Innlent 17.4.2007 11:59
Landsbankinn sagður bjóða í Bridgewell Landsbankinn er sagður vera á meðal þeirra sem hafa lagt fram yfirtökutilboð í breska verðbréfafyrirtækið Bridgewell Group. Á meðal annarra bjóðenda er hollenski fjárfestingabankinn Fortis, sem rekur starfsemi víða um Evrópu. Stjórnendur Bridgewell eru sagðir hafa komið hingað til lands í gær til fundar við Landsbankamenn. Viðskipti innlent 17.4.2007 10:30
Verðbólga mælist 3,1 prósent í Bretlandi Nýjustu hagtölur bresku hagstofunnar benda til að verðbólga hafi mælst 3,1 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði. Þetta er þvert á væntingar enda hefur verðbólga ekki verið hærri í áratug. Þetta þykir sömuleiðis nokkur skellur fyrir Englandsbanka sem ákvað fyrir tæpum hálfum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Viðskipti erlent 17.4.2007 08:56
Smásöluverslun jókst um 0,7 prósent í Bandaríkjunum Smásöluverslun jókst um 0,7 prósent á milli mánaða í mars í Bandaríkjunum, samkvæmt nýjustu upplýsingum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Greinendur segja þetta koma efnahagslífinu til góða og vega upp á móti samdrætti í iðnaði og á húsnæðismarkaði vestanhafs. Viðskipti erlent 16.4.2007 19:47
Fimm þúsund kanínur á hraðbrautinni Umferð um fjölförnustu hraðbraut Ungverjalands stöðvaðist í margar klukkustundir í dag þegar bíll með fimm þúsund kanínur innanborðs lenti í árekstri og valt um koll. Allar kanínurnar sluppu úr búrum sínum og hlupu eins og fætur toguðu út á þjóðveginn. Erlent 16.4.2007 19:19
Krefjast framsals Beresovskís Rússnesk yfirvöld hafa óskað eftir því við bresku ríkisstjórnina að þau framselji auðkýfinginn Boris Berezovskí vegna áforma hans um að steypa Vladimír Pútín af stóli. Erlent 16.4.2007 19:17
Kveikir í skónum á íslenskri bloggsíðu Íslenskur strákur leikur sér að því að kveikja ítrekað í skónum sínum í myndbandi á íslenskri bloggsíðu. Hann er hvattur áfram af lesendum. Forstöðumaður Forvarnarhúss segir fylgni á milli slíkra áhættuleikja og sýningu þátta á borð við Strákana. Innlent 16.4.2007 18:58
Verðbólga í Zimbabve nálægt 2.000 prósentum Stjórnvöld í Afríkuríkinu Zimbabve hafa ákveðið að fresta birtingu verðbólgutalna um eina viku. Breska ríkisútvarpið segir að þetta athæfi bendi til þess að ríkisstjórn Roberts Mugabe vilji ekki horfast í augu við að verðbólga hafi farið úr böndunum og liggi nú nálægt 2.000 prósentum. Því er spáð að staða efnahagsmála muni hríðversna á árinu og verðbólga rjúka enn frekar upp. Viðskipti erlent 16.4.2007 18:46
Síminn kaupir Sensa Síminn hefur gengið frá kaupum á öllum hlutabréfum í þjónustufyrirtækinu Sensa ehf, sem er með sérfræðiþekkingu á sviði IP samskiptalausna. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins en kaupverð er trúnaðarmál. Viðskipti innlent 16.4.2007 17:24
Fyrsta varan frá DeCode væntanleg DeCode Genetics ætlar að hefja sölu á fyrsta genaprófinu til að greina sykursýki II í Bandaríkjunum á næstunni. Prófið heitir DeCode T2. Prófinu er ætlað að greina genabreytingu sem tvöfaldar líkurnar á því að viðkomandi verði sykursjúkur. Þetta er fyrsta varan sem DeCode setur á markað. Viðskipti innlent 16.4.2007 16:29
Hagnaður Philips fimmfaldaðist Hollenski raftækjaframleiðandinn Philips skilaði hagnaði upp á 875 milljónir evra, jafnvirði tæpra 78 milljarða íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er fimmfalt meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra og skrifast að mestu á sölu dótturfyrirtækis Philips á Taívan. Viðskipti erlent 16.4.2007 14:42
Yfirtökutilraunir Nasdaq settu skarð í afkomuna Áætlaður hagnaður bandaríska hlutabréfamarkaðarins á fyrsta fjórðungi þessa árs nemur 18,3 milljónum dala, jafnvirði tæpra 1,2 milljarða íslenskra króna. Stjórn Nasdaq segir að tilraunir markaðarins til að gera yfirtöku á bresku kauphöllinni í Lundúnum (LSE) á síðasta ári hafi sett skarð sitt í afkomuna. Viðskipti erlent 16.4.2007 11:09
Yfirtökutilboð væntanlegt í Vinnslustöðina Tólf hluthafar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum sem fara með meirihluta er skylt að gera öðrum hluthöfum Vinnslustöðvarinnar yfirtökutilboð í fyrirtækið á næstu fjórum vikum. Að yfirtökunni afstaðinni verður Vinnslustöðin afskráð úr Kauphöllinni. Þetta verður síðasta sjávarútvegsfélagið til að hverfa af Aðallista Kauphallarinnar. Viðskipti innlent 16.4.2007 09:46
Verðbólga mælist 5,3 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6 prósentustig á milli mánaða í apríl og jafngildir það því að verðbólga síðastliðna 12 mánuði mælist 5,3 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð því að vísitalan myndi mælast 5,1 til 5,3 prósent. Viðskipti innlent 15.4.2007 09:49
Tesco skilar metári Áætlaður hagnaður Tesco fyrir síðasta ár nemur rúmum 2,5 milljörðum punda, jafnvirði 325 milljörðum íslenskra króna. Gangi þetta eftir jafngildir það að félagið hafi hagnast um 624 þúsund krónur á hverri einustu mínútu á öllu síðasta ári. Þá er þetta methagnaður í sögu þessarar stærstu verslanakeðju Bretlands. Viðskipti erlent 16.4.2007 00:51
Þrír flokkar vilja græna skatta Allir stjórnmálaflokkar, nema Frjálslyndir, vilja beita sköttum eða lækkun gjalda til að hvetja landsmenn til að nota umhverfisvæna bíla. Samfylking, Íslandshreyfingin og Vinstri grænir vilja einir flokka leggja á græna skatta samkvæmt reglunni - þeir borgi sem mengi. Innlent 15.4.2007 18:40
Buffett ekki lengur næstríkastur Mexíkóski auðmaðurinn Carlos Slim hefur skellt bandaríska auðkýfingnum Warren Buffett úr sæti sem annar ríkasti maður heims. Buffett, sem nú er þriðji ríkasti maður í heimi, hefur vermt annað sætið á eftir Bill Gates, stofnanda og stjórnarformanni Microsoft, í áraraðir. Viðskipti erlent 14.4.2007 22:41
Hráolíuverðið lækkaði í vikunni Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega við lokun markaða í Bandaríkjunum í gær eftir hækkanir í nokkra daga á undan. Markaðsaðilar telja líkur á að olíuverð haldist hátt á næstunni vegna samdráttar í olíuframleiðslu og minni olíubirgða í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 14.4.2007 12:38
ESSO verður N1 Olíufélagið Esso og Bílanaust heita nú eftir sameininguna N1. Hermann Guðmundsson forstjóri N1, segir nafnið hafa orðið fyrir valinu til að undirstrika þann metnað fyrirtækisins að vera í forystu hvað varðar góða þjónustu við bíleigendur, fólk á ferðinni og fyrirtækin í landinu. Innlent 13.4.2007 20:34
Tveir stórir árekstrar Tveir stórir árekstrar urðu á sama tíma á Miklubraut austan við Grensássveg um klukkan 17 í dag. Í öðrum árekstrinum voru fjórir bílar en í hinum þrír bílar. Í báðum tilvikum er um aftanákeyrslu að ræða. Engin slys urðu á fólki. Innlent 13.4.2007 19:37
Grjóthrun í Óshlíð Ófært er um Dynjandisheiði og ekki gert ráð fyrir að opna hana fyrr en eftir helgi. Vegfarendur um Óshlíð eru beðnir að sýna varúð vegna grjóthruns. Annars eru vegir víðast hvar auðir á láglendi en lítilsháttar krapi eða hálka er þó á stöku fjallvegum. Innlent 13.4.2007 19:03
Námsmenn fá frítt í strætó Stjórn Stúdentaráðs samþykkti í dag ályktun þar sem nýrri vistvænni áætlun Reykjavíkurborgar er fagnað. Ráðið telur ályktunina mikið framfaraskref og fagnar sérstaklega þeim tíðindum að næsta haust fái reykvískir námsmenn frítt í strætó. Stjórn SHÍ skorar á borgarstjórn að hafa frítt í strætó fyrir námsmenn til frambúðar. Jafnframt skora þeir á hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að taka sér Reykjavíkurborg til fyrirmyndar. Innlent 13.4.2007 17:47
Sömu laun fyrir sömu vinnu Svæðisfélag Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri og nágrenni mótmælir harðlega þeim launamismun sem viðgengst milli hjúkrunarfræðinga sem starfa á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri annars vegar og Landspítala-Háskólasjúkrahúsi í Reykjavík hins vegar. Jafnframt er þess krafist, að gerð verði könnun á því hvort viðgangist launamismunur innan fleiri hópa heilbrigðisgeirans eftir búsetu þeirra. Ríkið ætti að greiða starfsfólki sínu sömu laun fyrir sömu vinnu og ábyrgð óháð því hvar viðkomandi er búsettur á landinu. Allt annað er óþolandi undansláttur frá því markmiði að tryggja öllum landsmönnum jafnan aðgang að góðri heilbrigðisþjónustu, segja Vinstri grænir. Innlent 13.4.2007 17:36
Úrvalsvísitalan á ný í methæðum Úrvalsvísitalan sló enn eitt metið í dag þegar hún hækkaði um 0,92 prósentustig og endaði í 7.739 stigum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem Úrvalsvísitalan fer í methæðir við lokun markaðarins. Viðskipti innlent 13.4.2007 16:17
Sony hættir sölu á 20 GB Playstation 3 Japanski hátækniframleiðandinn Sony ætlar að hætta að flytja inn og selja ódýrari gerðir PlayStation 3 leikjatölvunnar í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að neytendur hafa meiri áhuga á dýrari gerðum sem eru með stærri harðan disk og meiri aukabúnað. Leikjavísir 13.4.2007 15:00
Viðskiptahalli Bandaríkjanna minnkar Viðskiptahalli Bandaríkjanna dróst saman um 0,7 prósent í febrúar og nam 58,4 milljörðum dala, jafnvirði 3.857 milljörðum íslenskra króna, í mánuðinum. Viðskiptahallinn hefur ekki verið minni síðan í nóvember í fyrra. Mestu munar um minni innflutning frá Kína og lágt olíuverð í mánuðinum. Viðskipti erlent 13.4.2007 14:32
Spá sexföldum hagnaði hjá Sony Gengi hlutabréfa í japanska hátækniframleiðandanum Sony hækkaði talsvert í dag og hefur ekki verið hærra í fimm ár. Ástæðan fyrir hækkuninni er spá japanska viðskiptablaðsins Nikkei að hagnaður Sony muni sexfaldast á árinu. Mikil kostnaður við gerð og markaðssetningu á PlayStation 3 leikjatölvunni setti skarð í afkomutölur Sony á síðasta ári. Leikjavísir 13.4.2007 12:14
Orðrómur um yfirtöku á Barclays Gengi hlutabréfa í breska bankanum Barclays hafa hækkað nokkuð á markaði í dag eftir að orðrómur barst þess efnis að bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan Chase hafi í hyggju að gera yfirtökutilboð í hann. Barclays vinnur að yfirtöku á hollenska bankanum ABN Amro. Bitinn er hins vegar sagður stór fyrir breska bankann. Viðskipti erlent 13.4.2007 11:36
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent