Fréttir Kynlíf eða ný föt? Þegar kemur að fötum þá vita konur hvað þær vilja. Það kom í ljós í könnun sem var lögð fyrir 1.000 konur í Bandaríkjunum. Flestar þeirra sögðust tilbúnar að gefa kynlíf upp á bátinn í 15 mánuði ef þær fengju fataskáp fullan af nýjum fötum. Tvö prósent þeirra sagði að þær væru tilbúnar að hætta að lifa kynlífi í þrjú ár fyrir nýju fötin. 61% þeirra bætti síðan við að það væri mun verra að týna uppáhaldsflíkinni en að sleppa rúmfræði í heilan mánuð. Erlent 7.2.2007 23:32 Erilsamt hjá lögreglunni í gær Lögreglan á höfuðbrogarsvæðinu setti upp myndavél við Dalasmára í Kópavogi í gær. Brot fimmtán ökumanna voru mynduð. Meðalhraði hinna brotlegu var tæpir 46 km/klst. Þarna er 30 km hámarkshraði en sá hraðast ók var mældur á tvöföldum hámarkshraða. Eftirlit lögreglunnar í Dalasmára kom í kjölfar ábendinga frá íbúunum sem kvörtuðu undan hraðakstri á þessum stað. Annars staðar á höfuðborgarsvæðinu tók lögreglan tuttugu og fimm ökumenn fyrir hraðakstur. Innlent 7.2.2007 22:51 Siv leiðir Framsókn í Suðvesturkjördæmi Siv Friðleifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson og Una María Óskarsdóttir skipa þrjú efstu sæti Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Þetta var niðurstaða aukakjördæmisþings í kvöld. Þingið hófst kl. 20:00 en þar var tillaga kjörnefndar að framboðslista fyrir komandi þingkosningar borin upp til samþykktar. Listinn var samþykktur án breytinga. Þess er gaman að geta að Steingrímur Hermannsson skipar heiðurssætið á listanum. Innlent 7.2.2007 22:38 Enn rökrætt um framboð Framtíðarlandsins Mjög fjölsóttur fundur Framtíðarlandsins stendur enn yfir á Hótel Loftleiðum. Mörg hundruð manns mættu á fundinn en gildan atkvæðisrétt höfðu einungis þeir sem gerst höfðu félagar fyrir tólf á hádegi á mánudaginn var. Á fundinum var borin upp tillaga stjórnar um að boðið yrði fram í nafni Framtíðarlandsins í næstu alþingiskosningum og drög að stefnu þar að lútandi var lögð fram. Innlent 7.2.2007 21:59 Konan sem lýst var eftir er fundin Konan sem lögregla höfuðborgarsvæðisins lýsti eftir í kvöld, Guðríður Bjarney Ágústsdóttir, er fundin. Hennar hafði verið saknað frá því fyrr í kvöld. Lögreglan vill koma þökkum á framfæri til þeirra sem aðstoðuðu við leitina. Innlent 7.2.2007 21:55 Átök á milli Ísraela og Líbana Líbanski herinn skaut í kvöld á ísraelska hermenn sem voru að leita að sprengjum á landamærum ríkjanna tveggja. Þetta kom fram í fréttum hjá herútvarpi Ísraels. Samkvæmt fregnum skutu ísraelskir hermenn til baka en ekkert mannfall var hjá þeim. Talsmaður ísraelska hersins sagði að þeir héldu að einhverjir hermanna Líbana hefðu fallið í átökunum. Erlent 7.2.2007 21:44 Forsætisráðherra Sómalíu styrkir völd sín Forsætisráðherra Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í dag til þess að auka áhrif sín í henni, þóknast ættbálkum og halda sig við loforð um þjóðstjórn í landinu. Ríkisstjórnin er nú að reyna að auka völd sín í Sómalíu eftir að íslamska dómstólaráðið var rekið frá völdum. Erlent 7.2.2007 21:21 NASA að bæta eftirlit með geimförum Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, sagði í dag að hún myndi fara yfir starfsreglur er varða eftirlit með heilsu og geðheilsu geimfara eftir að þeir eru ráðnir. Hingað til hefur ekkert eftirlit verið með geðheilsu þeirra eftir að þeir hefja störf. Erlent 7.2.2007 21:04 Ítalski boltinn hefst að nýju um helgina Knattspyrnusamband Ítalíu sagði frá því í dag að knattspyrnuleikir myndu hefjast að nýju um næstu helgi. Stjórnvöld á Ítalíu samþykktu í dag hertar öryggisráðstafanir til þess að reyna að koma í veg fyrir óeirðir á knattspyrnuleikjum. Erlent 7.2.2007 20:54 ÞSSÍ í samstarf við stjórnvöld í Níkaragúa Viðræður við stjórnvöld í Níkaragúa um þróunarsamvinnu á sviði orkumála eru að hefjast í höfuðborginni Managua. Að sögn Gísla Pálssonar umdæmisstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hefur ný stjórn Sandínista áhuga á því að hraða þróun og framkvæmdum á sviði jarðhitamála og fá íslensk fyrirtæki til samstarfs. Innlent 7.2.2007 20:40 Of seint að læra að prjóna Það kom flatt upp á marga í íslenska flugheiminum fyrir 22 árum þegar Arngrímur Jóhannsson sagði upp stöðu sinni sem yfirflugstjóri Arnarflugs, stofnaði sitt eigið flugfélag, og keypti gamla Boeing þotu. Nú stendur hann enn á tímamótum, kominn í nýtt félag, og er í fyrsta sinn á ferlinum að láta smíða fyrir sig þotur. Innlent 7.2.2007 20:05 Fulltrúi forseta mætti ekki á fund utanríkismálanefndar Hvorki fulltrúi forsetaembættisins né utanríkisráðuneytisins mætti á fund utanríkismálanefndar í morgun, vegna setu forsetans í þróunarráði Indlands. Halldór Blöndal, formaður nefndarinnar, segir að utanríkisráðherra muni koma á fund nefndarinnar síðar. Innlent 7.2.2007 19:45 Apple og Apple semja Apple-tölvurisinn og Apple, útgáfufélag Bítlanna, hafa grafið stríðsöxina og bundið enda á þriggja áratuga lagadeilur um rétt til nafns og vörumerkis. Þetta gæti þýtt að Bítlalög verði í boði hjá iTunes og öðrum tónlistarveitum á netinu í fyrsta sinn. Erlent 7.2.2007 19:20 Orðaskak á þingi vegna ummæla Frjálslyndra Þingmenn Frjálslynda flokksins gerðu harða hríð að Sæunni Stefánsdóttur, þingmanni Framsóknarflokks og formanni Innflytjendaráðs, í upphafi þingfundar í morgun, fyrir að halda því fram að Frjálslyndi flokkurinn ali á mannfyrirlitningu og hatri í garð útlendinga í útvarpserindi í gær. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra kom félaga sínum til varnar og sagði frjálslyndi Frjálslynda flokksins komið langt frá upprunalegri merkingu orðsins. Innlent 7.2.2007 19:41 Íslendingar taldir tengjast barnaklámshring í Austurríki Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur, síðan um áramótin, rannsakað mál þriggja Íslendinga sem taldir eru tengjast barnaklámhring í Austurríki. Erlent 7.2.2007 19:16 Fiskimjölsverksmiðju við Krossanes lokað Aldrei framar munu menn finna peningalykt á Akureyri. Ísfélag Vestmannaeyja hefur ákveðið að loka fiskimjölsverksmiðjunni á Krossanesi og eru viðbrögð bæjarbúa ekki öll á sama veg. Innlent 7.2.2007 19:25 Hætt að miða við fyrri greiðslur Hætt hefur verið að miða við fyrri greiðslur í fæðingarorlofi, þegar næsta barn fæðist innan þriggja ára, en umboðsmaður alþingis telur það ekki samræmast lögum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á alþingi í dag. Magnús Stefánsson sagði, í svari við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, að starfshópur væri að skoða framkvæmd laganna í kjölfar niðurstöðu umboðsmanns og hann styddi þá breytingu sem þegar hefði verið gerð. Innlent 7.2.2007 19:19 7 bréfasprengjur á Bretlandseyjum Breska lögreglan greindi frá því í dag að sjö bréfasprengjur hafi verið sendar á Bretlandseyjum undanfarnar þrjár vikur. Ein slík sprakk í Wales í dag og særði þrjá en það er fjórða sprengjan sem springur á fimm dögum. Erlent 7.2.2007 19:13 3 milljónir króna í miskabætur raunhæfar Saga drengjanna í Breiðavík sýnir hvernig samfélagið getur framleitt afbrotamenn, segir Guðrún Ögmundsdóttir. Hún segir ekki óraunhæft að borga fórnarlömbum ofbeldis í Breiðavík þrjár milljónir í miskabætur fyrir þjáningar sínar. Innlent 7.2.2007 19:11 Bræður vilja ekki berjast Bræður hafa barist á banaspjótum í Palestínu síðustu vikur og mánuði og mannfall verið mikið. Forvígismenn fylkinga Hamas og Fatah reyna að stilla til friðar. Palestínskir bræður, sem fylgja sitt hvorri fylkingunni, særðust í sömu árásinni fyrir nokkrum dögum. Þeir segjast berjast fyrir bandamenn sína en samt geti þeir aldrei miðað byssu hvor á annan. Erlent 7.2.2007 19:09 Reyndu að fella internetið Óþekktir tölvuþrjótar reyndu í gær að ráða niðurlögum þeirra 13 tölva sem sjá um að stjórna stórum hluta umferðar á internetinu. Árásin stóð yfir í rúmar tólf klukkustundir og virtist koma frá Suður-Kóreu. Milljónir tölva um allan heim, sem sýktar voru með vírusum sem gerðu tölvuþrjótum kleyft að ná stjórn á þeim, voru notaðar í árásinni. Erlent 7.2.2007 18:42 Leggst gegn framboði í nafni Framtíðarlandsins Ómar Ragnarsson einn forsprakka Framtíðarlandsins segist leggjast gegn framboði til alþingiskosninga í nafni Framtíðarlandsins. Það sé ekki ráðlegt að stærstu umhverfissamtök landsins bjóði fram í eigin nafni. Búist er við miklum átökum á fundi Framtíðarlandsins í kvöld þar sem ákveðið verður hvort ráðist verður í framboð fyrir alþingiskosningar. Innlent 7.2.2007 18:33 Forsætisráðherra boðar lækkun skatta á fyrirtæki Forsætisráðherra boðaði einföldun á skattkerfinu og lækkun skatta á fyrirtæki til að auka samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á viðskiptaþingi í dag. Formaður viðskiptaráðs segir hvalveiðar Íslendinga geta sett árangur útrásarfyrirtækjanna í uppnám. Innlent 7.2.2007 18:15 Eldur í geymslu á Hótel Höfn Rétt eftir klukkan fimm í dag varð elds vart í geymslu í kjallara Hótels Hafnar. Brunakerfið lét vita af eldinum en erfiðlega gekk að staðsetja eldinn vegna reyks. Reykkafari var sendur inn til þess að staðsetja hann. Slökkvilið Hafnar er enn að störfum á hótelinu. Einhverjar glæður leynast þar enn og verið er að reykræsta hótelið. Innlent 7.2.2007 17:55 Samfylkingin vill huga að sprotafyrirtækjum Á blaðamannafundi í dag kynnti Samfylkingin nýja stefnumótun í atvinnumálum. Þær unnu til verðlauna á nýafstöðnu Sprotaþingi Samtaka sprotafyrirtækja og Samtaka iðnaðarins sem haldið var á föstudag. Þar greiddu fundarmenn atkvæði um tillögur stjórnmálaflokkanna og urðu tillögur Samfylkingarinnar í þremur efstu sætunum. Innlent 7.2.2007 17:43 Ítalskur svikahrappur kostar TM tíu milljónir Tryggingamiðstöðinni hf var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gert að greiða Íslensku umboðssölunni hf tæpar tíu milljónir vegna stolins fiskfarms sem var í eigu Íslensku umboðssölunnar hf. Málsatvik eru þau að Ítala tókst að villa á sér heimildir þannig að hann fékk afgreiddan fiskfarm frá íslensku umboðssölunni fyrir rúmar 110 þúsund evrur. Innlent 7.2.2007 17:29 Sex milljónir í skaðabætur vegna vinnuslyss Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag verktakafyrirtækið Heimi og Þorgeir hf. og Vörð Íslandstryggingu hf. til að greiða fyrrum starfsmanni Heimis og Þorgeirs tæpar sex milljónir króna í skaðabætur vegna vinnuslyss. Fyrirtækjunum var einnig gert að greiða vexti frá slysadegi 30. ágúst 2004. Innlent 7.2.2007 16:12 Forsætisráðherra boðar skattabreytingar Ákveðið hefur verið að leggja af skattlagningu á söluhagnað fyrtækja af hlutabréfum. Geir H. Haarde forsætisráðherra greindi frá þessu á Viðskiptaþingi 2007 í dag. Viðskipti innlent 7.2.2007 16:05 Frestur starfsmanna RUV framlengdur Frestur starfsmanna RUV til að svara hvort þeir vilji hætta hætta störfum þegar hið nýja RUV ohf tekur til starfa hefur verið framlengdur fram á föstudag. Upphaflega átti fresturinn að renna út í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa einhverjir starfsmenn nú þegar nýtt sér réttinn og munu hætta við breytingarnar. Innlent 7.2.2007 15:33 Ísland í 19. sæti á ímyndarlista Ísland er í nítjánda sæti á lista þjóða þar sem mældur er styrkur ímyndar þeirra út frá stjórnsýslu, menningu, ferðamennsku, útflutningi og fleiri þáttum. Listinn nefnist Anholt Nation Brands Index, nefndur eftir Simon Anholt sérfræðingi í ímyndarmálum þjóða sem kynnti niðurstöðurnar á Viðskiptaþingi 2007 í dag. Viðskipti innlent 7.2.2007 15:21 « ‹ 233 234 235 236 237 238 239 240 241 … 334 ›
Kynlíf eða ný föt? Þegar kemur að fötum þá vita konur hvað þær vilja. Það kom í ljós í könnun sem var lögð fyrir 1.000 konur í Bandaríkjunum. Flestar þeirra sögðust tilbúnar að gefa kynlíf upp á bátinn í 15 mánuði ef þær fengju fataskáp fullan af nýjum fötum. Tvö prósent þeirra sagði að þær væru tilbúnar að hætta að lifa kynlífi í þrjú ár fyrir nýju fötin. 61% þeirra bætti síðan við að það væri mun verra að týna uppáhaldsflíkinni en að sleppa rúmfræði í heilan mánuð. Erlent 7.2.2007 23:32
Erilsamt hjá lögreglunni í gær Lögreglan á höfuðbrogarsvæðinu setti upp myndavél við Dalasmára í Kópavogi í gær. Brot fimmtán ökumanna voru mynduð. Meðalhraði hinna brotlegu var tæpir 46 km/klst. Þarna er 30 km hámarkshraði en sá hraðast ók var mældur á tvöföldum hámarkshraða. Eftirlit lögreglunnar í Dalasmára kom í kjölfar ábendinga frá íbúunum sem kvörtuðu undan hraðakstri á þessum stað. Annars staðar á höfuðborgarsvæðinu tók lögreglan tuttugu og fimm ökumenn fyrir hraðakstur. Innlent 7.2.2007 22:51
Siv leiðir Framsókn í Suðvesturkjördæmi Siv Friðleifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson og Una María Óskarsdóttir skipa þrjú efstu sæti Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Þetta var niðurstaða aukakjördæmisþings í kvöld. Þingið hófst kl. 20:00 en þar var tillaga kjörnefndar að framboðslista fyrir komandi þingkosningar borin upp til samþykktar. Listinn var samþykktur án breytinga. Þess er gaman að geta að Steingrímur Hermannsson skipar heiðurssætið á listanum. Innlent 7.2.2007 22:38
Enn rökrætt um framboð Framtíðarlandsins Mjög fjölsóttur fundur Framtíðarlandsins stendur enn yfir á Hótel Loftleiðum. Mörg hundruð manns mættu á fundinn en gildan atkvæðisrétt höfðu einungis þeir sem gerst höfðu félagar fyrir tólf á hádegi á mánudaginn var. Á fundinum var borin upp tillaga stjórnar um að boðið yrði fram í nafni Framtíðarlandsins í næstu alþingiskosningum og drög að stefnu þar að lútandi var lögð fram. Innlent 7.2.2007 21:59
Konan sem lýst var eftir er fundin Konan sem lögregla höfuðborgarsvæðisins lýsti eftir í kvöld, Guðríður Bjarney Ágústsdóttir, er fundin. Hennar hafði verið saknað frá því fyrr í kvöld. Lögreglan vill koma þökkum á framfæri til þeirra sem aðstoðuðu við leitina. Innlent 7.2.2007 21:55
Átök á milli Ísraela og Líbana Líbanski herinn skaut í kvöld á ísraelska hermenn sem voru að leita að sprengjum á landamærum ríkjanna tveggja. Þetta kom fram í fréttum hjá herútvarpi Ísraels. Samkvæmt fregnum skutu ísraelskir hermenn til baka en ekkert mannfall var hjá þeim. Talsmaður ísraelska hersins sagði að þeir héldu að einhverjir hermanna Líbana hefðu fallið í átökunum. Erlent 7.2.2007 21:44
Forsætisráðherra Sómalíu styrkir völd sín Forsætisráðherra Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í dag til þess að auka áhrif sín í henni, þóknast ættbálkum og halda sig við loforð um þjóðstjórn í landinu. Ríkisstjórnin er nú að reyna að auka völd sín í Sómalíu eftir að íslamska dómstólaráðið var rekið frá völdum. Erlent 7.2.2007 21:21
NASA að bæta eftirlit með geimförum Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, sagði í dag að hún myndi fara yfir starfsreglur er varða eftirlit með heilsu og geðheilsu geimfara eftir að þeir eru ráðnir. Hingað til hefur ekkert eftirlit verið með geðheilsu þeirra eftir að þeir hefja störf. Erlent 7.2.2007 21:04
Ítalski boltinn hefst að nýju um helgina Knattspyrnusamband Ítalíu sagði frá því í dag að knattspyrnuleikir myndu hefjast að nýju um næstu helgi. Stjórnvöld á Ítalíu samþykktu í dag hertar öryggisráðstafanir til þess að reyna að koma í veg fyrir óeirðir á knattspyrnuleikjum. Erlent 7.2.2007 20:54
ÞSSÍ í samstarf við stjórnvöld í Níkaragúa Viðræður við stjórnvöld í Níkaragúa um þróunarsamvinnu á sviði orkumála eru að hefjast í höfuðborginni Managua. Að sögn Gísla Pálssonar umdæmisstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hefur ný stjórn Sandínista áhuga á því að hraða þróun og framkvæmdum á sviði jarðhitamála og fá íslensk fyrirtæki til samstarfs. Innlent 7.2.2007 20:40
Of seint að læra að prjóna Það kom flatt upp á marga í íslenska flugheiminum fyrir 22 árum þegar Arngrímur Jóhannsson sagði upp stöðu sinni sem yfirflugstjóri Arnarflugs, stofnaði sitt eigið flugfélag, og keypti gamla Boeing þotu. Nú stendur hann enn á tímamótum, kominn í nýtt félag, og er í fyrsta sinn á ferlinum að láta smíða fyrir sig þotur. Innlent 7.2.2007 20:05
Fulltrúi forseta mætti ekki á fund utanríkismálanefndar Hvorki fulltrúi forsetaembættisins né utanríkisráðuneytisins mætti á fund utanríkismálanefndar í morgun, vegna setu forsetans í þróunarráði Indlands. Halldór Blöndal, formaður nefndarinnar, segir að utanríkisráðherra muni koma á fund nefndarinnar síðar. Innlent 7.2.2007 19:45
Apple og Apple semja Apple-tölvurisinn og Apple, útgáfufélag Bítlanna, hafa grafið stríðsöxina og bundið enda á þriggja áratuga lagadeilur um rétt til nafns og vörumerkis. Þetta gæti þýtt að Bítlalög verði í boði hjá iTunes og öðrum tónlistarveitum á netinu í fyrsta sinn. Erlent 7.2.2007 19:20
Orðaskak á þingi vegna ummæla Frjálslyndra Þingmenn Frjálslynda flokksins gerðu harða hríð að Sæunni Stefánsdóttur, þingmanni Framsóknarflokks og formanni Innflytjendaráðs, í upphafi þingfundar í morgun, fyrir að halda því fram að Frjálslyndi flokkurinn ali á mannfyrirlitningu og hatri í garð útlendinga í útvarpserindi í gær. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra kom félaga sínum til varnar og sagði frjálslyndi Frjálslynda flokksins komið langt frá upprunalegri merkingu orðsins. Innlent 7.2.2007 19:41
Íslendingar taldir tengjast barnaklámshring í Austurríki Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur, síðan um áramótin, rannsakað mál þriggja Íslendinga sem taldir eru tengjast barnaklámhring í Austurríki. Erlent 7.2.2007 19:16
Fiskimjölsverksmiðju við Krossanes lokað Aldrei framar munu menn finna peningalykt á Akureyri. Ísfélag Vestmannaeyja hefur ákveðið að loka fiskimjölsverksmiðjunni á Krossanesi og eru viðbrögð bæjarbúa ekki öll á sama veg. Innlent 7.2.2007 19:25
Hætt að miða við fyrri greiðslur Hætt hefur verið að miða við fyrri greiðslur í fæðingarorlofi, þegar næsta barn fæðist innan þriggja ára, en umboðsmaður alþingis telur það ekki samræmast lögum. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á alþingi í dag. Magnús Stefánsson sagði, í svari við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, að starfshópur væri að skoða framkvæmd laganna í kjölfar niðurstöðu umboðsmanns og hann styddi þá breytingu sem þegar hefði verið gerð. Innlent 7.2.2007 19:19
7 bréfasprengjur á Bretlandseyjum Breska lögreglan greindi frá því í dag að sjö bréfasprengjur hafi verið sendar á Bretlandseyjum undanfarnar þrjár vikur. Ein slík sprakk í Wales í dag og særði þrjá en það er fjórða sprengjan sem springur á fimm dögum. Erlent 7.2.2007 19:13
3 milljónir króna í miskabætur raunhæfar Saga drengjanna í Breiðavík sýnir hvernig samfélagið getur framleitt afbrotamenn, segir Guðrún Ögmundsdóttir. Hún segir ekki óraunhæft að borga fórnarlömbum ofbeldis í Breiðavík þrjár milljónir í miskabætur fyrir þjáningar sínar. Innlent 7.2.2007 19:11
Bræður vilja ekki berjast Bræður hafa barist á banaspjótum í Palestínu síðustu vikur og mánuði og mannfall verið mikið. Forvígismenn fylkinga Hamas og Fatah reyna að stilla til friðar. Palestínskir bræður, sem fylgja sitt hvorri fylkingunni, særðust í sömu árásinni fyrir nokkrum dögum. Þeir segjast berjast fyrir bandamenn sína en samt geti þeir aldrei miðað byssu hvor á annan. Erlent 7.2.2007 19:09
Reyndu að fella internetið Óþekktir tölvuþrjótar reyndu í gær að ráða niðurlögum þeirra 13 tölva sem sjá um að stjórna stórum hluta umferðar á internetinu. Árásin stóð yfir í rúmar tólf klukkustundir og virtist koma frá Suður-Kóreu. Milljónir tölva um allan heim, sem sýktar voru með vírusum sem gerðu tölvuþrjótum kleyft að ná stjórn á þeim, voru notaðar í árásinni. Erlent 7.2.2007 18:42
Leggst gegn framboði í nafni Framtíðarlandsins Ómar Ragnarsson einn forsprakka Framtíðarlandsins segist leggjast gegn framboði til alþingiskosninga í nafni Framtíðarlandsins. Það sé ekki ráðlegt að stærstu umhverfissamtök landsins bjóði fram í eigin nafni. Búist er við miklum átökum á fundi Framtíðarlandsins í kvöld þar sem ákveðið verður hvort ráðist verður í framboð fyrir alþingiskosningar. Innlent 7.2.2007 18:33
Forsætisráðherra boðar lækkun skatta á fyrirtæki Forsætisráðherra boðaði einföldun á skattkerfinu og lækkun skatta á fyrirtæki til að auka samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á viðskiptaþingi í dag. Formaður viðskiptaráðs segir hvalveiðar Íslendinga geta sett árangur útrásarfyrirtækjanna í uppnám. Innlent 7.2.2007 18:15
Eldur í geymslu á Hótel Höfn Rétt eftir klukkan fimm í dag varð elds vart í geymslu í kjallara Hótels Hafnar. Brunakerfið lét vita af eldinum en erfiðlega gekk að staðsetja eldinn vegna reyks. Reykkafari var sendur inn til þess að staðsetja hann. Slökkvilið Hafnar er enn að störfum á hótelinu. Einhverjar glæður leynast þar enn og verið er að reykræsta hótelið. Innlent 7.2.2007 17:55
Samfylkingin vill huga að sprotafyrirtækjum Á blaðamannafundi í dag kynnti Samfylkingin nýja stefnumótun í atvinnumálum. Þær unnu til verðlauna á nýafstöðnu Sprotaþingi Samtaka sprotafyrirtækja og Samtaka iðnaðarins sem haldið var á föstudag. Þar greiddu fundarmenn atkvæði um tillögur stjórnmálaflokkanna og urðu tillögur Samfylkingarinnar í þremur efstu sætunum. Innlent 7.2.2007 17:43
Ítalskur svikahrappur kostar TM tíu milljónir Tryggingamiðstöðinni hf var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gert að greiða Íslensku umboðssölunni hf tæpar tíu milljónir vegna stolins fiskfarms sem var í eigu Íslensku umboðssölunnar hf. Málsatvik eru þau að Ítala tókst að villa á sér heimildir þannig að hann fékk afgreiddan fiskfarm frá íslensku umboðssölunni fyrir rúmar 110 þúsund evrur. Innlent 7.2.2007 17:29
Sex milljónir í skaðabætur vegna vinnuslyss Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag verktakafyrirtækið Heimi og Þorgeir hf. og Vörð Íslandstryggingu hf. til að greiða fyrrum starfsmanni Heimis og Þorgeirs tæpar sex milljónir króna í skaðabætur vegna vinnuslyss. Fyrirtækjunum var einnig gert að greiða vexti frá slysadegi 30. ágúst 2004. Innlent 7.2.2007 16:12
Forsætisráðherra boðar skattabreytingar Ákveðið hefur verið að leggja af skattlagningu á söluhagnað fyrtækja af hlutabréfum. Geir H. Haarde forsætisráðherra greindi frá þessu á Viðskiptaþingi 2007 í dag. Viðskipti innlent 7.2.2007 16:05
Frestur starfsmanna RUV framlengdur Frestur starfsmanna RUV til að svara hvort þeir vilji hætta hætta störfum þegar hið nýja RUV ohf tekur til starfa hefur verið framlengdur fram á föstudag. Upphaflega átti fresturinn að renna út í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa einhverjir starfsmenn nú þegar nýtt sér réttinn og munu hætta við breytingarnar. Innlent 7.2.2007 15:33
Ísland í 19. sæti á ímyndarlista Ísland er í nítjánda sæti á lista þjóða þar sem mældur er styrkur ímyndar þeirra út frá stjórnsýslu, menningu, ferðamennsku, útflutningi og fleiri þáttum. Listinn nefnist Anholt Nation Brands Index, nefndur eftir Simon Anholt sérfræðingi í ímyndarmálum þjóða sem kynnti niðurstöðurnar á Viðskiptaþingi 2007 í dag. Viðskipti innlent 7.2.2007 15:21
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent