Forsætisráðherra boðar lækkun skatta á fyrirtæki 7. febrúar 2007 18:30 Forsætisráðherra boðaði einföldun á skattkerfinu og lækkun skatta á fyrirtæki til að auka samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á viðskiptaþingi í dag. Formaður viðskiptaráðs segir hvalveiðar Íslendinga geta sett árangur útrásarfyrirtækjanna í uppnám. Yfirskrift viðskiptaþings að þessu sinni var Ísland besti í heimi? En stjórnvöld hafa unnið að því með atvinnulífinu að undanförnu að finna út hvernig bæta megi ímynd Íslands erlendis. Forsætisráðherra kom inn á þessi mál í ræðu sinni. Hann benti m.a. á að mannauðurinn væri dýrmætasta auðlyndin og í þeim efnum þyrfti t.d. auðvelda útlendingum sem hér vildu búa og starfa aðlögun og einnig væri brýnt að stjórnvöld og fyrirtæki tækju höndum saman um að útrýma launamun kynjanna. Geir H Haarde forsætisráðherra sagði lækkun skatta á fyrirtæki hafa auðveldað þeim að stækka og dafna og skilaði meiri tekjum í ríkissjóð. "Árið 2001 þegar skatthlutfallið var var 30% námu tekjur ríkisins einungs 9 milljörðum króna, en á síðasta ári skilaði 18% skattur tæplega 34 milljörðum," sagði forsætisráðherra. Forsætisráðherra boðaði að til greina kæmi að lækka þennan skatt enn frekar, enda væri hann að lækka í örðum löndum. Þá sagði Geir að 10 prósenta einfaldur fjármagnstekjuskattur væri betri en flókinn og hár skattur. Og forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina vinna að ýmsum leiðum til að einfalda skattkerfið og auðvelda fyrirtækjum að athafna sig. "Jákvæð reynsla okkar af skattbreytingum á undanförnum árum styrkir mig í þeirri trú að ef við göngum enn lengra í þessum efnum munum við ná meiri árangri við að byggja hér upp öflug fyrirtæki sem aftur skila miklum skatttekjum," sagði Geir. Ímynd Íslands var mál málanna í dag og breski sérfræðingurinn Simon Anholt yfir hvað mætti gera betur í þeim efnum, en eitt af því sem hefur neikvæð áhrif á hana eru hvalveiðar Íslendinga að mati Erlendar Hjaltasonar formanns viðskiptaráðs. "Sú neikvæða ímynd sem Ísland fær af hvalveiðum getur sett sumt af því sem gert hefur verið ú ppnám," sagði Erlendur. Skemmt fyrir því sem unnið hefur verið á síðast liðnum árum eða þrýst íslenskum útrásarfyrirtækjum til að hætta að tengja fyrirtækin við Ísland. Fréttir Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Forsætisráðherra boðaði einföldun á skattkerfinu og lækkun skatta á fyrirtæki til að auka samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja á viðskiptaþingi í dag. Formaður viðskiptaráðs segir hvalveiðar Íslendinga geta sett árangur útrásarfyrirtækjanna í uppnám. Yfirskrift viðskiptaþings að þessu sinni var Ísland besti í heimi? En stjórnvöld hafa unnið að því með atvinnulífinu að undanförnu að finna út hvernig bæta megi ímynd Íslands erlendis. Forsætisráðherra kom inn á þessi mál í ræðu sinni. Hann benti m.a. á að mannauðurinn væri dýrmætasta auðlyndin og í þeim efnum þyrfti t.d. auðvelda útlendingum sem hér vildu búa og starfa aðlögun og einnig væri brýnt að stjórnvöld og fyrirtæki tækju höndum saman um að útrýma launamun kynjanna. Geir H Haarde forsætisráðherra sagði lækkun skatta á fyrirtæki hafa auðveldað þeim að stækka og dafna og skilaði meiri tekjum í ríkissjóð. "Árið 2001 þegar skatthlutfallið var var 30% námu tekjur ríkisins einungs 9 milljörðum króna, en á síðasta ári skilaði 18% skattur tæplega 34 milljörðum," sagði forsætisráðherra. Forsætisráðherra boðaði að til greina kæmi að lækka þennan skatt enn frekar, enda væri hann að lækka í örðum löndum. Þá sagði Geir að 10 prósenta einfaldur fjármagnstekjuskattur væri betri en flókinn og hár skattur. Og forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina vinna að ýmsum leiðum til að einfalda skattkerfið og auðvelda fyrirtækjum að athafna sig. "Jákvæð reynsla okkar af skattbreytingum á undanförnum árum styrkir mig í þeirri trú að ef við göngum enn lengra í þessum efnum munum við ná meiri árangri við að byggja hér upp öflug fyrirtæki sem aftur skila miklum skatttekjum," sagði Geir. Ímynd Íslands var mál málanna í dag og breski sérfræðingurinn Simon Anholt yfir hvað mætti gera betur í þeim efnum, en eitt af því sem hefur neikvæð áhrif á hana eru hvalveiðar Íslendinga að mati Erlendar Hjaltasonar formanns viðskiptaráðs. "Sú neikvæða ímynd sem Ísland fær af hvalveiðum getur sett sumt af því sem gert hefur verið ú ppnám," sagði Erlendur. Skemmt fyrir því sem unnið hefur verið á síðast liðnum árum eða þrýst íslenskum útrásarfyrirtækjum til að hætta að tengja fyrirtækin við Ísland.
Fréttir Innlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira