Hinsegin

Fréttamynd

Rekstrinum kippt undan Pink Iceland sem hefur opnað CBD verslun

Í tíu ár hefur Pink Iceland látið drauma ferðafólks rætast sem kemur til Íslands til að gifta sig. Brúðkaupin eru orðin fleiri en sex hundruð, hvert öðru litríkara og ævintýralegra og hægt væri að gera heilan raunveruleikaþátt út frá ótrúlegum sögum brúðkaupsskipuleggjanda.

Lífið
Fréttamynd

Mummi reynir að koma vitinu fyrir páfa

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ritað hans heilagleika, Frans páfa í Vatíkaninu, opið bréf þar sem hann fer vinsamlegast fram á að hann dragi til baka ákvörðun um að samband samkynhneigðra para njóti ekki blessunar kaþólsku kirkjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Prestar í uppreisn gegn Páfagarði

Samtök kaþólskra presta sem hafa lengi verið þyrnir í síðu vatíkansins, hafa lýst því yfir að meðlimir þeirra muni blessa samvist samkynja para, þvert á skipun forsvarsmanna kirkjunnar sem opinberuð var í gær.

Erlent
Fréttamynd

Saga af bestu mann­eskju í heimi

Ég ætla að segja þér frá bestu manneskju í heimi. Hún er góðmennskan uppmáluð og fer aldrei í manngreinarálit. Hún er ávallt með opinn faðm og hjartalag hennar er einstaklega fallegt. Þetta er mesta fyrirmyndarmanneskja sem heimurinn hefur séð. Hún gerir ekki upp á milli fólks, og elskar alla. Alla nema þig.

Skoðun
Fréttamynd

Vatíkanið bannar blessun samvistar sam­kynja para

Vatíkanið gaf í dag út ákvörðun, sem Frans páfi, samþykkti, um að kaþólskir prestar megi ekki blessa samvist samkynja para. Það sé ekki í samræmi við ætlanir guðs og ekki sé hægt að blessa syndsamlega hegðun.

Erlent
Fréttamynd

Fellir úr gildi bann við transfólki í Banda­ríkja­her

Trans fólk fær nú aftur að gegna herþjónustu í Bandaríkjunum eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti felldi úr gildi bann sem Donald Trump tilkynnti sumarið 2017. Hvíta húsið greindi frá þessu í dag og sagði styrkleika þjóðarinnar felast í fjölbreytileikanum.

Erlent
Fréttamynd

JoJo Siwa kemur út úr skápnum

Samfélagsmiðlastjarnan og söngkonan JoJo Siwa segist himinlifandi eftir að hafa tilkynnt að hún skilgreini sig hinsegin. Siwa, sem er sautján ára gömul, hafði gefið þetta í skyn á samfélagsmiðlum undanfarna daga en staðfesti það svo í löngu myndbandi sem hún birti í gær.

Lífið
Fréttamynd

Gleði­legt hýrt ár!

Ég hlakka svo til ársins 2021 að ég er með kitl í maganum. Væntingar mínar til næsta árs eru kannski bjartsýnni en tilefni er til, en bjartsýni í nokkru óhófi hefur reyndar alltaf reynst mér ágætlega. Daginn er líka tekið að lengja, farsóttarfrelsið er handan við hornið og hvers vegna í ósköpunum ættu allar mínar hýrustu áramótaóskir ekki að rætast við slíkar aðstæður?

Skoðun
Fréttamynd

Sig­mundur Davíð segir kirkjuna hafa gengið of langt með Trans-Jesú

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerir trúmál að umfjöllunarefni í nýjum pistli í The Spectator. Nánar tiltekið beinir hann sjónum sínum að kristinni trú og sakar kirkjuna um að koma að stefnumálum í anda róttækra sósíalista eða umhverfissinna. Það sé útséð að slíkt gangi ekki upp.

Innlent
Fréttamynd

Sam­kynja pörum í Ung­verja­landi bannað að ætt­leiða

Ungverska þingið samþykkti í dag lög sem banna samkynja pörum að ættleiða börn. Ríkisstjórn Viktors Orban, forsætisráðherra lagði frumvarpið fram og felur það í sér að aðeins gagnkynja hjón geti ættleitt pör, en einhverjar undantekningar eru gerðar fyrir einhleypa ættingja barna.

Erlent
Fréttamynd

Vernd fyrir börn, loksins!

Það er gott að búa í landi þar sem breið og þverpólitísk samstaða ríkir um réttindamál hinsegin fólks. Þessi samstaða birtist þessa dagana á Alþingi, sem mun á næstu dögum samþykkja þrjú frumvörp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér mikilvægar réttarbætur, þá sérstaklega fyrir trans og intersex börn.

Skoðun
Fréttamynd

Flúðu á Hverfisgötu undan myglu

Samtökin ’78 hafa flutt skrifstofu sína í húsnæði á Hverfisgötu 39 vegna myglu sem fannst í húsakynnum Samtakanna við Suðurgötu. Frá þessu greina samtökin á Facebook í dag.

Innlent
Fréttamynd

Leikarinn Elliot Page úr Juno er trans

Leikarinn Ellen Page hefur greint frá því að hán sé trans og gengur nú undir nafninu Elliot. Page, sem sló í gegn í myndum á borð við Juno og Inception, sagðist í stöðufærslu á Twitter vera „heppið“ að vera komið á þann stað sem hán væri á í dag.

Erlent
Fréttamynd

Til minningar um trans fólk

Í dag er minningardagur trans fólks. Dagurinn er haldinn til þess að minnast trans fólks sem hefur verið myrt fyrir kynvitund sína, en árið 2020 hafa verið tilkynnt alls 350 morð á trans fólki víðsvegar um heim, samkvæmt evrópsku trans samtökunum Transgender Europe, sem er 6% aukning á milli ára.

Skoðun
Fréttamynd

Skóla­mál úr skápnum

Skert tækifæri og óöryggi eiga ekki að vera fylgifiskar þess fyrir ungmenni að koma út úr skápnum. En þriðjungur hinsegin ungmenna upplifir óöryggi í skólanum sínum, í hinu íslenska skólakerfi.

Skoðun