Norður-Kórea Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Yfirmenn rússneska hersins hafa safnað tugum þúsunda hermanna í Kúrsk-héraði í Rússlandi og eiga þeir að hefja umfangsmikla gagnsókn gegn Úkraínumönnum þar. Von er á umfangsmikilli sókn á næstu dögum. Erlent 11.11.2024 16:48 Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Norður-Kórea tryggði sér heimsmeistaratitilinn hjá sautján ára landsliðum kvenna í fótbolta í gær eftir sigur á Spáni í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum. Fótbolti 4.11.2024 06:30 Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Kim Jong Un, hefur stutt við bakið á Rússum frá því þeir hófu sitt „heilaga stríð“ gegn Úkraínu. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir einræðisherrann hafa skipað embættismönnum sínum og þegnum að aðstoða Rússa um leið og innrásin í Úkraínu hófst. Erlent 1.11.2024 13:15 Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn hafa verið sendir til landamæra Rússlands og Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna varar við því að yfirvöld í Moskvu stefni að því að koma þeim á víglínuna á næstu dögum. Erlent 31.10.2024 22:56 Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Ráðamenn í Rússlandi og Íran ætla að skrifa undir „umfangsmikinn“ sáttmála sem mun meðal annars snúast um aukið samstarf á sviði varnarmála. Skrifa á undir sáttmálann í náinni framtíð. Erlent 31.10.2024 15:47 Ný flaug flaug lengra en áður Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu í morgun upp langdrægri skotflaug, sem virðist vera af nýrri tegund, og flaug hún bæði hærra og lengra en aðrar eldflaugar einræðisríkisins hafa áður gert. Erlent 31.10.2024 11:09 Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Ráðamenn í Suður-Kóreu óttast að Norður-Kórea fái aukna aðstoð frá Rússlandi í framtíðinni, bæði hernaðarlega og annarskonar aðstoð, og að norðurkóreskir hermenn sem talið er að muni berjast við Úkraínumenn á næstu vikum, öðlist reynslu af hernaði. Reynslu sem gæti aukið getu norðurkóreska hersins til muna. Erlent 30.10.2024 11:38 Vannærðir hermenn Kim sagðir „fallbyssufóður“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir mögulegt að norðurkóreskir hermenn verði sendir á víglínuna í Úkraínu eða í Kúrsk í dag eða á morgun. Hermennirnir eru þó sagðir smávaxnir og illa búnir fyrir átök á svæðinu og varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir þá fallbyssufóður. Erlent 27.10.2024 10:02 Neitar ekki liðsstyrk frá Norður-Kóreu Vladimir Pútín Rússlandsforseti neitaði því ekki á blaðamannafundi í gær að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu sent um 3.000 hermenn til Rússlands. Erlent 25.10.2024 06:53 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Einstaklega blóðugur“ september Harðir bardagar eiga sér stað víðsvegar í austurhluta Úkraínu og í Kúrsk-héraði í Rússlandi þessa dagana. Þá eru hermenn frá Norður-Kóreu sagðir í Rússlandi og fleiri á leiðinni og ráðamenn í Kænugarði hafa reynt að sýna bakhjörlum sínum hvernig þeir geta í sameiningu bundið enda á stríðið og skapað frið til langs tíma. Erlent 24.10.2024 09:02 Staðfesta flutninga hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir hermenn frá Norður-Kóreu hafa verið senda til Rússlands. Þar eigi þeir að aðstoða Rússa við stríðið gegn Úkraínu en óljóst sé með hvaða hætti. Erlent 23.10.2024 13:29 Krefjast þess að Rússar sendi hermenn Kim heim Utanríkisráðherra Suður-Kóreu kallaði sendiherra Rússlands þar í landi á teppið í morgun. Kim Hong Kyun krafðist þess við Georgy Zinoviev að hermenn frá Norður-Kóreu yrðu sendir frá Rússlandi. Erlent 21.10.2024 13:01 Kim sagður ætla að senda tólf þúsund menn til Rússlands Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur ákveðið að senda fjögur stórfylki, eða um tólf þúsund hermenn, til aðstoðar Rússa við innrás þeirra í Úkraínu. Kim sendi hóp sérveitarmanna tli Rússlands í ágúst þar sem þeir fengu fölsk skilríki og hljóta þjálfun, áður en þeir verða sendir til Úkraínu. Erlent 18.10.2024 09:51 Stofna herfylki skipað mönnum frá Norður-Kóreu Forsvarsmenn rússneska hersins eru sagðir vera að stofna nýtt herfylki sem skipað verður allt að þrjú þúsund mönnum frá Norður-Kóreu. Kim Jon Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið Vladimír Pútín, kollega sínum, fullum stuðningi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Erlent 15.10.2024 14:14 Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Hermenn frá Norður-Kóreu verða líklega sendir til liðs við rússneska hermenn í Úkraínu. Sex hermenn frá einræðisríkinu einangraða eru þar að auki sagðir hafa fallið í eldflaugaárás í Úkraínu fyrr í mánuðinum. Erlent 8.10.2024 19:32 Kim kallar eftir meira úrani í kjarnorkuvopn Ráðamenn í Norður-Kóreu opinberuðu í fyrsta sinn frá 2010 myndir af skilvindum þar sem úran er auðgað fyrir kjarnorkuvopn einræðisherrans Kim Jong Un. Myndirnar voru teknar þegar Kim heimsótti rannsóknarstöðina þar sem úran er auðgað. Erlent 13.9.2024 12:23 Segir Kim telja að hægt sé að semja við Trump Fyrrverandi sendifulltrúi Norður-Kóreu, sem flúði til Suður-Kóreu frá Kúbu, segir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, mjög áfram um að Donald Trump verði aftur forseti. Erlent 2.8.2024 11:51 Ruslabelgir frá Norður-Kóreu raska flugferðum og kveikja eld Loftbelgir með sem Norðurkóreumenn senda yfir landamærin til nágranna sinna í suðri hafa valdið töluverðum usla síðasta sólarhringinn. Flugferðum var frestað á flugvelli í Seúl vegna belgjanna og einn þeirra tendraði eld á þaki íbúðarbyggingar. Erlent 25.7.2024 11:25 Ungur maður tekinn af lífi fyrir að hlusta á K-pop í Norður-Kóreu Tuttugu og tveggja ára gamall maður var tekinn af lífi í Norður Kóreu á opinberum vettvangi, fyrir að hafa hlustað á 70 lög frá Suður-Kóreu, horft á þrjár myndir þaðan og að hafa dreift þeim. Þetta var árið 2022. Erlent 29.6.2024 20:07 Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. Erlent 19.6.2024 08:51 Skutu viðvörunarskotum að norðurkóreskum hermönnum Suðurkóreskir hermenn skutu viðvörunarskotum að norðurkóreskum hermönnum sem fóru óvart yfir landamærin á sunnudag. Norðanmennirnir hörfuðu strax en sunnanmenn segja að þeir hafi farið yfir landaærin með tæki og tól. Erlent 11.6.2024 09:01 Íbúar varaðir við rusl- og skítabelgjum frá Norður-Kóreu Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa gefið út viðvörun til íbúa vegna loftbelgja sem yfirvöld segja bera sorp og jafnvel saur yfir landamærin frá Norður-Kóreu. Erlent 29.5.2024 07:45 Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Erlent 3.5.2024 23:54 Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. Erlent 30.4.2024 13:24 Kim keyrði skriðdreka á æfingu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, tók nýverið þátt í æfingu með hermönnum sínum, þar sem þeir voru að æfa sig á nýrri gerð skriðdreka. Kallaði hann eftir frekari undirbúningi svo herinn væri tilbúinn í mögulegt stríð. Erlent 14.3.2024 10:23 Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með neðansjávardróna sem borið getur kjarnorkuvopn. Tilraunin er sögð hafa verið gerð í mótmælum við sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu sem fara fram í þessari viku. Erlent 19.1.2024 12:37 Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. Erlent 5.1.2024 08:32 Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. Erlent 18.12.2023 11:59 Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. Erlent 13.12.2023 08:00 Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. Erlent 28.11.2023 08:31 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 23 ›
Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Yfirmenn rússneska hersins hafa safnað tugum þúsunda hermanna í Kúrsk-héraði í Rússlandi og eiga þeir að hefja umfangsmikla gagnsókn gegn Úkraínumönnum þar. Von er á umfangsmikilli sókn á næstu dögum. Erlent 11.11.2024 16:48
Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Norður-Kórea tryggði sér heimsmeistaratitilinn hjá sautján ára landsliðum kvenna í fótbolta í gær eftir sigur á Spáni í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum. Fótbolti 4.11.2024 06:30
Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Kim Jong Un, hefur stutt við bakið á Rússum frá því þeir hófu sitt „heilaga stríð“ gegn Úkraínu. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir einræðisherrann hafa skipað embættismönnum sínum og þegnum að aðstoða Rússa um leið og innrásin í Úkraínu hófst. Erlent 1.11.2024 13:15
Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn hafa verið sendir til landamæra Rússlands og Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna varar við því að yfirvöld í Moskvu stefni að því að koma þeim á víglínuna á næstu dögum. Erlent 31.10.2024 22:56
Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Ráðamenn í Rússlandi og Íran ætla að skrifa undir „umfangsmikinn“ sáttmála sem mun meðal annars snúast um aukið samstarf á sviði varnarmála. Skrifa á undir sáttmálann í náinni framtíð. Erlent 31.10.2024 15:47
Ný flaug flaug lengra en áður Yfirvöld í Norður-Kóreu skutu í morgun upp langdrægri skotflaug, sem virðist vera af nýrri tegund, og flaug hún bæði hærra og lengra en aðrar eldflaugar einræðisríkisins hafa áður gert. Erlent 31.10.2024 11:09
Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Ráðamenn í Suður-Kóreu óttast að Norður-Kórea fái aukna aðstoð frá Rússlandi í framtíðinni, bæði hernaðarlega og annarskonar aðstoð, og að norðurkóreskir hermenn sem talið er að muni berjast við Úkraínumenn á næstu vikum, öðlist reynslu af hernaði. Reynslu sem gæti aukið getu norðurkóreska hersins til muna. Erlent 30.10.2024 11:38
Vannærðir hermenn Kim sagðir „fallbyssufóður“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir mögulegt að norðurkóreskir hermenn verði sendir á víglínuna í Úkraínu eða í Kúrsk í dag eða á morgun. Hermennirnir eru þó sagðir smávaxnir og illa búnir fyrir átök á svæðinu og varnarmálaráðherra Suður-Kóreu segir þá fallbyssufóður. Erlent 27.10.2024 10:02
Neitar ekki liðsstyrk frá Norður-Kóreu Vladimir Pútín Rússlandsforseti neitaði því ekki á blaðamannafundi í gær að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu sent um 3.000 hermenn til Rússlands. Erlent 25.10.2024 06:53
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Einstaklega blóðugur“ september Harðir bardagar eiga sér stað víðsvegar í austurhluta Úkraínu og í Kúrsk-héraði í Rússlandi þessa dagana. Þá eru hermenn frá Norður-Kóreu sagðir í Rússlandi og fleiri á leiðinni og ráðamenn í Kænugarði hafa reynt að sýna bakhjörlum sínum hvernig þeir geta í sameiningu bundið enda á stríðið og skapað frið til langs tíma. Erlent 24.10.2024 09:02
Staðfesta flutninga hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir hermenn frá Norður-Kóreu hafa verið senda til Rússlands. Þar eigi þeir að aðstoða Rússa við stríðið gegn Úkraínu en óljóst sé með hvaða hætti. Erlent 23.10.2024 13:29
Krefjast þess að Rússar sendi hermenn Kim heim Utanríkisráðherra Suður-Kóreu kallaði sendiherra Rússlands þar í landi á teppið í morgun. Kim Hong Kyun krafðist þess við Georgy Zinoviev að hermenn frá Norður-Kóreu yrðu sendir frá Rússlandi. Erlent 21.10.2024 13:01
Kim sagður ætla að senda tólf þúsund menn til Rússlands Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur ákveðið að senda fjögur stórfylki, eða um tólf þúsund hermenn, til aðstoðar Rússa við innrás þeirra í Úkraínu. Kim sendi hóp sérveitarmanna tli Rússlands í ágúst þar sem þeir fengu fölsk skilríki og hljóta þjálfun, áður en þeir verða sendir til Úkraínu. Erlent 18.10.2024 09:51
Stofna herfylki skipað mönnum frá Norður-Kóreu Forsvarsmenn rússneska hersins eru sagðir vera að stofna nýtt herfylki sem skipað verður allt að þrjú þúsund mönnum frá Norður-Kóreu. Kim Jon Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið Vladimír Pútín, kollega sínum, fullum stuðningi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Erlent 15.10.2024 14:14
Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Hermenn frá Norður-Kóreu verða líklega sendir til liðs við rússneska hermenn í Úkraínu. Sex hermenn frá einræðisríkinu einangraða eru þar að auki sagðir hafa fallið í eldflaugaárás í Úkraínu fyrr í mánuðinum. Erlent 8.10.2024 19:32
Kim kallar eftir meira úrani í kjarnorkuvopn Ráðamenn í Norður-Kóreu opinberuðu í fyrsta sinn frá 2010 myndir af skilvindum þar sem úran er auðgað fyrir kjarnorkuvopn einræðisherrans Kim Jong Un. Myndirnar voru teknar þegar Kim heimsótti rannsóknarstöðina þar sem úran er auðgað. Erlent 13.9.2024 12:23
Segir Kim telja að hægt sé að semja við Trump Fyrrverandi sendifulltrúi Norður-Kóreu, sem flúði til Suður-Kóreu frá Kúbu, segir Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, mjög áfram um að Donald Trump verði aftur forseti. Erlent 2.8.2024 11:51
Ruslabelgir frá Norður-Kóreu raska flugferðum og kveikja eld Loftbelgir með sem Norðurkóreumenn senda yfir landamærin til nágranna sinna í suðri hafa valdið töluverðum usla síðasta sólarhringinn. Flugferðum var frestað á flugvelli í Seúl vegna belgjanna og einn þeirra tendraði eld á þaki íbúðarbyggingar. Erlent 25.7.2024 11:25
Ungur maður tekinn af lífi fyrir að hlusta á K-pop í Norður-Kóreu Tuttugu og tveggja ára gamall maður var tekinn af lífi í Norður Kóreu á opinberum vettvangi, fyrir að hafa hlustað á 70 lög frá Suður-Kóreu, horft á þrjár myndir þaðan og að hafa dreift þeim. Þetta var árið 2022. Erlent 29.6.2024 20:07
Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti er staddur í opinberri heimsókn í Pyongyang. Erlent 19.6.2024 08:51
Skutu viðvörunarskotum að norðurkóreskum hermönnum Suðurkóreskir hermenn skutu viðvörunarskotum að norðurkóreskum hermönnum sem fóru óvart yfir landamærin á sunnudag. Norðanmennirnir hörfuðu strax en sunnanmenn segja að þeir hafi farið yfir landaærin með tæki og tól. Erlent 11.6.2024 09:01
Íbúar varaðir við rusl- og skítabelgjum frá Norður-Kóreu Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa gefið út viðvörun til íbúa vegna loftbelgja sem yfirvöld segja bera sorp og jafnvel saur yfir landamærin frá Norður-Kóreu. Erlent 29.5.2024 07:45
Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta í Bandaríkjunum, sem hefur verið nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Donalds Trump á ekki sjö dagana sæla. Hún liggur undir þverpólitísku ámæli fyrir að hafa drepið hundinn sinn og þarf nú að draga til baka frásögn um að hún hafi fundað með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Erlent 3.5.2024 23:54
Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. Erlent 30.4.2024 13:24
Kim keyrði skriðdreka á æfingu Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, tók nýverið þátt í æfingu með hermönnum sínum, þar sem þeir voru að æfa sig á nýrri gerð skriðdreka. Kallaði hann eftir frekari undirbúningi svo herinn væri tilbúinn í mögulegt stríð. Erlent 14.3.2024 10:23
Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með neðansjávardróna sem borið getur kjarnorkuvopn. Tilraunin er sögð hafa verið gerð í mótmælum við sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu sem fara fram í þessari viku. Erlent 19.1.2024 12:37
Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. Erlent 5.1.2024 08:32
Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. Erlent 18.12.2023 11:59
Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. Erlent 13.12.2023 08:00
Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. Erlent 28.11.2023 08:31
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent