Fjölmiðlar

Fréttamynd

Vill að blaðamennirnir láti allt flakka

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, er mótfallinn þeirri aðferðafræði aðstandenda Pandora-skjalanna svokölluðu að birta ekki öll gögn lekans eins og þau leggja sig. Í staðinn fær almenningur upplýsingarnar í smáskömmtum í ólíkum fjölmiðlum, eftir því sem þeir vinna úr þeim.

Innlent
Fréttamynd

Rússneskur ritstjóri sem flúði land eftirlýstur

Yfirvöld í Rússlandi hafa lýst eftir þekktum rússneskum rannsóknarblaðamanni sem hefur tekið þátt í umfangsmiklum rannsóknum sem beinast gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Roman Dobrokhotov, stofnandi og ritstjóri Insider, er eftirlýstur fyrir að hafa laumað sér yfir landamæri Rússlands og Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Vilhjálmur segir Bryndísi hafa flaðrað upp um sig eins og hundstík

Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir lýðræðið í Sjálfstæðisflokknum. Hann skrifar einskonar kveðjupistil sem birtist í Morgunblaðinu í gær þar sem hann fer hörðum orðum um það hversu grátt hann var leikinn af uppstillingarnefnd og forystu flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Rándýrt að auglýsa í Reykjavík

Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa keypt auglýsingar á Facebook fyrir rúmlega 24 milljónir króna undanfarið ár. Auglýsingar á samfélagsmiðlum eru þó aðeins brotabrot af útgjöldum flokkanna til markaðssetningar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Harmleikur sem átti ekki erindi í fjölmiðla“

Jón Ósmann sakar DV um að hafa birt frétt byggða á einhliða málflutningi barnsmóður sinnar og gagnrýnir miðilinn harðlega fyrir að hafa tilkynnt hann og son hans til Barnaverndar fyrir að hafa reynt að leiðrétta staðreyndavillur fyrir birtingu.

Innlent
Fréttamynd

Pi­ers Morgan til Fox

Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan gekk í dag til liðs við Rupert Murdoch og félög hans, News Corp og Fox News Media. Morgan mun framleiða efni þvert á miðla News Corp sem mun birtast um allan heim.

Erlent
Fréttamynd

Frétta­stofa RÚV og rétt­lát máls­með­ferð

Réttlát málsmeðferð er lykilatriði í réttarríkishugmyndinni. Kjarninn í slíkri málsmeðferð er að tveir málsaðilar sem deila um staðreyndir og túlkun laga fái jöfn tækifæri til að koma á framfæri gögnum og rökum fyrir hlutlausum úrlausnaraðila.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöl­miðla­mógúll mildar lofts­lag­s­af­neitun

Fjölmiðlar Ruperts Murdoch í heimalandinu Ástralíu er nú sagðir leggja drög að ritstjórnargreinum sem tala fyrir kolefnishlutleysi. Þeir hafa fram að þessu verið þekktir fyrir afneitun og að þyrla upp moðreyk um loftslagsmál.

Erlent
Fréttamynd

Telur galið að stóru fjölmiðlarnir fái ríkisstyrki

Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Vodafone og Stöð 2 segir að sér finnist það galið að fyrirtæki á borð við Sýn og Árvakur, sem reki stóra fjölmiðla, njóti sérstaks ríkisstuðnings. Taka þurfi á fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði og erlendra aðila sem starfi samkvæmt öðrum leikreglum en innlend fyrirtæki á auglýsingamarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Píratar vilja sterkari fjöl­miðla

Í nýjustu mælingu samtakanna Blaðamanna án landamæra á stöðu fjölmiðlafrelsis í heiminum hafnaði Ísland í 16. sæti. Við sem erum nógu gömul til að muna hversu svekkjandi það var að Gleðibankinn hafnaði bara í sextánda sæti í Eurovision 1986 eigum auðvelt með að setja það sæti í rétt samhengi; alls ekki nógu gott.

Skoðun
Fréttamynd

Ætla að sjá til þess að KSÍ taki trúverðug skref til úrbóta

Forstjóri Vodafone, eins styrktaraðila Knattspyrnusambands Íslands, segir það hafa verið afskaplega dapurt að fylgjast með atburðarásinni í kringum sambandið undanfarna daga. Atburðarásin sýni hve mikið mein kynferðislegt áreiti og ofbeldi sé í íslensku samfélagi. Fyrirtækið ætli að leggja sitt á vogarskálarnar og sjá til þess að trúverðug skref til úrbóta verði tekin.

Innlent
Fréttamynd

KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar

BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið.

Innlent
Fréttamynd

Arnþrúður og Reynir mætast í Hæstarétti

Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs í máli hans gegn Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpskonu. Reynir fær því að áfrýja dómi Landsréttar í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Hörður og Ólöf leiða nýjan viðskiptamiðil á Vísi

Nýr miðill sem sérhæfir sig einkum í fréttum um íslenskt viðskiptalíf og efnahagsmál hefur göngu sína á Vísi á næstunni. Fyrir miðlinum fara þau Hörður Ægisson og Ólöf Skaftadóttir en auk þeirra kemur til starfa viðskiptablaðamaðurinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson. Um verður að ræða fréttamiðil í áskrift.

Viðskipti innlent